Fréttablaðið - 17.07.2014, Qupperneq 36
KYNNING − AUGLÝSINGÞjóðhátíð FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 20144
Ég er þegar búin að smyrja 50 flat-kökur með hangikjöti en þær eru ómissandi á hátíðinni,“ segir El-
ínborg Jónsdóttir, húsmóðir í Eyjum.
„Ég er að verða 73 ára og hef farið á
allar Þjóðhátíðir nema fjórar síðan ég
fæddist. Þjóðhátíð hefur verið ríkur
þáttur í lífi fjölskyldu minnar. Við
erum alltaf með tjald á svæðinu, búið
húsgögnum; sófa, borði og stólum. Ég
á ekkert nema góðar minningar um
Þjóðhátíð,“ segir Elínborg.
Stórfjölskylda Elínborgar kemur
saman í tjaldinu sem heitir Laufás
eftir bæ ömmu hennar og afa. „Við
flytjum ekki í Dalinn en erum þar alla
daga. Á fimmtudeginum er tjaldað, á
föstudagsmorgni er síðan farið með
allt hafurtaskið, nesti og nýja skó, eins
og það er kallað,“ segir hún. „Setning
hátíðarinnar er hálf þrjú og þá mætir
maður á svæðið, klæddur eftir veðri en
þó alltaf í betri fötum. Mér finnst allt-
af mikil stemning á Þjóðhátíð og þetta
er stór hluti af menningu okkar Eyja-
fólks,“ segir Elínborg ennfremur.
Margt hefur breyst
Hún segir að hátíðin hafi breyst mikið
í áranna rás. „Sumt er betra en annað
verra, eins og gengur. Mér finnst vera
of mikil drykkja á nóttunni. Ég hef
alltaf átt auðvelt með að skemmta
mér vel án áfengis. Fólk hefur auðvitað
alltaf haft vín um hönd en meira síð-
ustu árin. Á árum áður var umgjörðin
meira heimagerð. Núna er meira lagt
í allan undirbúning og frægir lista-
menn koma fram. Þegar ég var að
alast upp var skemmtunin nær ein-
göngu í höndum heimamanna, til
dæmis mikið um einsöng. Það væri
varla boðlegt í dag. Þá var einnig meira
lagt upp úr íþróttum að deginum. Ég
hef engu að síður gaman af að fylgj-
ast með þeim frægu listamönnum sem
koma fram.“
Mikil stemning
Elínborg segir ævinlega hafa verið
mikla hátíðarstemningu á Þjóðhátíð.
„Mér hefur alltaf þótt langskemmti-
legast að deginum þegar húsmæður
í tjöldunum bjóða upp á kaffi og fínt
meðlæti. Það er stór partur af upp-
runalegu Þjóðhátíðinni okkar. Mikil
gestrisni alls staðar og nægar veiting-
ar. Áður fyrr var boðið upp á reyktan
lunda en hann fæst ekki lengur. Það
hefur alltaf verið gestkvæmt í tjaldinu
okkar, sungið og spilað. Mér líst reynd-
ar vel á Eyjalagið í ár, það er grípandi.
Maðurinn minn, sem nú er látinn,
Guðjón Pálsson skipstjóri, spilaði allt-
af á harmóníku og það bjó til stemn-
ingu á svæðinu. Bróðir minn spilaði
á gítar og svo sungu allir viðstaddir
háum rómi. Það var alltaf mikil tónlist
í kringum okkur. Ég er af stórri Vest-
mannaeyjaætt og það kemur alltaf stór
hópur af ættingjum af landi sem leit-
ar uppi Laufástjaldið. Mér finnst svo
mikið atriði að halda í gamlar hefðir
og fjölskyldustemninguna.“
Vil halda í gömlu hefðirnar
Elínborg Jónsdóttir er alin upp í Vestmannaeyjum og hefur sótt Þjóðhátíð frá unga aldri. Hún segist alltaf hlakka til þegar hátíðin
nálgast. Margt hefur þó breyst í áranna rás, til dæmis sáu heimamenn sjálfir um öll skemmtiatriðin hér áður fyrr.
Þjóðhátíð 1965.
Í tjaldinu Laufási kemur stórfjölskyldan saman yfir kræsingum.
Nýtt
tyggigúmmí
fyrir tennurnar
- gott að tyggja!
Gefðu tönnunum
aukakraft
Kalk
Kalk er nauðsynlegt
fyrir viðhald tanna
Flúor
Flúor verndar tennur
fyrir skemmdum
Xylitol
Sykurlaust tyggigúmmí flýtir
fyrir jafnvægi í gerlaflóru
munnsins
t
Góð viðbót við
tannburstun
Elínborg Jónsdóttir (til hægri) ásamt Bergljótu Björnsdóttur.