Fréttablaðið - 17.07.2014, Síða 16
17. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 16
Í stað þess að vinna eins og brjál-
æðingur fram á síðasta vinnudag
til að klára öll verkefni svo hægt
sé að fara í sumarfríið með góðri
samvisku á að hefja afslöppun vik-
una fyrir frí. Þetta ráð gefur Einar
Baldvin Baldursson, lektor í félags-
sálfræði við Álaborgarháskóla.
„Þegar menn komast loks í fríið
fellur virknistigið skyndilega. Við
það koma fram ýmis einkenni eins
og flensueinkenni, höfuðverkur,
hiti, kuldahrollur og óþægindi í
maga og baki. Þegar fyrsta vikan
fer öll í það að hafa það skítt hefur
verið lagt í vitlausa blöndu,“ segir
Einar sem hefur sérhæft sig í
streitu og hefur langa reynslu af
því að veita starfsfólki og stjórn-
endum ráðleggingar um bættan
hag í vinnu.
Hann segir hlutverk frísins hafa
breyst frá því sem var fyrir nokkr-
um áratugum. Í iðnaðarsamfélag-
inu hafi verið litið á fríið sem af-
slöppunartíma. „Sumarfrísferðir
voru seldar sem afslöppunarferðir
og sérstök rök fyrir því að sumar
ferðir væru betri en aðrar voru þau
að brennivínið væri billegra.“
Samfélagið hefur hins vegar
breyst, að því er Einar bendir á.
„Nú er ekki bara litið á vinnuna
sem tæki til að afla tekna heldur
á það sem maður vill samsama
sig við. Þungamiðjan er í kring-
um vinnuna og það er erfitt að
leggja starfið til hliðar. Á sama
tíma hefur hlutur fjölskyldunnar
minnkað gríðarlega.“
Hann segir mörg störf krefjast
sveigjanleika hjá starfsmönnum
og að þeir séu skapandi. „En fólki
dettur aldrei í hug hvað þarf til.
Heilinn þarf á sérstökum tegund-
um á minningum að halda, það er
að segja ríkum minningum. Við
búum ekki til svoleiðis minningar
í hversdagslífinu. Í því er allt sett í
kassa, kúlur og þríhyrninga. Heil-
inn er í því að einfalda hlutina. Í
fríinu getur heilinn hins vegar upp-
lifað ríku minningarnar sem hann
þarfnast.“
Einar segir menn fara í frí, sem
skiptir meira máli en áður fyrr, á
kolröngum forsendum. „Mín til-
laga er sú að líta eigi á fríið sem
mikilvægasta tímann til þess að
endurnýja fjölskyldutengslin en í
það þarf orku. Mitt ráð er að byrja
að byggja upp afslöppun viku
fyrir frí. Það gerir maður fyrst
og fremst með því að vinna hægt.
Svo á maður að skilja eftir eitt gott
verkefni á skrifborðinu svo að
maður viti hvað bíður manns þegar
maður kemur úr fríinu.“
ibs@frettabladid.is
Best að byrja að
slaka á viku fyrir frí
Hætta er á veikindaeinkennum í sjálfu fríinu ef álagið er of mikið rétt fyrir það,
segir Einar Baldvin Baldursson, lektor í félagssálfræði. Eðli frísins hefur breyst.
Að drekka kaffi og kóladrykki er
góð aðferð til að koma í veg fyrir
þreytu við akstur. Sé maður þegar
orðinn syfjaður hefur koffín lítil
áhrif því að þreytan gerir þá fljótt
aftur vart við sig. Þetta hefur
norska ríkisútvarpið eftir sérfræð-
ingi hjá norsku umferðarstofunni.
Sérfræðingurinn, Guro Ranes,
segir betra að stöðva bílinn og fá sér
15 mínútna hænublund. Það sé það
eina sem virki þegar maður er orð-
inn þreyttur og beri mikinn árang-
ur. Ranes segir ekki nauðsynlegt að
leggjast til hvílu í bílnum. Nóg sé að
halla sætinu svolítið til að geta slak-
að vel á.
