Fréttablaðið - 17.07.2014, Síða 4

Fréttablaðið - 17.07.2014, Síða 4
17. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 6,7% Íslendinga bjuggu við skort á efnis- legum lífsgæðum árið 2013. Hlutfallið lækkaði umtalsvert í að- draganda hrunsins, fór úr 7,4% árið 2007 í 2,5% árið 2008, en jókst eftir það. Heimild: Hagstofan AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ LEIÐRÉTT Í frétt blaðsins í gær um skýrslu Þóris Guðmundssonar um Þróunar- samvinnustofnun kom fram að ein af tillögum hans væri að auka fé til frjálsra félagasamtaka. Hið rétta er að hann fjallaði um þá hugmynd í skýrslunni, en hún var ekki ein af formlegum tillögum hans. Ranglega var hermt eftir Karli Kristjánssyni, oddvita sveitarstjórnar Reykhólahrepps, í frétt í Frétta- blaðinu í gær. Hann sat ekki í síðustu sveitarstjórn hreppsins en hann gerði það hins vegar á árum áður. ➜ Heyrnarlausir og heyrnarskertir grunnskólanem- endur á Íslandi 1964-1965 29 55 57 68 46 32 23 1969-1970 1975-1976 1980-1981 1985-1986 1990-1991 2007 Heyrnleysingjaskólinn Táknmálsdeild Hlíðaskóla VELFERÐARMÁL Samfélag heyrn- arlausra hefur ekki minnkað en meðal aldurinn fer hækkandi. Ástæðan er sú að tíðni hefur stað- ið í stað. Á fimmta til sjöunda ára- tug síðustu aldar fæddust stórir árgangar heyrnarlausra barna sem þýðir að flestir heyrnarlausra eru á milli fimmtugs og sjötugs. Ástæð- an er faraldur sjúkdóma sem mæð- urnar fengu, meðal annars rauðir hundar. „Aðalástæða þess að færri fæðast heyrnarlausir í dag er bætt mæðra- og ungbarnavernd. Bólusett hefur verið fyrir ýmsum sjúkdómum, fylgst er betur með mæðrum á með- göngu og fyrirburar fá betri með- höndlun,“ segir Ingibjörg Hinriks- dóttir, yfirlæknir á Heyrnar- og talmeinastöð Íslands. Það eru fyrst og fremst veiru- sýkingar og ættgengi sem veld- ur heyrnarleysi frá fæðingu í dag. Talið er að um 0,01 prósent barna fæðist heyrnarlaus eða um eitt barn á ári á Íslandi. Af þeim börnum fara langflest í kuðungsígræðslu sem gerir þeim kleift að heyra, beita tungumálinu og taka virkari þátt í samfélagi heyrandi manna. Með hækkandi meðalaldri og fleiri kuð- ungsígræðslum er þó ekki þar með sagt að heyrnarlausum muni fækka, því þótt einstaklingur sé með kuð- ungsígræðslu hættir hann ekki að vera heyrnarlaus. „Það eru vissulega færri í dag sem eru hreint og beint heyrnar- lausir,“ segir Daði Hreinsson, framkvæmdastjóri Félags heyrnar- lausra. „En kuðungsígræðslur virka í raun eins og heyrnartæki. Fötlunin er enn til staðar og einstaklingurinn er heyrnarlaus. Þar að auki verður heyrnin ekki fullkomin og líkaminn getur hafnað tækninni. Því er svo mikilvægt að heyrnarlaus börn læri líka táknmál.“ Heiðdís Dögg Eiríksdóttir segir flest börn sem fá kuðungsígræðslu tileinka sér íslensku en eingöngu sum tvítyngi, það er íslensku og táknmál. Það þýðir að þeim sem nota íslenskt táknmál fer vissulega fækk- andi og líkur á að samfélag heyrn- arlausra breytist mikið í kjölfarið. „Hlutverk Félags heyrnar lausra breytist með breytingum í samfé- laginu og breyttum þörfum. Þann- ig er fólk með kuðungs ígræðslu nýr hópur með nýja hagsmuni sem við berjumst fyrir. Einnig er alltaf mik- ilvægt að aðgengi að táknmáli sé til staðar.“ erlabjorg@frettabladid.is Færri fæðast heyrnarlausir og fleiri fá kuðungsígræðslu Meðalaldur heyrnarlausra hækkar hratt enda hefur tíðni heyrnarleysis staðið í stað. Vegna kuðungsígræðslna munu æ færri vera eingöngu háðir táknmáli. Þjónusta Félags heyrnarlausra breytist í takt við breyttar þarfir. Hlutverk Félags heyrn- arlausra breytist með breytingum í samfélaginu og breyttum þörfum. Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra. TÁKNMÁLI FAGNAÐ Árið 2011 voru lög samþykkt þar sem táknmál var viður- kennt sem fyrsta tungumál heyrnar- lausra og fögnuðu margir á þingpöll- unum. Með fleiri kuðungsígræðslum er hvatt til þess að heyrnarlausir séu tvítyngdir og geti bæði tjáð sig á íslensku og tákn- máli. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG ■ Á síðustu fjórtán árum hafa 69 farið í kuðungsígræðsluaðgerð á Íslandi. ■ Fjöldi barna sem fær ígræðslu eykst hraðar en fjöldi fullorðinna. ■ Í júní 2014 höfðu 17 íslensk börn fengið kuðungsígræðslu. ■ Í heiminum hafa um það bil 400 þúsund fengið kuðungsígræðslu. ➜ Kuðungsígræðslur á Íslandi LÖGREGLUMÁL Lík konu fannst við leit í Bleiksárgljúfri að kvöldi þriðjudags. Talið er að um lík Ástu Stefánsdóttur sé að ræða. Guðbrandur Örn Arnarson sem stýrt hefur leit í gljúfrinu segir að líklega hafi áin sem rennur um gljúfrið loks skilað líkinu vegna þeirra vatnavaxta sem verið hafa á Suðurlandi í júlímánuði. Ásta Stefánsdóttir hvarf ásamt sambýliskonu sinni, Pino Becerra, í Bleiksárgljúfri um hvítasunnuhelgina. Ein víðtæk- asta leit síðustu ára fór fram í kjölfarið án þess að Ásta fynd- ist. Líkið fannst nú við fyrstu eftirleit eftir að formlegri leit lauk. - ssb Þrotlaus leit bar loks árangur: Lík konu fannst í Bleiksárgljúfri LEITIN Mikill fjöldi björgunarsveitar- manna tók þátt í leitinni. FRÉTTABLAÐIÐ/GUÐBRANDUR ÖRN ARNARSON Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá LÍTIÐ UM BREYTINGAR Það jákvæða við veðrið þessa dagana er hægur vindur og fínn hiti en það má gera ráð fyrir vætu í langflestum landshlutum en þó aðallega á vestanverðu landinu. Besta veðrið verður á Austurlandi fram að helgi. 10° 2 m/s 12° 3 m/s 12° 6 m/s 12° 7 m/s Yfi rleitt mjög hæg SV-átt. 3-8 m/s. Gildistími korta er um hádegi 29° 30° 22° 25° 22° 22° 24° 20° 20° 25° 23° 29° 29° 30° 28° 23° 20° 24° 13° 5 m/s 13° 6 m/s 17° 7 m/s 14° 3 m/s 15° 2 m/s 12° 2 m/s 8° 5 m/s 12° 12° 12° 11° 14° 14° 15° 15° 14° 13° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur FIMMTUDAGUR Á MORGUN PORTÚGAL Mansalshringur með rætur í Portúgal og Vestur-Afríku hefur verið upprættur af portú- gölsku lögreglunni og Europol. Mansalshringurinn er grunað- ur um að hafa flutt fjölda ungra kvenna til Evrópu með það að markmiði að gera þær út til vænd- isstarfsemi. Konurnar eru flestar frá Nígeríu. Aðgerðin sem var umfangsmikil er hluti af stærri aðgerð portú- galskra yfirvalda til að uppræta vændisstarfsemi í landinu. Menn- irnir sjö sem voru handteknir í tengslum við mansalshringinn í Portúgal sáu um samskipti við konurnar sem þangað komu. Þeir útveguðu þeim skilríki en í ein- hverjum tilfellum var konunum ráðlagt að sækja um hæli í land- inu. Konurnar hurfu svo frá þeim úrræðum sem portúgölsk yfirvöld útveguðu þeim. Samkvæmt Europol var konun- um hótað og þeim steypt í skuldir til að koma í veg fyrir að þær flýðu frá brotamönnunum. - ssb Þaulskipulögð aðgerð portúgölsku lögreglunnar og Europol skilaði árangri: Lögregla upprætti mansalshring LOKS FRJÁLSAR Mikill fjöldi kvenna var látinn laus þegar leitað var í sjö húsum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. NORDICPHOTOS/AFP SJÁVARÚTVEGUR Sífellt fleiri skemmtiferðaskip venja komur sínar vestur á Ísafjörð og mátti sjá skýra birtingarmynd þess í gær en þá lágu þrjú slík við bryggju. Að sögn Guðmundar M. Kristjáns- sonar, hafnarstjóra Ísafjarðar- hafna, er þetta í fyrsta sinn sem þrjú skemmtiferðaskip liggja við bryggjuna. Þó hefur það gerst að eitt hafi legið við bryggju en tvö við akkeri í höfninni svo Ísfirðing- ar eru svo sem ekki óvanir umferð af þessu tagi. - jse Skipaumferð á Ísafirði: Þrjú risaskip við höfnina

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.