Fréttablaðið - 17.07.2014, Page 33
ÞJÓÐHÁTÍÐ
140 ára
Hljómsveit in goðsagna-kennda Quarashi spilar á Þjóðhátíð í ár en sveit-
in hefur aldrei áður haldið tón-
leika í Vestmannaeyjum. Quar-
ashi verður aðalatriðið á laugar-
dagskvöldinu þar sem hún mun
spila öll sín þekktustu lög á stóra
sviðinu í Herjólfsdal. Sveitin starf-
aði á tímabilinu 1996-2005 og náði
miklum vinsældum hérlendis auk
þess sem hún vakti nokkra athygli
erlendis, þá helst í Japan og Banda-
ríkjunum. Sölvi Blöndal, forsprakki
hljómsveitarinnar, lofar frábær-
um tónleikum og mikilli upplifun
fyrir þjóðhátíðargesti enda sé tón-
list Quarashi stór og mikil og þurfi
marga áhorfendur til að njóta sín.
„Þetta verða einu tónleikar okkar
í sumar og kannski þeir síðustu á
ferlinum, hver veit. Ég hef aldrei
komið til Vestmannaeyja og hlakka
mikið til að spila í dalnum. Í sjálfu
sér veit ég ekkert hvað ég er að fara
út í en hef bara heyrt góða hluti um
Þjóðhátíð og heimamenn.“ Allir
fyrrverandi meginliðsmenn sveit-
arinnar verða með í Eyjum en auk
Sölva eru það Höskuldur Ólafsson,
Steinar Fjeldsted, Ómar „Swarez“
Hauksson og Egill „Tiny“ Thor-
arensen.
Flestir þjóðhátíðargestir eru
ungt fólk sem var á leikskóla-
aldri þegar fyrsta plata sveitar-
innar kom út. Sölvi segir það vera
skemmtilega upplifun að spila
fyrir nýja aldurshópa sem þó
þekki tónlist þeirra vel. „Ég upp-
götvaði það fyrst fyrir alvöru á
Bestu hátíðinni árið 2011 hvað við
vorum að spila fyrir ungt fólk. Ég
labbaði aðeins út fyrir og leit yfir
áhorfendurna. Þetta voru allt um
16-20 ára krakkar sem voru varla
fædd þegar fyrsta plata okkar kom
út. Það var alveg frábær sjón.“
NÝTT LAG Í HAUST
Quarashi gaf út nýtt lag í vor, Rock
On, sem hefur fengið mikla spil-
un en tíu ár eru síðan sveitin sendi
síðast frá sér nýtt lag. Sölvi segir
hljómsveitina stefna á að senda
annað lag frá sér í lok ágúst eða
snemma í september. „Þótt Quar-
ashi muni kannski aldrei spila
framar er þessi frumþörf alltaf til
staðar, að semja tónlist. Hún er jú
rótin að þessu öllu saman. Quar-
ashi hefur alla tíð verið mér hug-
stæð. Ef ég er í stuði til að búa til
tónlist geri ég það. Það þýðir þó
ekki að ég geri það alla tíð. Ég er
í miklu stuði þessa dagana en við
verðum bara að sjá til hvernig
málin þróast næstu árin.“
Ferill sveitarinnar var við-
burðaríkur og margt stendur upp
úr í minningunni að sögn Sölva.
„Við fórum á einu ári úr því að
spila fyrir tvo unglinga í félags-
miðstöð hér heima í að hita upp
fyrir Eminem í Bandaríkjunum.
Það sem stendur upp úr er að hafa
fengið tækifæri til að taka þetta
nánast alla leið. Við trúðum á
okkur allan tíman og það er ótrú-
lega gaman að horfa til baka og
rifja upp þetta tímabil. Við vorum
til dæmis fyrsta íslenska hljóm-
sveitin sem fyllti Laugardalshöll
og einnig sú fyrsta sem gaf út lag á
MP3-formi sem var mikil nýjung á
þeim tíma. Auk þess hituðum við
upp fyrir Prodigy hér heima þann-
ig að þetta var ferðalag sem ég get
hiklaust mælt með.“
Quarashi mætir í Herjólfsdalinn
Hljómsveitin Quarashi verður aðalnúmerið á Þjóðhátíð í ár en þetta verða einu tónleikar sveitarinnar á þessu ári. Nýtt lag frá
sveitinni kom út í vor og annað er væntanlegt í lok sumars. Hljómsveitin starfaði á árunum 1996–2005 og naut mikilla vinsælda.
Þrír félaga Quarashi sem spila á Þjóðhátíð: Steinar Fjeldsted, Sölvi Blöndal og og Egill „Tiny“ Thorarensen. MYND/DANÍEL
FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2014