Fréttablaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 24
12. júlí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 24 2. Hjá listaskáldinu Á Hrauni í Öxnadal, fæðingar- stað Jónasar Hallgrímssonar, ber oddhvassan Hraundranginn við himin. Hraunsvatn leynist í dalverpi ofan við bæinn og þar ríkir fegurðin ein. Ganga þangað frá veginum tekur rúma klukku- stund. Minningar- stofur um Jónas eru á Hrauni og verða næst opnar 2. ágúst. 3. Ljóðið lifir Ljóðasetur Íslands er eitt af söfnum Siglufjarðar. Það er við Túngötu 5 og ekkert kostar inn. Handrit, fróð- leiksspjöld, mynd- ir og kver eru til sýnis og bækur til sölu og klukkan 16 alla daga er lifandi flutningur ljóða eða tóna. Opið er frá klukkan 14 til 17.30. 4. Fyrsti skipasmiðurinn Við eyðibýlið Karlsá á Upsa- strönd, skammt norðan Dal- víkur, er minnismerki um Duggu-Eyvind Jónsson sem var orðlagður hagleiksmaður og smíðaði fyrstur Íslendinga haf- fært þilskip á ofanverðri 18. öld. 5. Jóhann risi Í Hvoli við Karls- rauðatorg á Dalvík er byggða- og nátt- úruminjasafn. Þar eiga tveir svarf- dælskir heiðurs- menn sínar stofur, Jóhann Pétursson sem eitt sinn var hæsti maður heims, 234 cm, og Krist- ján Eldjárn, forseti Íslands. Safnið er opið frá klukkan 11 til 18. 6. Friðland Á Húsabakka í Svarfaðardal er hin fjölskylduvæna sýning Frið- land fuglanna. Þar á hver fugl sína skondnu sögu. Fræðslu- stígar liggja frá Húsabakka um Friðland Svarfdæla og líka frá Dalvík. Fuglaskoðunarhús eru við Tjarnartjörn og Hrísatjörn. Hérað fjarða, dala og fjalla Miðbik Norðurlands er heillandi svæði. Með Grímsey úti á sundinu og Hrísey nær, höfuðstað Norðurlands við Eyja- fjarðarbotn og sjávarplássin Siglufjörð, Ólafsfjörð og Dalvík norðar; vinalegu þorpin Árskógssand, Hauganes og Hjalteyri meðfram vesturströnd Eyjafjarðar og blómlegar sveitir til landsins. Alls staðar er eitthvað sniðugt að upplifa og skoða. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Neytum og njótum Norðlenskt góðmeti á borðum Forsetaleiðin vinsæl í Hrísey 5 1 11 Útivist og afþreying Eftir að hafa heimsótt söfn og söguslóðir er svalandi að fá sér ís EYJAFJARÐAR- SVÆÐIÐ OG FJALLABYGGÐ 1 10 9 2 3 4 5 11 12 6 7 8 VIÐ POLLINN Á Akureyri er Listagilið, Hof, Lystigarðurinn og Kjarnaskógur og líka Brynjuís og Bakaríið við brúna ásamt öllu hinu. 11. Heimabakað og smurt Kaffi Klara var opnað í gamla póst- húsinu á Ólafsfirði og nýtir inn- réttingar og tæki úr sögu hússins, ásamt bókum, til að skapa notalega stemningu. Allar mögulegar teg- undir kaffis, öl og léttvín er í boði og kökur og tertur eru bakaðar á staðnum. Líka matbrauð sem meðal annars er smurt með norðlensk- um silungi. Opið er frá 11 til 7 alla daga. 12. Gælt við skilningarvitin Örkin hans Nóa er einn af veitinga- stöðum Akureyrar. Hún er í kopar- húðuðu húsi við Hafnarstræti 22, gegnt smábátahöfninni, og utan dyra og innan er list sem gleður augað. Því má segja að Örkin gæli við flest skilningarvit. Sjávarréttir eru aðall hennar en fleira er á matseðlinum úr fersku hráefni af svæðinu og allir aðalréttir eru bornir fram á pönnum. Opið er frá 12 til 14 og 18 til 22. 10. Fyrir fjölskylduna Í Hrísey er bílaumferð í lágmarki en boðið er upp á 40 mínútna ferðir á dráttarvélarvagni með leiðsögumanni um hluta eyjunnar – svokallaða forsetaleið því Ólafur Ragnar fór fyrstu ferðina árið 1999. Fjölskylduhátíð er í eyjunni nú um helgina, með fjöruferð, kvöldvöku, varðeldi og söng. Sigling frá Árskógssandi tekur 15 mínútur. Sýningin er opin alla daga yfir sumarið frá 12 til 17. Sjá bird- land.is 7. Í búðarleik Gásar í Hörgárbyggð voru aðal- verslunarstaður Norðurlands um aldir. Á árlegum miðaldadögum sem nú verða 18. til 20. júlí safn- ast fólk á öllum aldri þar saman og minnist fortíðarinnar með markaði, listsköpun við hæfi og miðaldamatargerð, líka bogfimi og knattleikjum að hætti forn- manna. Sjá gasir.is. 8. Leikföng afa og ömmu Leikfangasýning er í Friðbjarn- arhúsi við Aðalstræti 46 á Akur- eyri. Þar hverfur fullorðið fólk til æskunnar í huganum, börnin sjá hvað afi og amma léku sér með þegar þau voru lítil og í leikherberginu er nóg af dóti sem má snerta. Opið er milli 13 og 17 alla daga í sumar. 9. Ís í sveitinni Á bænum Holtseli í Eyjafjarðar- sveit er sveitabúð og kaffihús þar sem bændur selja margar tegundir af rjóma-og mjólkurís úr eigin mjólk og ávaxtaís og sorbet fyrir þá sem það kjósa. Þar fæst líka kjöt, egg, brodd- ur og silungur beint frá býli. Holtsel er í hlíðinni fyrir ofan kirkjustaðinn Grund. Þar er opið alla daga milli klukkan 13 og 18. Sjá holtsel.is. 98 FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.