Fréttablaðið - 17.07.2014, Page 6

Fréttablaðið - 17.07.2014, Page 6
17. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hverjir vilja sameinast Stranda- byggð og Reykhólahreppi? 2. Hvaða söngleik leikstýrir Jökull Ernir Jónsson í Los Angeles? 3. Hvað eru mörg sveitarfélög í land- inu? SVÖR: 1. Dalamenn 2. Um Mjallhvíti 3. 74. VEISTU SVARIÐ? Göngugreining Pantaðu tíma í síma 5173900 Orkhúsinu / Suðurlandsbraut 34 / 517 3900 Vandamál sem göngugreining Flexor getur hjálpað til við að leysa eru til dæmis: • þreytuverkir og pirringur í fótum • verkir í hnjám • sársauki eða eymsli í hælum (hælspori, „plantar fasciitis“ o.fl.) • beinhimnubólga • óþægindi eða verkir í baki og/eða mjöðmum • verkir í tábergi og/eða iljum • hásinavandamál • óþægindi í ökklum • þreytu- og álagsverkir hjá börnum og unglingum Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is HEILBRIGÐISMÁL Þórarinn Tyrfings- son, framkvæmdastjóri meðferðar- sviðs á Vogi, segir að á Íslandi sé ágætiskerfi fyrir áfengis- og vímu- efnasjúklinga í samanburði við aðrar þjóðir. Það séu aftur á móti augljósir ágallar sem þurfi að laga. Þórarinn er einn þeirra sem eiga sæti í nefnd heilbrigðisráðherra um aukin réttindi vímuefnasjúklinga. Fréttablaðið greindi frá skipun nefndarinnar í gær. „Það eru ekki réttar áherslur í því hvernig er verið að eyða pen- ingunum. Við erum að eyða mikl- um peningum í að halda fólki, sem hefur brotið vímuefnalöggjöfina, í langri fangelsisvist. Og eyða mikl- um peningum í rannsókn og refs- ingu í þeim málum, sem gefur ekki mikinn árangur þegar á heildina er litið. Við mættum verja þessum peningum á annan og skynsamlegri hátt,“ segir Þórarinn. Hann bendir á að mikill munur sé á því að hafa hlutina löglega og hafa þá refsi- verða. „Við höfum nú lengi talað um að það ætti ekki að vera brot á hegningarlögum þegar menn væru að nota fíkniefni,“ segir hann. Þórarinn segir að það þurfi líka miklu meira fjármagn í skaða- minnkunaraðgerðir. „Stærsta og mesta skaðaminnkunarmeðferð- in er viðhaldsmeðferð við ópí- umfíkn sprautufíkla. Það þarf að fjármagna það. Það er mesta skaða minnkunin og skiptir mestu. Síðan þurfum við að leggja meiri áherslu á að skima fyrir fylgikvill- um hjá þeim sem eru í neyslu,“ segir hann. Þá bendir Þórarinn á að það þurfi að vera gott aðgengi að sprautubúnaði fyrir sprautusjúk- linga. „Þá eru það nú tvær leiðir. Aðalleiðin, sem flestar þjóðir sem standa sig vel hafa farið, er að vera með aðgengi í gegnum lyfsöl- ur eða almennar verslanir þar sem fólk getur bara labbað inn og náð í þennan búnað endurgjaldslítið eða endurgjaldslaust. Við höfum stað- ið okkur vel í þessu en þurfum að gera enn betur. Síðan að þetta sé aðgengilegt á þeim stöðum þar sem neyslan fer fram,“ segir hann. Þórarinn segir að þegar hugað sé að vímuefnasjúklingum sé of mikil áhersla lögð á útigangsfólk. Það sé alls ekki þannig að allir útigangs- menn séu á útigangi vegna vímu- efnasjúkdóma, heldur oft vegna annarra heilasjúkdóma. „Og það þarf að líta til þess að vímuefna- fíklar eru oft inni á heimilum og eru að ala upp börn. Þá kemur að réttindum barnanna til góðra upp- eldisaðstæðna. Við megum gera miklu betur þarna og bjóða miklu betri fjölskylduþjónustu og vernd,“ segir Þórarinn. Hann segist hafa fylgst vel með því hvernig staða og stefna ann- arra þjóða í vímuefnamálum sé. Aðstæður séu einna bestar á Norð- urlöndum, en einna verstar á flutn- ingsleiðum frá framleiðendum til Evrópu. Til dæmis í Mið-Ameríku, Mexíkó og Afríku. Víða leggi menn áherslu á að draga úr refsistefn- unni. „Því þekkingin og niðurstöð- ur vísindarannsókna á því hvað virkar og hvað ekki hefur leitt til þess að menn eru sammála um það hvernig á að takast á við vandann og þess vegna er nú hávær þessi umræða um að harðar refsingar skili ekki miklum árangri.