Fréttablaðið - 17.07.2014, Side 12
17. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12
FJARÐABYGGÐ Ásta Kristín Sigur-
jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Fjarða-
byggð á síðasta kjörtímabili, hefur
verið ráðin verkefnastjóri atvinnu-
mála í Fjarðabyggð. Laun hennar
sem verkefnastjóra nema, með yfir-
vinnu innifalinni, 746.097 krónum á
mánuði. Auk þess er henni lagður til
farsími og internettenging. Staðan
var ekki auglýst laus til umsóknar
heldur gengið til samninga við Ástu.
Páll Björgvin Guðmundsson, bæj-
arstjóri Fjarðabyggðar, segir það
almenna reglu að störf séu auglýst
en þó séu undan-
tekningar á því.
„Almenna
reglan er sú að
við auglýsum öll
störf, en stund-
um getur það
verið þannig
að við erum að
vinna í afmörk-
uðum verkefn-
um sem þarfn-
ast ákveðinnar sérfræðiþekkingar
og reynslu. Í þessu máli erum við
fyrst og fremst að hugsa um þekk-
ingu og reynslu Ástu á málaflokkn-
um,“ segir hann.
Um hvort óeðlilegt væri að fyrr-
verandi bæjarfulltrúi og sam-
starfsfélagi meirihlutans hafi
fengið starfið án auglýsingar segir
Páll Björgvin: „Við eigum fyrst og
fremst að horfa til þess sem fólk
hefur fram að færa til að sinna
þeim verkefnum sem þarf að vinna,
en ekki að fólk gjaldi þess með ein-
hverju móti í umræðunni að vera
fyrrverandi bæjarfulltrúar“. - sa
Fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks í Fjarðabyggð ráðinn verkefnastjóri atvinnumála í bænum:
746.000 krónur í laun frá félögum sínum
PÁLL BJÖRGVIN
GUÐMUNDSSON
FRÁ ESKIFIRÐI Þar sem nú er Fjarða-
byggð voru níu sveitarfélög árið 1987.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisráð-
herra hefur gefið út reglugerð um
frekari sameiningu heilbrigðis-
stofnana. Samkvæmt henni verða
stofnanir sameinaðar í þremur
heilbrigðisumdæmum, á Vest-
fjörðum, öllu Norðurlandi og á
öllu Suðurlandi.
Með þessum breytingum verða
ellefu stofnanir að þremur, Heil-
brigðisstofnun Vestfjarða, Heil-
brigðisstofnun Norðurlands og
Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
Sameiningarnar taka gildi 1. októ-
ber og taka þá nýir forstjórar við
hinum sameinuðu stofnunum.
Markmið með sameiningunni
er að styrkja rekstrareiningarnar,
auka öryggi íbúa með góðri þjón-
ustu og er vonast til að með þessu
færist ákvarðanataka í auknum
mæli til heimamanna. Á Norður-
landi sameinast allar heilbrigðis-
stofnanir frá Blönduósi í vestri
til Raufarhafnar og Þórshafnar
í austri og verður einn forstjóri
yfir öllum þessum vinnu-
stöðum.
Kristján Þór Júlíusson
segir þetta áframhald á
samræmingu starfs heil-
brigðisumdæmanna. „Það
sem verið er að gera er
einfaldlega að samræma
störf heilbrigðisumdæm-
anna á landinu. Þessi þrjú
umdæmi stóðu eftir. Fyrst
og fremst er verið að efla starfið
í umdæmunum og gera það bæði
skilvirkara og öflugra,“ segir
Kristján Þór.
Spurður hvort þetta feli í sér
fækkun starfsstöðva eða
minni þjónustu svarar
hann því neitandi. „Það er
algjörlega ljóst af minni
hálfu að það er ekki verið
að fækka eða loka starfs-
stöðvum, síður en svo.
Aðgerðirnar draga úr
stjórnunarkostnaði svo
meira fjármagn verður
eftir fyrir starfsstöðvar.
Einnig fela aðgerðirnar í sér stór-
aukin tækifæri til samvinnu milli
starfsstöðva þannig að sérfræði-
þekking verður auðsóttari á minni
stöðunum.“
Vegalengdin milli Þórshafnar
og Blönduóss er 394 kílómetrar.
Þessar stofnanir verða hvor á
sínum enda Heilbrigðisstofnunar
Norðurlands með sameiningunni.
Hjálmar Bogi Hafliðason, vara-
þingmaður Framsóknarflokks-
ins í NA-kjördæmi, gagnrýnir
vinnubrögð ráðherra harðlega.
