Fréttablaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 8
12. júlí 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR |
þúsund
krónur er hámarkslán hjá
LÍN á skólaárinu.
1.393
8
Leyfðu okkur að telja
Endurvinnslan í samstarfi við SORPU opnar
nýja móttökustöð við Breiðhellu í Hafnarfirði
Endurvinnslan og SORPA hafa opnað nýja
flöskumóttöku á endurvinnslustöð SORPU við
Breiðhellu í Hafnarfirði.
Með nýjum vélarkosti geta viðskiptavinir nú
skilað heilum umbúðum án þess að þurfa
að telja og flokka þær.
Áfram þarf þó að flokka og telja beyglaðar
umbúðir.
ÞETTA BORGAR RÍKIÐ MEÐ HVERJUM
NEMANDA Í HÁSKÓLA ÍSLANDS
Félags- og mannvísindasvið
Tölvunar- og stærðfræði
Verk-, tækni- og efnafræði
Læknisfræði
Tannlækningar
4.953
181
1.608
340
55
0,55 m.
0,78 m.
Hjúkrunarfræði 5380,98 m.
Kennaranám 1.4800,85 m.
1,15 m.
1,58 m.
2,55 m.
m.kr. Fjöldi nemenda
MENNTAMÁL Samanlagður kostn-
aður einstaklings og ríkis við
fyrstu háskólagráðu við Háskóla
Íslands er á bilinu 6 til 20 millj-
ónir, eftir eðli og lengd náms.
Í vor sóttu um fimm þúsund
manns um að hefja grunnnám á
einhverju af fimm fræðasviðum
skólans.
Ríkið greiðir framlög með
hverjum nemanda við Háskóla
Íslands. Framlögin eru mjög
mishá eftir því í hvaða deild
menn stunda nám. Í félags- og
mannvísindadeild var framlagið
554 þúsund krónur á nemanda á
síðasta skólaári en í tannlækna-
deild var framlagið 2,55 milljónir
króna á hvern nemanda.
Kostnaður ríkisins vegna ein-
staklings sem er þrjú ár að ljúka
BA-gráðu frá félagsvísindadeild
er því um tæpar 1.700 þúsund
krónur.
Margir taka námslán og fullt
námslán á ári fyrir einstakling
sem býr ekki í foreldrahúsum er
um 1.400 þúsund á ári, eða 4,2
milljónir á þremur árum. Saman-
lagður kostnaður einstaklings við
gráðuna er því tæpar sex millj-
ónir króna. Ef viðkomandi hefði
verið í vinnu þennan tíma og verið
með 3,6 milljónir í laun á ári hefði
hann þénað um 10,8 milljónir.
Háskólagráðan kost-
ar milljónir króna
Samanlagður kostnaður einstaklings sem tekur full námslán og ríkis vegna BA-
gráðu í félagsvísindum við Háskóla Íslands er sex milljónir króna. Þriðjungi þeirra
sem tóku námslán hjá LÍN finnst fjárhagslega erfitt að greiða lánin til baka.
DÝRT Það kostar sitt að verða sér úti um háskólagráðu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Kostnaður ríkisins er mun meiri
á hvern nemanda í heilbrigðisvís-
indum. Kostnaður hins opinbera
vegna hvers nema í grunnnámi í
hjúkrunarfræði er rúm milljón á
ári eða á fimmtu milljón á náms-
tímanum sem er fjögur ár. Taki
hjúkrunarfræðineminn námslán
í fjögur ár skuldar hann á sjöttu
milljón króna í námslán.
Samanlagður kostnaður ein-
staklings og samfélags vegna
grunnnáms í hjúkrunarfræði er
því á bilinu 9 til 10 milljónir og
þá er ekki tekið tillit til tekju-
taps viðkomandi á meðan hann
er í námi.
Dýrasta námið við HÍ er tann-
læknanámið. Það tekur sex ár að
verða tannlæknir og kostnaður
ríkisins nemur rúmum 15 millj-
ónum króna.
Taki menn námslán helming
námstímans bætast við um fjórar
milljónir króna. Að verða tann-
læknir gæti því auðveldlega kost-
að einstaklinginn og samfélagið
19 til 20 milljónir króna.
BHM gerði könnun meðal
félagsmanna síðastliðið vor þar
sem spurt var um námslán. Af
þeim félagsmönnum sem tóku
þátt í könnuninni sögðust 87 pró-
sent hafa tekið námslán. Af þeim
hópi sögðust 27 prósent skulda
meira en sex milljónir. Þriðjung-
ur aðspurðra sagðist finna veru-
lega fyrir að endurgreiða lánin og
1,5 prósent sögðust ekki ráða við
endurgreiðslur af lánunum.
johanna@frettabladid.is