Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.07.2014, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 17.07.2014, Qupperneq 22
17. júlí 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun - um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Aftur eftir tíu ár Reykjavíkurbréf Davíðs Oddssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, um Tryggva Gunnarsson, sem síðar reyndist vera alnafni umboðsmanns Alþingis, vakti athygli um helgina. Minnugir menn rifjuðu fljótlega upp að þetta er ekki í fyrsta sinn sem fréttir berast af sam- skiptum Davíðs og Tryggva. DV sagði frá því fyrir tíu árum að Davíð hefði haft í hótunum við umboðsmann Alþingis eftir að sá síðarnefndi gaf út álit á skipan Ólafs Barkar Þorvaldssonar í embætti hæstaréttardómara. Umboðsmaður Alþingis setti þá reglur um samskipti stjórnvalda og umboðsmanns. Tíu ár eru liðin og ætli það þurfi ekki að bíða í önnur tíu eftir nýjum fréttum af sam- skiptum þeirra félaga. Varla á kosningaári Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir að ekki verið unnt að afnema fjár- magnshöft fyrr en 2017, eins og Stöð 2 greindi frá. En látum sem svo að greining Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé rétt og við verðum að bíða í þrjú ár í viðbót, þá er rétt að staldra við þá hugmynd. Næstu áætluðu þing- kosningar eru einmitt 2017. Vegna áhættunnar sem fylgir afnámi fjármagnshafta, með mögulegri gengis- lækkun og tilheyrandi verðbólguskoti, er varla hægt að búast við því að nokkur stjórnmálamaður þori að fara í slíkar aðgerðir á kosningaári. Ætli biðin geti því ekki orðið eitthvað lengri? Takk, Oddný! Það er komið babb í bátinn við gerð Vaðlaheiðarganga. Þar flæðir mikið af heitu vatni sem hægir á framkvæmdum. Vaðlaheiðargöng eru gerð í einkafram- kvæmd og aldrei stóð til að þau yrðu fjármögnuð með framlagi úr ríkissjóði. Til að allt gengi snurðulaust fyrir sig ákvað Oddný G. Harðardóttir, þáverandi fjármálaráðherra, og þingheimur að veita tíu milljarða ríkisábyrgð á lán sem verkefnið var fjármagnað með. Takk, Oddný, takk kærlega fyrir það! Það er nú hagur allra skattgreiðenda að farsællega leysist úr því vandamálinu. jonhakon@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Það var ekki fyrr en árið 1976 að mjólkur- búðir voru lagðar niður, en fram að þeim tíma var aðeins hægt að kaupa mjólk, rjóma og skyr í sérverslunum Mjólkursamsölunn- ar. Fram til ársins 1982 mátti enginn selja símtæki í landinu nema ríkisfyrirtækið Póstur og sími. Gleraugu fengust aðeins í sérverslunum og sömu sögu var að segja um bækur. Það var hinn merki athafnamaður Pálmi í Hagkaup sem braut þá einokun á bak aftur með því að hefja sölu hvors tveggja í Hag- kaupsverslunum sínum á lægra verði. Ég man líka eftir finnsku kartöflunum í Hag- kaup sem urðu m.a. til þess að reglum um sölu á þessum matvælum var breytt til hagsbóta fyrir neytendur. Einkennilegir verslunarhættir Þegar maður hugsar til baka þá finnst manni þetta afar einkennilegir verslunar- hættir, svo að ekki sé meira sagt og erfitt að skilja hvað mönnum gekk til. Ekki síst í í ljósi þess að eitt af grundvallarmálum í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga var einmitt að losna úr viðjum verslunareinokunar og leyfa frjálsa verslun. Svo virðist sem við séum enn við sama heygarðshornið á mörgum sviðum versl- unar árið 2014; föst í gamaldags viðhorf- um. Hvers vegna eru til dæmis lyf sem eru ekki lyfseðilsskyld ekki seld í stórmörkuð- um? Er einokun ríkisins á áfengissölu ef til vill tímaskekkja? Hvernig stendur á því að flutt er inn erlent beikon og það selt sem íslenskt án þess að neytendur hafi hugmynd um það? Er ekki kominn tími til að íslensk stjórnvöld staldri við og líti yfir sviðið með hagsmuni neytenda að leiðarljósi? Eins og hin sögulegu dæmi sanna er ávallt hætta á að við verðum samdauna ríkjandi ástandi. Mikilvægur málaflokkur Það sem fær mig til að setja þessar hugleið- ingar á blað eru fregnir um að bandaríska verslunarkeðjan Costco vilji inn á íslensk- an markað og umræðan sem skapast hefur í