„Ég er búinn að tala við alla þing-
menn Framsóknarflokksins. Það
er slæmt að við séum ekki með
heilbrigðismál á okkar könnu.
Ég styð ekki þessa ákvörðun ráð-
herrans.“
sveinn@frettabladid.is
Á AKUREYRI Sjúkrahúsið á Akureyri er í miðju Heilbrigðisumdæmi Norðurlands.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
KRISTJÁN ÞÓR
JÚLÍUSSON
Auka á öryggi íbúa
með sameiningunni
Sameining ellefu heilbirgðisstofnana í þrjár hefur verið ákveðin með reglugerð
heilbrigðisráðherra. Nærri 400 kílómetrar eru á milli starfsstöðva nýrrar Heil-
brigðisstofnunar Norðurlands. Markmiðið að ákvarðanir séu nálægt íbúum.
SJÁVARÚTVEGUR Í mestu stór-
streymisflóðum fer bryggjan
á Flateyri undir sjó, nú síðast á
mánudaginn. Að sögn Guðmund-
ar M. Kristjánssonar, hafnar-
stjóra Ísafjarðarhafna, fór
bryggjan að síga skömmu eftir að
hún var byggð rétt eftir síðustu
aldamót. „Þetta er náttúrlega
bagalegt en hún er samt alveg
nothæf,“ segir hann. Hann segir
hafnarsjóð ekki nógu digran til
að koma höfninni í samt lag en
samkvæmt gildandi lögum er það
einvörðungu á könnu Ísafjarðar-
hafna. „Það liggur reyndar fyrir
nýtt frumvarp sem gefur okkur
von um að hægt verði að fá fé
til verkefna sem þessa en þetta
frumvarp er bara alltaf kjaftað í
kaf,“ segir hann.
María Hrönn Valberg, íbúi
á Flateyri, segir að vinsælt sé
hjá krökkunum að dorga niðri á
bryggju og eins slást sjóstanga-
veiðimenn í hóp með þeim þar
þegar of illa viðrar til sjóferða.
Vestfirðingarnir eru ekki einir
um vandamál sem þetta en í
Keflavíkurhöfn fara nokkrar
bryggjur á kaf í mesta stór-
streymi. Að sögn hafnarvarðar
gerist það venjulega einu sinni í
mánuði að ein þeirra fari á kaf
en einnig getur farið svo að það
flæði yfir fjórar bryggjur. - jse
Ægir getur læst greipum sínum um hafnir og bryggjur á stórstreymi:
Flýtur yfir bryggjuna á Flateyri
ALLT Í GRÆNUM SJÓ Sjórinn flæðir yfir bryggjuna á Flateyri þegar stórstreymt er
og færir hana í kaf. MYND/MARÍA HRÖNN VALBERG
FRAMKVÆMDIR Hafnar eru framkvæmdir við hús listamannsins
Samúels Jónssonar í Selárdal á sunnanverðum Vestfjörðum.
Áætlað er að endurbyggja hús hans í nærri upprunalegri mynd
en húsið var að stórum hluta tekið niður árið 2009. Húsið og verk
Samúels þykja merkileg fyrir margar sakir en meðal bygginga á
svæðinu er kirkja sem Samúel byggði sjálfur utan um altaristöflu
sem hann hafði málað.
Framkvæmdasjóður ferðamanna leggur verkefninu lið en húsið
er hugsað sem íbúð fyrir lista- og fræðimenn. - ssb
Endurbyggja hús í Selárdal á sunnanverðum Vestfjörðum:
Samúelshúsi bjargað frá hruni
STEYPT UPP Mikla vinnu þarf að leggja í hús listamannsins Samúels Jónssonar svo
það verði íbúðarhæft. MYND/SÖGUMIÐLUN
GRÆNLAND Grænlendingar vilja
gera upp fortíð sína sem dönsk
nýlenda og hafa grænlensk stjórn-
völd skipað sérstaka sáttanefnd í
þeim tilgangi.
Meðal nefndarmanna eru
Grænlendingar hámenntaðir í
mannfræði, sálfræði og menn-
ingarsögu, að því er segir á vef
danska ríkisútvarpsins. Skoða á
þær aðstæður frá nýlendutíman-
um sem enn valda spennu í græn-
lensku samfélagi. Nefndin á að
hafa lokið störfum árið 2017. - ibs
Kafa ofan í fortíðina:
Sáttanefnd á
Grænlandi