Fréttablaðið - 17.07.2014, Síða 54
17. júlí 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING | 38
„Ég hef trú á að þeir séu á ákveðnum
þröskuldi og gætu orðið mjög vinsælir
um heim allan,“ segir rithöfundurinn
Óttar M. Norðfjörð en hann stendur
fyrir heimsókn spænsku hljómsveit-
arinnar I am Dive sem kemur fram
á tónleikum hér á landi í kvöld. Um
er að ræða dúett sem spilar blöndu
af elektróník og rólegri popptónlist
og er af mörgum talin ein áhugaverð-
asta hljómsveit Spánar um þessar
mundir. „Ég bý að miklu leyti á Spáni
og fylgist mikið með tónlistinni þar.
Ég kynntist þeim fyrir um fjórum
árum og finnst þeir gera mjög spenn-
andi hluti. Ég kynntist svo meðlimum
sveitarinnar fyrir algjöra tilviljun og
eftir umræður um Íslandsför eru þeir
komnir hingað,“ útskýrir Óttar.
I am Dive hefur komið víða við
og hefur farið í tónleikaferðalög um
bæði Evrópu og Bandaríkin síðustu
ár en er nú á Íslandi í fyrsta sinn. „Ég
hef verið að sýna þeim helstu ferða-
mannastaðina en þeir nenntu ekki
ofan í Bláa lónið en fannst lónið þó
ákaflega fagurt og áhugavert.“ Tón-
leikarnir hefjast klukkan 20.30 og
fara fram á skemmtistaðnum Húrra
en hljómsveitin Stafrænn Hákon
kemur einnig fram. - glp
Nenntu ekki ofan í Bláa lónið
Spænska hljómsveitin I am Dive er komin hingað til lands og heldur tónleika hér á landi.
Hún þykir ein áhugaverðasta hljómsveit Spánar um þessar mundir.
Ég hef verið að sýna þeim
helstu ferðamannastaðina en
þeir nenntu ekki ofan í Bláa
lónið en fannst lónið þó
ákaflega fagurt og áhugavert.
fiykkvabæjar
forso›nar grillkartöflur
e›a kartöflusalat
me› hrásalati.
Einfalt og gott!
FUNHEITAR E‹A SVALAR
ar
gu
s
–
05
-0
30
2
SPILA Á ÍSLANDI Spænski dúettinn I am Dive kemur fram á Húrra í
kvöld ásamt Stafrænum Hákoni. MYND/ ELO VÁZQUEZ
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
FIMMTUDAGUR 17. JÚLÍ 2014
Tónleikar
12.00 Sigrún Magna Þórsteinsdóttir leikur á
Klais-orgel Hallgrímskirkju. Aðgangseyrir er
1.700 krónur.
17.00 Valgerður Jónsdóttir og Þórður Sævars-
son úr My Sweet Baklava flytja tónlist tengda
hafinu á Aggapalli við Langasand á Akranesi.
Aðgangur er ókeypis.
20.00 Voces Thules hefur þriðju viku Sumar-
tónleika í Skálholti með tónleikum. Á tón-
leikunum verður sungið á 12. og 13. aldar
íslensku og latínu. Í tilefni af upphafi Skál-
holtshátíðar verður m.a. prósan Innocentem
te servavit sungin til heiðurs Þorláki Þórhalls-
syni biskupi í Skálholti á 12. öld.
21.00 Sveinn Guðmundsson og Unnur Sara
Eldjárn flytja hvort sitt prógrammið af frum-
sömdu efni á Lofti Hosteli. Sveinn spilar á
gítar og syngur um magaólgur, grímuböll,
frændur, klukkur, ketti, feluleiki og sjálfan sig.
Unnur Sara semur draumkennda popptónlist
og flytur með eigin söng og gítarundirleik.
21.00 Grísalappalísa og Dj Flugvél og Geim-
skip blása til tónlistarskrúðgöngu um landið
en í kvöld koma þau fram í Gamla Kaup-
félaginu á Akranesi.
22.00 Magnús R. Einarsson heldur tónleika á
Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangur er
ókeypis.
Fræðsla
20.00 Fræðsluferð í tengslum við Miðalda-
daga á Gásum. Sagt verður frá viðamiklum
uppgreftri sem fór fram að Gásum á árunum
2001-2006 og farið í rútuferð fram Hörgárdal-
inn. Dagskráin hefst á bílastæðinu að Gásum.
Þátttaka og rútuferð er ókeypis og öllum
heimil.
Sýningar
09.00 Á sýningunni Villt hreindýr á Íslandi
er hægt að sjá og fræðast um hreindýr og líf
þeirra en hún fer fram í Flóanum í Hörpu.
Hreindýrasýningin er fullkomin blanda menn-
ingar, náttúru og tækninýjunga og er mikil
upplifun fyrir alla aldurshópa. Miðaverð er
1.900 krónur.
12.00 Kristín Dagmar Jóhannesdóttir leiðir
gesti um sýninguna Í ljósaskiptum í Listasafni
Íslands, Fríkirkjuvegi 7. Sýningin tekur mið
af þeim magnaða hluta sólarhringsins, sem
hvorki er dagur né nótt heldur bil beggja.
14.00 Sirkus Íslands er staddur á Ísafirði.
Sýninguna S.I.R.K.U.S. hefur Sirkus Íslands
sett saman með yngri börnin í huga en þó
ekki á kostnað eldri áhorfenda. Sýningin fer
fram í tjaldinu Jökla og er miðaverð 2.500
krónur.
17.00 Sirkus Íslands á Ísafirði. Heima er best
er stóra fjölskyldusýning Sirkus Íslands. Hún
er alíslensk sirkusskemmtun þar sem öll fjöl-