Fréttablaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 70

Fréttablaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 70
12. júlí 2014 LAUGARDAGUR| LÍFIÐ | 46 HEILLANDI HEIMILD Tónleikamynd Bjarkar Guðmundsdóttur, Björk: Biophilia Live, var Evrópufrum- sýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi í vikunni. Gagn- rýnandinn Guy Lodge hjá vefsíðunni Variety er yfir sig hrifinn af myndinni. „Biophilia Live er heillandi heimild um listamann sem hefur fullt vald á sínum sérviskulegu kröftum,“ skrifar hann meðal annars. „Persónutöfrar Bjarkar hafa ávallt skapast af hæfileika hennar til að vera einlæg og dularfull um leið,“ bætir hann við. - lkg SPJÖLLUÐU VIÐ EINA AF FYRIRMYNDUNUM „Það var ótrúlega gaman að hitta manninn, hann hefur verið í mjög stórum böndum og ég var nett stjörnustjarfur,“ segir Birgir Jónsson, trommuleikari Dimmu, en hann og fleiri íslenskir trommuleikarar spjölluðu mikið við sænska trommuleikarann Adrian Erlandsson sen staddur er á Eistnaflugi. Hann hefur spilað með mörgum þekktum rokksveitum á borð við Cradle of Filth, Paradise Lost, The Haunted og hljóm- sveitinni At the Gates á Eistnaflugi á fimmtudags- kvöld. Hann var þó rokinn eldsnemma eftir tónleika sveitinnar til þess að kafa annars staðar á landinu. Ojay Morgan er bandarískur tónlistarlistamaður og rappari sem gengur jafnan undir nafn- inu Zebra Catz en þrátt fyrir að hafa aðeins verið í tónlist í þrjú ár hefur hann náð að skapa sér stórt nafn vestanhafs og komið fram með listamönnum á borð við Azealia Banks, Lönu Del Ray og Diplo. „Ég var að vinna hjá veitinga- þjónustu í New York og tónlist var alltaf bara hliðarverkefni,“ segir Morgan í viðtali við Fréttablaðið. „Það var ekki fyrr en tískuhönn- uðurinn Rick Owens notaði lag eftir mig á sýningu sinni í París að ég ákvað að hætta í vinnunni og einbeita mér að tónlistinni,“ segir listamaðurinn en það var lagið Ima Read sem Rick Owens notaði á tískuvikunni í París og í kjölfar þess skaut Zebra Catz upp á stjörnuhimininn í rappsenunni og í dag hafa verið gerð rúmlega 120 svonefnd remix af laginu Ima Read. „Ég reyndi að fylgjast með öllum remixunum en það var orðið erfitt eftir svona sjötíu,“ segir Morgan og hlær. Listamaðurinn hefur aldrei komið til Íslands áður en hann kom til landsins í síðustu viku. „Sólin hefur, án djóks, ekkert sest síðan ég kom,“ segir rappar- inn dolfallinn yfir sumarsólstöð- unum. Morgan mun svo sannar- lega ekki sitja auðum höndum hér á landi en hann hefur strax byrj- að að vinna með fatahönnuðinum Alexander Kirchner að svoköll- uðum Bomber-jakka sem lista- maðurinn ætlar að nota í mynda- töku. „Þetta verður heitasta nýja Dolfallinn yfi r Íslandi Rapparinn Zebra Katz er einn efnilegasti rappari Bandaríkjanna í dag en hann hefur komið fram með listamönnum á borð við Azaelia Banks og Lönu Del Ray. Hann er nú á Íslandi að drekka í sig menninguna og heldur tónleika á Húrra. Rapparinn Zebra Catz mun spila í kvöld í afmæli umboðsmanns síns sem haldið er í Gamla bíói. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er um einkasamkvæmi að ræða en þar eru heimsfræg nöfn á gestalistanum. Ásamt rapparanum mun tónlistarkonan Azelea Banks troða upp og að öllum líkindum okkar eigin Björk. Gestir samkvæmisins verða samkvæmt heimildum blaðsins samkvæmisljón- ið og partípinninn Lindsay Lohan sem mun eflaust mála miðbæinn rauðan og leikarinn Ian Somer- halder en hann er þekktur fyrir hlut- verk sitt í þáttaröðunum Lost og The Vampire Diaries. Kemur fram í risastóru einkasamkvæmi jakkalúkkið,“ segir tónlistarmað- urinn en auk þess ætlar hann að taka upp nýjasta tónlistarmynd- band sitt hér en hann er þekktur fyrir einkennandi og áhrifamikil tónlistarmyndbönd. „Ég hlakka mikið til að drekka í mig menninguna hérna, hér er ótrúlegur fjöldi af frábærum listamönnum sem ég hlakka til að kynnast og hanga með.“ Zebra Katz mun koma fram á tónleikum á skemmtistaðnum Húrra næsta föstudagskvöld ásamt Gísla Pálma og einvala liði plötusnúða. baldvin@365.is FÓR Í HVALASKOÐUN Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, ferðaðist um Norðausturland í vikunni og heimsótti íbúa, sveitarstjórnarmenn og fyrirtæki í bæjum og þorpum landshlutans. Ráðherra heimsótti meðal annars verksmiðju Becromal á Akureyri, fór í hvalaskoðun á Húsavík, skoðaði sápugerð í Kelduhverfi, kynnti sér ferðaþjónustu í Ásbyrgi og Heimskauts- gerðið á Raufarhöfn. - hg RÍSANDI STJARNA Zebra Katz skaut upp á stjörnuhimininn með lagi sínu Ima Read. FRETTABLAÐIÐ/DANÍEL „Ég mundi aldrei selja sál mína fyrir hærri laun. Ég lifi ekki það hátt að ég þurfi á peningunum að halda.“ MARGOT ROBBIE LEIKKONA Í VIÐTALI VIÐ VANITY FAIR.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.