“ jonhakon@frettabladid.is Sprautunálar verði enn aðgengilegri Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs á Vogi segir augljósa galla í vímuefnastefnunni hér á landi sem þurfi að laga. Draga þurfi úr refsistefnu, auka enn frekar aðgengi að sprautunálum og vernda fjölskyldur fíkla. Stöndum þó ágætlega í samanburði. SAMFÉLAGSMÁL Meistara- ritgerð Gylfa Ólafsson- ar, við háskólann í Stokk- hólmi, sýnir fram á að drykkja unglinga er meiri í þeim bæjarfélögum þar sem áfengisverslun er ekki til staðar. Gylfi varði rannsókn sína við háskól- ann árið 2011. Hugmynd Vilhjálms Árna- sonar, þingmanns Sjálfstæðis- flokksins, um að gefa sölu áfeng- is frjálsa á Íslandi hefur verið misjafnlega tekið meðal Íslendinga. Telja margir það vera framfaraskref að gefa söluna frjálsa á meðan aðrir vilja meina að bætt aðgengi muni auka neysluna. Því er hins vegar öfugt farið hjá ungu fólki. „Það er mjög áhuga- vert að velta fyrir sér hvernig þessu verður háttað. Það sem skiptir mestu máli er að gera sér grein fyrir hvað gerist þegar sölumynstri er breytt. Það getur verið breytilegt hvort verið er að skoða áhrifin á landsbyggðinni eða í höfuðborginni. Einnig getur það verið breytilegt út frá aldri fólks. Þetta er afar flókið sam- spil sem þarf að kafa betur ofan í,“ segir Gylfi. „Það er hins vegar allt of einfalt að halda því fram að með auknu aðgengi neytenda að áfengi aukist neyslan.“ Rannsókn Gylfa tók til rúmlega 4.000 barna og spannaði ellefu ár, frá árinu 1997 til 2007. - sa Gylfi Ólafsson skrifaði meistaraverkefni um drykkju unglinga í dreifðum byggðum landsins: Drekka meira ef vínbúð er ekki í plássinu GYLFI ÓLAFSSON BETRA AÐGENGI Þórarinn Tyrfingsson segir að enn frekar megi auka aðgengi að sprautunálum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK. Við erum að eyða miklum peningum í að halda fólki sem hefur brotið vímu- efnalöggjöfina í langri fangelsisvist. Þórarinn Tyrfingsson læknir Í VÍNBÚÐ Meira virðist þurfa til en úrval og aðgengi til þess að æra óstöð- uga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA UTANRÍKISMÁL Ísland og Úkraína hafa ákveðið að hefja undirbún- ing að samstarfi ríkjanna í virkjun jarðhita í Úkraínu. Ákvörðunin var tekin á fundi sem Gunnar Bragi Sveinsson utan- ríkisráðherra átti með Vítalí Gryg- orovskí, aðstoðarforstjóra Stofn- unar um orkusparnað í Úkraínu. Þangað hélt Gunnar Bragi í gær og verður fram á fimmtudag eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Að sögn Sunnu Gunnars Mar- teinsdóttur, aðstoðarmanns Gunn- ars Braga, hefur utanríkisráðu- neytið verið að leita leiða til að hjálpa Úkraínu og styðja við upp- byggingu. „Okkar hugmynd til að hjálpa þeim er að fara í svona sam- starf um jarðhita af því að þeir eru svo háðir gasi frá Rússlandi,“ sagði hún í samtali við Fréttablaðið. Að auki senda Úkraínumenn nemanda í haust í Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna á Íslandi í þeim tilgangi að leggja stund á nám í fiskveiðistjórnun. Íslensk stjórnvöld hafa nú „boðist til að kortleggja tækifæri í virkjun jarðhita í Úkraínu sem lið í að auka fjölbreytni og efla þátt endurnýjan- legra orkugjafa í orkuöflun lands- ins,“ eins og segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Tækifærin liggja í vesturhluta Úkraínu að sögn utan- ríkisráðherra. - nej Gunnar Bragi bauðst til að aðstoða Úkraínumenn við virkjun jarðhita: Undirbúa samstarf við Úkraínu HEPPNAÐIST VEL Fundinum með Stofnun um orkusparnað í Úkraínu lyktaði með ákvörðun um undirbúning að samstarfi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.