kjölfarið. Alþingismenn eiga starf fyrir höndum á næsta þingi að skoða regluverk þessara mála ofan í kjölinn. Neytenda- mál eru afar mikilvægur málaflokkur og örugglega vanmetinn af ýmsum. Íslenskur almenningur á rétt á því að framfarir verði á þessum sviðum sem og öðrum. Frjáls verslun VIÐSKIPTI Elín Hirst alþingismaður ➜ Neytendamál eru afar mikil- vægur málafl okkur og örugglega vanmetinn af ýmsum. Íslenskur almenningur á rétt á því fram - farir verði á þessum sviðum sem og öðrum. E nn einu sinni hefur ófriður blossað upp á milli Ísraela og Palestínumanna. Enn eina ferðina ofbýður fólki um allan heim framganga Ísraela, sem hafa yfirhöndina í krafti yfirgnæfandi hernaðarmáttar og hafa fellt tugi óbreyttra borgara í árásum sínum á Hamas-hreyf- inguna, þar á meðal fjölda kvenna og barna. Það er sjálfsögð krafa að Ísraelsher hætti þegar í stað árásum á Gaza-svæðið, fari að alþjóðalögum og hætti mannréttinda- brotum gagnvart Palestínumönnum. Það er jafnsjálfsögð krafa að Hamas-liðar hætti árásum sínum á Ísrael. Það er ekki þeim að þakka að aðeins einn Ísraels- maður hefur fallið, á móti meira en tvö hundruð Palestínu- mönnum. Eldflaugar þeirra eru lélegar og varnir Ísraelsmanna góðar. Almennir borgarar í Ísrael eiga hins vegar að sjálfsögðu ekki að þurfa að búa við ógn af loftárásum frekar en íbúar nokkurs annars lands. Ísraelar voru reiðubúnir að fallast á tillögu Egypta um vopna- hlé, en Hamas-liðar ekki. Þeir síðarnefndu hafa meðal annars gert að skilyrði að Ísraelar leyfi frjálsa flutninga fólks og varnings um landamæri Gaza-svæðisins og aflétti hafnbanni. Það er líka sanngjörn krafa, því að herkví Ísraela um Gaza hefur aukið mjög á fátækt og neyð palestínsks almennings. Hins vegar er þetta ekki einfalt mál frekar en neitt annað í deilum Ísraela og Palestínumanna. Flutningabanninu var komið á til að reyna að hindra vopnasmygl Hamas og annarra samtaka Palestínumanna inn á svæðið. Nú segja harðlínumenn í Ísrael ýmist að greinilega hafi bannið ekki skilað sínu og það þurfi enn að herða það, eða að það hafi að minnsta kosti borið þann árangur að Hamas-liðar skjóti aðallega lélegum heimasmíð- uðum eldflaugum á Ísrael og því sé sjálfsagt að viðhalda því. Jafnvel hófsamari öfl í Ísrael trúa því ekki að Hamas noti ekki tækifærið til að efla getu sína til árása á ísraelska borgara. Leiðtogar Hamas ættu að vita að sjálfstætt Palestínuríki verður aldrei til með vopnavaldi, til þess eru hernaðarlegir yfirburðir Ísraels of miklir. Það eru hins vegar enn of margir í þeim herbúðum sem líta á eyðingu Ísraelsríkis sem markmið sitt. Ísraelsmegin er líka nóg af öfgamönnum, sem taka árásum Hamas-liða í raun fagnandi og líta á þær sem afsökun til að ráð- ast á þá, veikja andspyrnumátt Palestínumanna og sundra þeim enn frekar. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra tekur fegins hendi tækifærinu til að nota ófriðinn á Gaza sem afsökun fyrir að halda áfram landtöku á Vesturbakkanum og grafa enn frekar undan möguleikunum á að mynda heildstætt palestínskt ríki. Lausn á átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs næst ekki nema báðir slái af kröfum sínum og sýni raunverulegan vilja til að tvö ríki verði til, sem hvort um sig getur notið friðar og öryggis. Því miður vantar enn verulega upp á þann vilja, bæði hjá Ísraelum og Palestínumönnum. Enn berjast Palestínumenn og Ísraelar: Öfgarnar næra ófriðinn Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is VEGAHANDBÓKIN ehf. • www.vegahandbokin.is Sundaborg 9 • 104 Reykjavík • Sími 562 2600 TÍMAMÓTAVERK Vegahandbókin í snjalltækin • Yfir 3.000 staðir • Þúsundir þjónustuaðila • Kort sem sýnir staðsetningu • Sía, notandi ræður hvaða þjónustumerki birtast • Leit, hægt að leita eftir stöðum og þjónustu • Bókamerki, hægt að geyma og safna stöðum • Tungumál, íslenska, enska og þýska 1. SÆTIÁ LISTAEYMUNDSSON VERÐ KR. 5.490,- Hægt að skipta gamalli bók upp í nýja og fá 1.000,- kr. afslátt af þeirri nýju (aðeins í bókabúðum) Snjallsímaútgáfan fylgir bókinni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.