Fréttablaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 12.07.2014, Blaðsíða 29
AÐALBÓKARI Capacent Ráðningar Óskað er eftir aðalbókara í fullt starf fyrir Rannís og sjóði sem eru í umsýslu stofnunarinnar, s.s. Rannsóknasjóð, Tækniþróunarsjóð og Nýsköpunarsjóð námsmanna. Hæfniskröfur: • Próf í viðskiptafræði og/eða viðurkenndur bókari eða sambærileg menntun • 3-5 ára reynsla að lágmarki af færslu bókhalds og uppgjörum • Þekking og reynsla af Navision • Þekking og reynsla af Oracle er kostur • Góð enskukunnátta • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð ásamt góðum samskiptahæfileikum • Greiningarhæfni og nákvæmni • Góð excel kunnátta Umsóknarfrestur er til og með 4. ágúst nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Nánari upplýsingar veita Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) og Silja Jóhannesdóttir (silja.johannesdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum. Rannís er miðstöð stuðningskerfis vísinda- og tæknisamfélagsins, menntunar og þróunar mannauðs ásamt menningar og skapandi greina. Rannís stuðlar að þróun þekkingarsamfélagsins í gegnum rekstur samkeppnissjóða, aðstoð og kynningu á alþjóðlegum sóknarfærum og samstarfsmöguleikum. Hlutverk Rannís er að veita faglega aðstoð og þjónustu við undirbúning og framkvæmd vísinda- og tæknistefnu Vísinda- og tækniráðs. Capacent Ráðningar Ármúla 13 // Hvannavöllum 14 Sími 540 1000 Við ráðningu í starfið verður tekið mið af jafnréttisáætlun Rannís. Laun greiðast samkvæmt viðeigandi kjarasamningi við fjármálaráðuneytið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun hefur verið tekin um ráðningu. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur nr. 464/1996 um auglýsingar á lausum störfum, með síðari breytingum. Helstu verkefni eru færsla bókhalds, merking fylgiskjala, uppgjör. Yfirumsjón með afstemmingu bankareikninga, lánadrottna og viðskiptamanna, ferðareikninga og innheimtu. Ársreikningagerð. Aðalbókari mun bera faglega ábyrgð á bókhaldi Rannís og tilheyrandi sjóða, byggja upp verkferla sem lúta að bókhaldi bæði innan sviðs og utan. Starfið fellur undir rekstrarsvið. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. LNS Saga er ungt og framsækið íslenskt verktakafyrirtæki, dótturfélag norska verktakafyrirtækisins Leonhard Nilsen & Sønner AS. Helstu verkefni LNS Saga eru í Noregi og snúa m.a. að jarðgangnagerð, eftirvinnu gangnagerðar, gerð hafnarmannvirkja auk vinnu við virkjanir og vegagerð. Starfsmenn LNS Saga eru um 170 talsins. Þeir eru með fjölbreyttan bakgrunn og menntun og staðsettir í verkefnum víðsvegar um Noreg og á skrifstofu fyrirtækisins á Íslandi. UMSJÓNARMAÐUR GÆÐA- OG ÖRYGGISMÁLA Umsjónarmaður gæða- og öryggismála starfar með vinnustöðum fyrirtækisins í Noregi að uppsetningu og samræmingu gæða- og öryggisáætlana í samræmi við kröfur fyrirtækisins og hvers verkefnis. Æskilegt er að viðkomandi hafi góða tölvukunnáttu og reynslu af verklegum framkvæmdum þar sem unnið er í stórum verkefnum eins og vegagerð, hafnarmannvirkjagerð og jarðgangnagerð. Starfsmaður hefur aðsetur á Íslandi en ferðast á milli vinnustaða erlendis þegar þörf er á. UMSJÓN MEÐ TÖLVUKERFUM OG HEIMASÍÐU LNS Saga leitar að öflugum og úrræðagóðum sérfræðingi í tölvumálum til að sjá um tölvumál fyrirtækisins á Íslandi. Um er að ræða starf sem felur í sér uppsetningu og umsjón upplýsingatæknikerfa auk notendaþjónustu. Uppsetningin verður unnin í samstarfi við móðurfélag LNS Saga í Noregi. Góð ensku kunnátta og einhver kunnátta í norsku, dönsku eða sænsku er nauðsynleg. Umsókn um starfið þarf að skila á einhverju af framangreindum tungumálum. Auk umsjónar með kerfum þá mun starfsmaður sjá um uppsetningu og utanumhald á heimasíðu fyrirtækisins. Reynsla af rekstri tölvukerfa og notendaþjónustu er nauðsynleg. BYGGINGARVERKFRÆÐINGAR OG BYGGINGARTÆKNIFRÆÐINGAR Vegna aukinna verkefna þá leitum við að byggingarverkfræðingum og byggingartæknifræðingum til starfa. Um er að ræða störf í Noregi og á Íslandi sem tengjast nýjum og núverandi verkefnum fyrirtækisins. Störfin eru fjölbreytt og krefjandi og þar sem reynir á flesta þætti sem koma upp í tengslum við stór verkefni s.s. samninga- og tilboðsgerð, gerð verkáætlana og verkefnastjórnun á staðnum. VERKSTÆÐISMAÐUR Saga vantar vanan viðgerðarmann til starfa á verkstæði fyrirtækisins í Noregi. LNS mandi aðili þarf að starfa sjálfstætt og stýra verkefnum og rekstri verkstæðis. Viðko viðgerðum á vinnuvélum er nauðsynleg. Æskilegt er að viðkomandi hafi Reynsla af ku eða einhverju norðurlandatungumáli.kunnáttu í ens ið er samkvæmt vaktakerfi þar sem gert er ráð fyrir ferðum til og frá Íslandi í Unn ktafríum.va LNS SAGA LEITAR AÐ NÝJUM OG KRÖFTUGUM STARFSMÖNNUM TIL AÐ SLÁST Í HÓPINN OG TAKA ÞÁTT Í ÁFRAMHALDANDI VERKEFNUM OG UPPBYGGINGU FYRIRTÆKISINS Á ÍSLANDI. Upplýsingar um störfin veitir Sigríður Guðmundsdóttir á sigridur.gudmundsdottir@lns.is eða í síma 511 7040. Áhugasamir sendi umsókn merkta tilteknu starfi ásamt ferilskrá á umsokn@lns.is til og með 20. júlí. Umsóknir eru meðhöndlaðar sem trúnaðarmál og öllum umsækjendum verður svarað þegar ráðningu er lokið. SPENNANDI TÆKIFÆRI atvinna Allar atvinnuauglýsingar vikunnar á visir.isSÖLUFULLTRÚAR Viðar Ingi Pétursson vip@365.is 512 5426Hrannar Helgason hrannar@365.is 512 5441
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.