Fréttablaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 28
FÓLK|HELGIN Sigrún Kristbjörg hefur stofnað Brasilíukvartett sem kemur fram í fyrsta skipti um næstu helgi, 19. júlí, á Jómfrúnni í Lækjargötu. „Æfingar hafa staðið yfir undanfarið en með mér verða Ásgeir J. Ás- geirsson, gítar, Andri Ólafsson, kontrabassa og Matthías Hem- stock, trommur og slagverk. Ég á von á að öll þessi helgi fari í æfingar og undirbúning fyrir tón- leikana um næstu helgi, enda er þetta í fyrsta skipti sem bandið kemur fram,“ segir hún. Sigrún stundaði nám í Cod- arts-listaháskólanum í Rotter- dam. „Í þessum skóla er sirkus-, dans- og tónlistardeild, sú síðastnefnda með hefðbundinni klassík, djassi og heimstónlist sem ég valdi. Í henni er deild með suðuramerískri tónlist sem hefur alltaf heillað mig. Þegar ég var búin að spila suðurameríska og kúbverska tónlist í fjögur ár var borðleggjandi að fara til Brasilíu og spila með þarlendum hljómsveitum. Í gegnum námið í Hollandi kynntist ég mörgum tónlistarmönnum frá Brasilíu og ég átti inni heimboð vítt og breitt. Ég fór til Ríó, Sao Paulo og Belo Horizonte þar sem ég spilaði með píanóleikara sem heitir Marcos Souze, en hann lék hér á landi með mér í síðustu viku á stofutónleikum hjá Begga og Pacas. Við fluttum tónlist eftir hann og föður hans Chico Mário, þekkt tónskáld frá Brasilíu, með Þórdísi Gerði Jónsdóttur, selló, Andra Ólafssyni, bassa, Elizabeth Fadel, píanó og slagverk og Hel- mut Riebl, fiðlu,“ segir Sigrún. Á KARNIVALI Í RÍÓ Sigrún stofnaði básúnukvartett í Ríó með góðum vini sínum Jonas Correa. „Hann er básúnuleikari og tónskáld frá Ríó,“ segir hún. „Kvartettinn heitir Encontro og er með tveimur öðrum frábærum básúnuleikurum frá Ríó, Ever- son Moraes og Thiago Osorio. Ég byrjaði ferðina á að taka upp nokkrar útsetningar eftir okkur í stúdíói þar, en núna er kvart- ettinn í smá dvala. Hann tekur síðan aftur til starfa í janúar en þá ætla ég aftur til Brasilíu. Við spilum brasilísk lög í okkar eigin útsetningum.“ Sigrún segir að það hafi verið algjör draumur að koma til Brasi- líu. „Gestrisni er varla nógu stórt orð til að lýsa því hversu vel var tekið á móti mér. Ég fékk tækifæri til að spila á alls kyns stöðum, til dæmis á karnivalinu í Ríó í febrúar sem var einstakt. Einnig spilaði ég á tónleikum með stór- sveit í Sao Paulo sem heitir Zerro Santos big band project. Sú hljómsveit hefur verið starfandi í meira en tuttugu ár. Brasilía er stórt land og þar eru margar tónlistarstefnur, það eru til 130 ryþmar í þessu tónlistarlandi. Það var stórkostlegt að upplifa músíkina í réttu umhverfi. Þetta var toppurinn fyrir mig,“ útskýrir hún. Sigrún byrjaði ferðina með hollenskri skólasystur sinni, Floor Polder, sem er flautuleik- ari. „Við höfðum sömu markmið þegar við héldum til Brasilíu en ferðin var farin svolítið blind- andi. Eitt leiddi bara af öðru. Eftir námið var eiginlega borð- leggjandi að fara og kynnast músík inni í sínu rétta umhverfi. Það er til dæmis töluvert öðru- vísi að spila karnivaltónlist þar sem hátíðin fer fram en í rigning- unni í Hollandi.“ MÓTMÆLTU HM Á meðan Sigrún dvaldi í Brasilíu var undirbúningur fyrir HM á fullu í landinu. „Það var einstakt að upplifa undirbúninginn en ég hef aðra sýn á keppnina en þeir sem heima sitja og horfa á sjónvarpið. Vöruverð hækk- aði til dæmis mikið þegar leið að keppninni, jafnt á matvörum sem almenningssamgöngum. Mótmæli voru víða á götum og verkföll áberandi. Ég hef því frekar sterkar skoðanir á FIFA en hef engu að síður fylgst með keppninni,“ segir hún. Tónleikarnir á Jómfrúnni eftir viku eiga hug Sigrúnar allan þessa dagana og hún hlakkar til að skemmta Íslendingum. „Þetta er fjörug og skemmtileg músik. Tónleikarnir eiga eftir að koma gestum í gott skap og vonandi hreyfa þeir sig í takt við tónlist- ina.“ FLEIRI TÓNLEIKAR Sigrún var ung þegar hún byrj- aði að læra á fiðlu og básúnu í Tónlistarskólanum í Hafnarfirði. „Foreldrar mínir leika á hljóð- færi þótt það sé ekki opinber- lega og sömuleiðis systkini mín. Það kom því aldrei annað til greina en að ég færi líka í tón- listarnám,“ segir hún. „Ástæðan var ekki sú að ég væri einstakt hæfileikabarn heldur miklu frekar að námið þótti sjálfsagt á heimilinu.“ Sigrún segist sjá mikla breyt- ingu á Reykjavík á þeim fimm árum sem hún var í burtu en hún kom sjaldan heim á þessum árum. „Það hefur komið á óvart hversu mikil fjölgun ferðamanna er hér,“ segir hún. Sigrún segist stefna á Brasilíu eftir áramótin í þrjá mánuði. Hún er afar sátt við að áhugi á suðuramerískri tónlist er mikið að aukast hér á landi og vonast til að það verði fleiri tónleikar hjá Brasilíuband- inu á næstunni. ■ elin@365.is SJÓÐHEIT SAMBA FRÁ BRASILÍU HEILLANDI HEIMUR Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir, fiðlu- og básúnuleikari, er nýflutt heim eftir fjögurra ára tónlistarnám í Hollandi. Þar lagði hún áherslu á suðurameríska tónlist. Eftir nám dvaldi hún í fimm mánuði í Brasilíu. M Y N D /A RN ÞÓ R FJÖR Í MIÐBÆNUM Sigrún Kristbjörg Jóns- dóttir, fiðlu- og bás- únuleikari, verður með tónleika á Jómfrúnni um næstu helgi. BEINT FRÁ BRASILÍU Þessi mynd var tekin af Sigrúnu þegar hún ferðaðist um Brasilíu og lék þar á tónleikum. Vertu vinur okkar á Facebook Útsala 30% afsláttur THE MORE YOU USE IT THE BETTER IT LOOKS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.