Á fréttavef norska ríkisútvarps-
ins er jafnframt bent á að ekki sé
sama hvað borðað er áður en haldið
er í langa ökuferð. Best sé að borða
ávexti og grænmeti og drekka
ósykrað vatn áður en sest er undir
stýri. Kjöt og þungar máltíðir séu
hins vegar slævandi. - ibs
Sérfræðingur hjá norsku umferðarstofunni gefur ráð við þreytu í akstri:
Hænublundur er áhrifaríkur
Bókvit, bokvit.tumbir.com, er blogg-
síða Borgarbókasafnsins fyrir ungt
fólk en þar er hægt að fá ábending-
ar um skemmtilegt lesefni og annað
gagnlegt (og líka gagnslaust) sem
tengist bókum og bókasöfnum, að
því er segir á vef safnsins.
Á leitir.is er hægt að leita að öllu
því efni sem til er á bókasöfnunum,
hvort sem það eru bækur, tímarit,
tónlist, kvikmyndir eða hljóðbækur.
Öll söfnin bjóða upp á heita reiti,
aðgang að tölvum og netinu gegn
vægri greiðslu og aðstöðu til að lesa.
Ábendingar á bloggsíðu Borgarbókasafnsins:
Skemmtilegt lesefni og annað
gagnlegt fyrir ungt fólk
Um það bil 600 börn halda tombólur fyrir Rauða krossinn á hverju ári.
Þau eru yngstu sjálfboðaliðar Rauða krossins og hafa í gegnum árin
sýnt ótrúlega hugmyndaauðgi þegar kemur að fjáröflun fyrir gott
málefni, að því er segir á vef Rauða krossins.
Þar segir jafnframt að stuðningur tombólubarna á hverju ári sé
Rauða krossinum ákaflega mikils virði og er félagið þakklátt fyrir
eljuna og dugnaðinn sem liggur að baki hverri tombólu og fjáröflun
yngstu sjálfboðaliðanna.
Tombólubörnin söfnuðu rúmlega einni milljón króna á síðasta ári og
allt það fé fór til styrktar börnum í Gambíu. - ibs
Yngstu sjálfboðaliðarnir söfnuðu rúmlega einni milljón í fyrra:
600 börn halda tombólur á
hverju ári fyrir Rauða krossinn
TOMBÓLA Þessar hnátur höfðu tínt ýmislegt til sem þær seldu til að afla fjár fyrir
Rauða krossinn.
Á FERÐ Að drekka kaffi gagnast lítið þegar maður er þegar orðinn syfjaður.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
STREITA Ekki er gott að vinna eins og brjálæðingur fram á síðasta vinnudag fyrir
frí. NORDICPHOTS/GETTY
Þegar
fyrsta vikan
fer öll í það að
hafa það skítt
hefur verið
lagt í vitlausa
blöndu.
Einar Baldvin Baldursson,
lektor í félagssálfræði
Á BÓKASAFNI Öll söfnin bjóða upp á
heita reiti og aðstöðu til að lesa eða
spjalla saman. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Þegar kokkurinn Jamie Oliver var á ferð í Svíþjóð
greindi hann frá því hvernig hann færi að því að
venja börnin sín á að borða grænmeti. Samkvæmt
frásögnum sænskra fjölmiðla lætur hann þau sjálf
ákveða hvað þau láta upp í sig. Það hefur þau áhrif
að þau bragða á flestum tegundum. Hér á eftir fara
nokkur ráð kokksins:
Setjið grænmeti í skálar og látið börnin blanda
saman þeim tegundum sem þeim líkar best.
Berið fram sömu tegundir mörgum sinnum en
ekki þvinga börnin til þess að smakka. Forvitnin
sigrar að lokum.
Leyfið börnunum að taka þátt í innkaupunum og
velja ávexti og grænmeti sem þau vilja smakka.
Verið jákvæð. Það er mikilvægast af öllu. - ibs
Nokkur góð ráð frá kokkinum Jamie Oliver um matarvenjur barna:
Börnin fái að ákveða hvað þau borða
SALAT Best er að láta börnin blanda saman þeim tegundum
sem þeim líkar best. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Quality power tools since 1919
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Hrærður en ekki hristur
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Drive-HM-120C 1200W
- 12cm Hræripinni -
2 hraðar
17.990
Drive-HM-140 1600W -
14cm hræripinni - 2 hraðar
22.990
5 ára reynsla á Íslandi
Varahlutaþjónusta
Drive-HM-160 Tvöföld
1600W 2 hraðar
27.990
Eibenstock EHR
20/2,5 1300W
49.900
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is