Fréttablaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 12
12. júlí 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 12 Þetta er alveg frá-bært fyrir okkur og gaman að hafa á ferilskránni,“ segir Kristín Maríella Friðjónsdóttir en hálsmenalínan Twin Within, sem hönnuð er af Kristínu og systur hennar Áslaugu Írisi, er til umfjöllunar í nýjasta tölublaði bandaríska ung- lingatímaritsins Seventeen. Kristín segir að stílisti tímarits- ins hafi sett sig í samband við þær systur og beðið þær um að senda þeim hálsmen út. „Það var frekar stuttur fyrirvari á þessu öllu en við sendum þeim fest- ar og þeim leist vel á. Þetta er í rauninni frekar súrrealískt, enda er þetta virki- lega stórt blað þó svo að þetta sé kannski ekki beint fyrsta tímaritið sem ég glugga í á kaffihúsi. En þetta er frábært fyrir merkið og mjög gaman að sjá forsíðu- fyrirsætuna, leikkonuna Bellu Thorne, með festarnar okkar,“ segir Kristín, sem varð sér úti um eintak af blaðinu fyrr í vikunni. „Ég kom við í Eymundsson og fletti í gegnum blaðið. Þetta var mjög skemmtilegt, mann lang- aði næstum því að hnippa í næsta mann í Eymundsson og benda á að maður væri í blaðinu,“ segir Kristín og hlær. Þær systur eru nú á fullu við að undirbúa nýja hálsmenalínu. „Við verðum með svipað efnisval, höldum áfram að notast við reipin og gúmmíslöngurnar. Það mætti segja að nýju festarnar komi til með að bera með sér heldur klass- íkt yfirbragð þar sem að svart- hvítt mun vera ríkjandi,“ segir Kristín. Twin Within hefur notið vin- sælda erlendis og hafa hálsmenin til að mynda ratað í verslanir víða í Bandaríkjunum, London, Japan og Seattle. Líklegt er að Singapúr fái einnig að kynnast Twin Within en þangað flytur Kristín á allra næstu dögum. „Maðurinn minn er að fara þangað í mastersnám svo ég skelli mér með ásamt dóttur okkar. Þar ætla ég að vera á fullu í festagerð.“ Twin Within í nýjasta tölublaði Seventeen Skartgripalína systranna Kristínar Maríellu og Áslaugar Írisar Friðjónsdætra, Twin Within, er til um- fjöllunar í tímaritinu Seventeen þar sem unglingastjarnan Bella Thorne ber íslensku hálsmenin. FLOTT Á FERILSKRÁNA Kristín Maríella segir að umfjöllunin í Seventeen sé uppörvandi. MYND/AÐSEND Kristjana Arnarsdóttir kristjana@frettabladid.is UPPRENNANDI UNGLINGASTJARNA Bandaríska leikkonan Bella Thorne er upprennandi stjarna í Hollywood. Hún tekur sig vel út með hálsmenin. Eplaedik er unnið úr eplum sem eru látin gerjast. Þá verður til epla- cider sem er svo látinn gerjast aðra umferð og úr verður eplaedik. Eplaedikið heldur í öll næringarefni eplisins og meira til. Við gerjunina eykst magn ensíma og góðra gerla. Eplaedik hefur lengi verið notað við ýmsum heilsufars- vandamálum. Gæðin skipta þó miklu máli og best er að nota lífrænt eplaedik, ósíað og án allra aukefna. Hér fylgja sex mismunandi leiðir til þess að nota eplaedik: 1Engin andfýla Settu hálfa teskeið ofan í vatnsglas og skolaðu munninn í tíu sek- úndur til þess að losna við andfýlu og fá hvítari tennur. 2Gegn sólbrunaBerðu á þig eplaedik þegar húðin brennur í sól, það linar sársaukann. 3 Hreinsar grænmeti Fylltu skál eða vaskinn af vatni og helltu einum bolla af eplaediki yfir og þvoðu ferskt græn- meti og ávexti upp úr því. Eplaedikið hjálpar til við að ná af skordýraeitri og bakteríum. 4Engar vörtur Fjarlægðu vörtur með því að bleyta bómull í eplaediki og hafa á vörtunni yfir nótt. 5Losna við flösu Settu eplaedik í hárið eftir að hafa þvegið það með sjampói til að losna við flösu. 6 Hressir fætur Settu eplaedik í fótabaðið þitt til að losna við sveppasýkingar á tám. Sjá fleiri leiðir til þess að nota eplaedik á Heilsuvísi. Er eplaedik lausn við öllum vandamálum? Eplaedik getur dregið úr andfýlu, varið gegn sólbruna og stöðvað vörtuvöxt hvarvetna á líkamanum. Mann langaði næstum því að hnippa í næsta mann í Eymunds son og benda á að maður væri í blaðinu. Á TÓNLISTARHÁTÍÐINA ALL TOMORROW´S PARTIES sem haldin er á Ásbrú en í kvöld stígur meðal annars sveitin Interpol á svið. BÓKINA BEÐIÐ FYRIR BROTTNUMDUM eftir Jennifer Clement. Heillandi, falleg og átakanleg skáldsaga. Á BÖRN NÁTTÚRUNNAR eftir Friðrik Þór Friðriksson sem sýnd er á RÚV annað kvöld. Íslensk klassík sem alltaf er gaman að rifja upp með þeim Gísla Halldórssyni og Sigríði Hagalín í aðal- hlutverkum. Á PLÖTUNA BORGIN með Felix Bergssyni en hún kom út fyrir skömmu. Elín Eyþórsdóttir, tónlistarkona Á Portishead og deit Ég ætla að kíkja á Portishead með mömmu og fara á deit með Hörpu Björnsdóttur. Logi Pedro Stefánsson, tón- listarmaður Eistnafl ug með Retro Stefson Ég ætla á eina bestu útihátíð í heimi, Eistnaflug, á laugardag- inn og þar ætla ég að skemmta mér með Retro Stefson-krökk- unum. Steinþór Helgi Arnsteins- son, hjá CCP og Gettu betur- dómari Tjilla, í partí og til eyja Ég ætla að fara á hina spikfeitu ATP-tónleikahátíð, partíast og mögulega kíkja til Vestmanna- eyja. Síðan má ekki gleyma tjillinu sem ég ætla að gera eins mikið af og ég get um helgina. Ebba Guðný Guðmundsdóttir, sjónvarpskona Fer á ættarmót Ég er að fara á ættarmót og neyðist víst til þess að gista í tjaldi um helgina. Ættarmótið er á Skildi hjá Stykkishólmi og byrjaði í gær. Þetta er risaætt og ættingjarnir eru komnir alla leið frá Ameríku. Ég er ekki mikil tjaldkona en ætla þó að gera þetta fyrir börnin. Ég ætla að njóta þess að vera í faðmi fjölskyldunnar og njóta útiverunnar. a HELGIN 12. júlí 2014 LAUGARDAGUR FARÐU HLUSTAÐU LESTU HORFÐU...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.