Fréttablaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 18
12. júlí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 18 þúsund starfsmenn og við höfum fimmtánfaldað tekjur fyrirtækis- ins á aðeins fimm árum. Líkt og við uppbyggingu Actavis, þá munu Íslendingar spila stórt hlutverk í uppbyggingu fyrirtækisins.“ Á næsta ári lýkur framkvæmd- um við Hátæknisetur Alvo- gen sem rís innan Vísindagarða Háskóla Íslands. Róbert vonast til að starfsemi Hátækniseturs- ins muni skila um 65 milljörðum í árstekjur þegar lyf fyrirtækis- ins koma á markað frá árinu 2018. Framkvæmdin mun vera ein sú stærsta frá efnahagshruni og alls munu 400 ársverk skapast á framkvæmdatímanum. „Við horf- um sérstaklega til þess að ráða háskólamenntaða Íslendinga þó að lykilstjórnunarstöður verði mann- aðar útlendingum. Við stefnum að því að skapa um 200 ný framtíðar- störf hér á landi á næstu árum, til viðbótar við þá 45 starfsmenn sem nú þegar hafa verið ráðnir til Alvo- gen á Íslandi.“ Langaði að gera þetta á Íslandi „Valið stóð á milli Íslands og Möltu þegar við ákváðum að byggja upp þróunarsetur fyrir líftæknilyf. Umhverfið á Möltu er mjög hag- stætt og það hefði verið fjárhags- lega hagkvæmara til skamms tíma að byggja upp þessa starfsemi þar. Lega Íslands mitt á milli stærstu markaðssvæða okkar í Banda- ríkjunum og Evrópu, auk öflugs menntakerfis hér á landi, eru hins vegar mjög jákvæðir kostir við upp- byggingu hér á landi. Við ákváð- um að horfa frekar til langs tíma við okkar ákvörðun og létum nei- kvæða umræðu um rekstrarskil- yrði alþjóðlegra fyrirtækja hér á landi ekki hafa áhrif á okkur. Á meðan mörg fyrirtæki hafa ákveð- ið að draga úr uppbyggingu sinni hér á landi, eða jafnvel flytja starf- semi úr landi, sjáum við tækifæri. Ég trúi því að Ísland geti verið leið- andi í þeirri þróun sem er að eiga sér stað innan líftæknigeirans um þessar mundir.“ Kominn á fulla ferð Róbert byrjaði að vinna fullan vinnudag fyrir síðustu áramót en fram að þeim tíma hafði hann að miklu leyti unnið að heiman. Hann segist þó enn finna fyrir verkjum, ógleði og svima vegna slyssins sem mun sennilega taka einhvern tíma að losna alveg við. „Í dag get ég þó horft meira á kómísku hliðarnar á þessari lífsreynslu. Það var mikið hlegið á mínu heimili þegar ég fékk fyrstu máltíðina á Landspítalanum nokkrum dögum eftir slysið. Þá hafði ég verið með næringu í æð í nokkra daga og fyrsti maturinn sem ég fékk voru stappaðar kjöt- bollur. Það að fá einhvern mat var svo gott að ég bað hjúkrunarkon- una um uppskriftina. Við höfum þó ekki enn eldað kjötbollurnar þó að ég hafi fengið uppskriftina,“ segir Róbert brosandi. „Ég er nokkuð jafnvígur á ensku og íslensku enda hef ég verið í mikl- um samskiptum utan Íslands síð- ustu fimmtán ár. Það var því skrítið að upplifa það á fyrsta starfsmanna- fundi eftir slysið með stórum hópi af lykilstjórnendum eftir að ég kom til vinnu að ég mundi ekki annað hvert orð í ensku. Það er víst hluti af miklum höfuðáverkum að svona lagað gerist.“ Byrjaður að æfa á ný Róbert hefur alla tíð stundað lík- amsrækt en hann hefur breytt æfingaáætluninni. „Ég er hjá sjúkraþjálfara í endurhæfingu í dag auk þess sem ég stunda reglulega rope-jóga. Rope-jóga hefur hjálpað mér mikið við að losna við verki og auka liðleika. Ég syndi líka í dag töluvert, mæti í spinning og stunda létta líkamsrækt og er duglegri við teygjur án áður. Í dag er ég einfaldlega ekki til- búinn til þess að hjóla. Auk þess var slysið talsvert áfall fyrir fjölskyld- una og hjólreiðar eru því ekki á dag- skrá á næstunni. Kannski breytist þetta með tímanum, hver veit? Ég sakna þess samt töluvert að vera hættur að hjóla enda eru hjólreið- ar frábær íþrótt og félagsskapur- inn mjög góður. Ég eignaðist mikið af góðum vinum síðustu ár í hjóla- íþróttinni og sá vinskapur stendur upp úr þegar ég horfi til baka.“ Hvaða lærdóm finnst þér þú hafa dregið af lífsreynslu þinni eftir slysið? Að takast á við svona slys er álíka erfitt andlega og líkamlega. Það sem ég lærði af þessu ævintýri var að vera jákvæður og trúa því að ég kæmist í gegnum þetta. Ég veit að það eru ekki allir jafn heppnir og ég var. Í dag hef ég meiri skiln- ing á því hvað einstaklingar sem lenda í enn alvarlegri slysum en ég ganga í gegnum. Fólk sem lam- ast á lífsleiðinni er hetjur í mínum huga, það er hreinlega óskiljanlegt hvernig hægt er að takast á við slíkt áfall. Ég upplifði líka hvað aðstoð, hjálpsemi og væntumþykja skipta miklu máli þegar mikið bjátar á. Ég upplifði hvað margir voru tilbúnir til að hjálpa mér og leggja á sig til að mér liði betur. Bæði ættingjar, vinir, samstarfsmenn og fólk sem ég þekkti ekkert fyrir slysið. Ég er ekki viss um að allir þeir sem hjálp- uðu mér viti hvað aðstoð þeirra var mér mikils virði.“ Enginn óskar þess að lenda í svona alvarlegu slysi og vera rúmfastur í þrjá mánuði. En þrátt fyrir það var þetta að mörgu leyti góður tími. Ég var til dæmis alltaf heima þegar börnin mín komu úr skólanum sem ég hef aldrei áður haft tækifæri til. Í dag er ég einfald- lega ekki tilbúinn til þess að hjóla. Auk þess var slysið talsvert áfall fyrir fjölskylduna og hjólreiðar eru því ekki á dagskrá á næstunni. Kannski breyt- ist þetta með tímanum, hver veit?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.