Fréttablaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 50
12. júlí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 26 TEIKNAR ÞÚ FLOTTAR MYNDIR? Sendu okkur myndina þína í pósti til Fréttablaðsins, Skaft ahlíð 24, 105 Reykjavík eða með tölvupósti á krakkar@frettabladid.is Heilabrot Að venju efna Borgarbókasafn og Reykjavík Bókmenntaborg til sumarlesturs á meðal barna. Fyrir hverja lesna bók skrá les- endur nafn sitt og titil bókarinnar á þar til gerða miða og skila í kassa sem eru í öllum söfnum Borgarbókasafns. Vikulega er dregið eitt nafn úr kassanum og Lestrarhestur vikunnar útnefndur, sem hlýtur bók að launum frá Forlaginu. Katrín Svana 13 áraLestrarhestur vikunnar Katrín Svana er í Norðlingaskóla og byrjar í 8. bekk í haust. Hún fer oft á bókasafnið í skólan- um sínum og segist vera búin að lesa allar bæk- urnar sem til eru þar og hana langi til að lesa. Katrín Svana kemur því oft á Borgarbókasafnið í Árbænum þar sem úrvalið er meira. Hún fer líka oft í bókabílinn. Helstu áhugamál Katrínar eru hestar, dans og píanó. Þessa vikuna er hún á reið- námskeiði en á veturna æfir hún hipphopp-dans í Dansskóla Brynju Pétursdóttur. Skemmtileg- ast finnst Katrínu að lesa spennusögur, Syrpu og Andrésar andar-blöð. Fyrsta bókin sem Katrín man eftir að hafi verið í uppáhaldi hjá henni fjallaði um stelpu sem átti hund en hún var að fara með köku til ömmu sinnar. Þetta var lítil myndasaga fyrir börn sem Katrín hafði mikið dálæti á og skoðaði aftur og aftur. Síðasta bókin sem Katrín Svana las var bókin „Flöskuskeytið“ eftir Sigríði Dúu Golds- worthy. Hún fjallar um stelpu sem finnur flösku- skeyti sem hún hafði sjálf sent. Í kjölfar- ið ákveður stelpan að halda dag- bók og senda hana sem flöskuskeyti. Mjög skemmtileg bók að mati Katr- ínar. Katrín er byrjuð að lesa bókina sem hún fékk í verðlaun í Sumarlestrinum, Múrinn eftir Sif Sigmarsdóttur, og segir hana lofa mjög góðu og hlakkar til að halda lestrinum áfram. LOFAR GÓÐU Katrín Svana er byrjuð að lesa Múrinn eftir Sif Sigmarsdóttur sem hún fékk í verðlaun í sumarlestrinum. 1. Hvaða atriði var eftirminni- legast í sýningunni? Ástarsyrp- an, því leikararnir fléttuðu þekkt íslensk lög svo skemmtilega inn í atriðin. 2. Hvaða persóna í leikritinu fannst þér skemmtilegust og af hverju? Hrói höttur, hann var alltaf fyndinn og Jóhann prins líka. 3. Hvernig fannst þér lögin í sýningunni? Mjög skemmtileg því þau tengjast svo skemmti- lega saman við persónurnar. 4. Þekktirðu söguna um Hróa hött áður en þú fórst? Ekki alveg, eitthvað, ég vissi að hann hafði hjálpað fátækum. 5. Var eitthvað sem kom þér á óvart? Nei, man ekki eftir neinu. 6. Hvernig túlkar þú boðskap sýningarinnar? Að allir séu góðir og að græðgi borgar sig ekki. 7. Myndirðu fara á þessa sýn- ingu aftur? Jahá, ekki spurning! 8. Hvernig myndirðu lýsa sýn- ingunni með þremur orðum? Flott, skemmtileg, fyndin. 9. Hvernig fannst þér búning- arnir? Mjög flottir, sérstaklega kjóllinn hennar Þyrnirósar. 10. Hvaða ævintýri viltu sjá næst frá leikhópnum Lottu? Oliver Twist og Litlu stúlkuna með eldspýturnar. Krakkarýni Kjóllinn hennar Þyrnirósar fl ottastur Hekla Ragnarsdóttir ÞRJÚ Í STUÐI Hér er Hekla vinstra megin ásamt systur sinni, Sölku, og leikaranum Stefáni Benedikt. LÖGIN SKEMMTILEG Hekla hafði gaman af lögunum í sýningunni. Leikritið Hrói höttur með Leikhópnum Lottu ✰✰✰✰✰ 1. Ég er karlmaður og heiti það sem hópur fólks er. Hvert er nafn mitt? 2. Hvaða föt þola bleytuna best? 3. Ég er nytsamlegur hlutur og þú togar oft í mig. Það gengur vel ef þú ferð varlega, annars stansa ég stundum og fer út af brautinni. Hver er ég? 4. Ég er ekki tré, en ber þó blöð. Ég blómstra ekki en ber þó ávöxt. Ég er safalaus en þó fóðra ég þig. Ég er líflaus en þó geri ég marga ódauðlega. Hver er ég? Svör: 1. Lýður. 2. Vaskaföt. 3. Rennilás. 4. Bók. Bragi Halldórsson 104 Svar: Spírallinn sem er hægra megin er búinn til úr tveimur reipum. „Þvílík þraut,“ stundi Kata. „Það fer bara allt að hringsnúast fyrir augunum á mér við það að horfa á hana. Konráð varð að viðurkenna að hann fékk smá svima við að horfa á þrautina. En Lísaloppa lét sér ekkert bregða. „Þrautin er þessi, sagði hún. „Annar spírallinn er búinn til úr einu reipi sem er fest saman á endunum, en hinn spírallinn er búin til úr tveimur reipum sem fest eru saman á endunum,“ bætti hún við. „Hvor spírallinn er settur saman úr tveimur reipum?“ Kata tók um magann. „Þið megið leysa þessa þraut, ég er komin með svima.“ Getur þú séð hvor spírallinn er settur saman úr tveimur reipum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.