Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 6
9. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6
FERÐAÞJÓNUSTA Fyrirtækið Norður-
flug ætlar að bjóða upp á þyrluferð-
ir yfir Holuhraun frá Akureyri og
hálendismiðstöðinni Hrauneyjum
við Sprengisandsveg á næstunni.
Frá því í síðustu viku hefur fyrir-
tækið flogið frá Reykjavík í tvær
og hálfa til þrjár og hálfa klukku-
stund fyrir tæpar 240 þúsund krón-
ur á mann. Fljótlega verða því fleiri
valkostir í boði, ef eldgosið heldur
áfram, en fjórar þyrlur eru til taks
í ferðirnar. Þyrlurnar eru af þremur
stærðum. Sú minnsta tekur þrjá til
fjóra í sæti en sú stærsta átta.
„Flugið verður mikið styttra og
verðið viðráðanlegra,“ segir Sólveig
Pétursdóttir, sölu- og markaðsstjóri
Norðurflugs, aðspurð og býst við að
verðið verði um 130 þúsund krón-
ur bæði frá Hrauneyjum og Akur-
eyri. Ferðalagið tekur um eina og
hálfa til tvær og hálfa klukkustund.
Þeir sem vilja keyra til Hrauneyja
þurfa að aka í um 150 kílómetra frá
Reykjavík en vegurinn er malbik-
aður alla leið.
Sólveig segir að síminn hafi ekki
stoppað hjá fyrirtækinu vegna
fyrir spurna um ferðir að eldgos-
inu. Mest séu þetta útlendingar
sem komi í sérferðir til landsins til
að fljúga yfir Holuhraun.
Fyrirtækið Reykjavík Helicopt-
ers er með tvær þyrlur til umráða
og komast fimm manns í hverja
ferð. „Það er gríðarlega mikið spurt
og pantað. Veðrið er ekki gott núna
en við fljúgum eins og mögulegt er,“
segir Friðgeir Guðjónsson, sölu- og
markaðsstjóri, og bætir við að heim-
sóknirnar á vefsíðu fyrirtækisins
hafi aldrei verið fleiri.
Hann segir að verið sé að skoða
aðra möguleika í þyrlufluginu. „Við
ætlum hugsanlega að gera út nær
ef það er hægt, til að stytta leiðina
og ná niður verðinu og kostnaðinum
við þetta.“
Blaðamaður hafði einnig sam-
band við fyrirtækið Helo, sem hefur
eina þyrlu til umráða. Það hefur í
örfá skipti flogið yfir gosið en hefur
lítið getað sinnt því vegna anna við
önnur verkefni. freyr@frettabladid.is
Gosferðir frá Akur-
eyri og Hrauneyjum
Til stendur að bjóða upp á þyrluferðir yfir eldgosið í Holuhrauni frá Akureyri og
Hrauneyjum við Sprengisandsveg. Ferðalagið kostar um 130 þúsund krónur.
NÁTTÚRA Frá því á fimmtudagskvöld hafa um eitt hund-
rað manns á dag fylgst með eldgosinu í Holuhrauni frá
Vestari-Sauðahnjúki sem er vestur af Snæfelli. Um
þrjátíu bílar hafa komið þangað á hverjum degi, flestir
seinnipartinn, og fólk fylgist með gosinu sem er í um
fimmtíu kílómetra fjarlægð í loftlínu.
„Þetta er umferð sem við höfum eiginlega aldrei séð á
þessu svæði og allra síst í september,“ segir Agnes Brá
Birgisdóttir, þjóðgarðsvörður yfir austursvæði Vatna-
jökulsþjóðgarðs.
Aðallega eru þetta Íslendingar sem koma á jeppunum
sínum og leggja í bílastæði sem þarna er. Þaðan er hægt
að ganga í um tuttugu mínútur stikaða leið upp á topp
fjallsins. Á bílastæðinu var áður pláss fyrir fimm til
átta bíla en búið er að fjórfalda stærð þess til að koma
fleiri bílum fyrir.
Páll Guðmundur Pálsson, sem rekur Laugafell High-
land Hostel, er einn þeirra sem hafa skoðað gosið frá
þessu sjónarhorni. „Ég fór þarna á laugardagskvöldið
og kíkti á gosið með félögum mínum. Þá taldi ég 22 bíla,“
segir hann. „Það er ekki nema einn og hálfur tími frá
Egilsstöðum að rúlla þetta og þetta er besta útsýnið sem
er í boði, utan lokunarsvæðis.“ Hann segir fallegt að
horfa á eldgosið í ljósaskiptunum en að degi til sést það
ekkert sérlega vel. - fb
Hægt er að skoða eldgosið utan lokunarsvæðis vestur af Snæfelli:
Hundrað á dag á Sauðahnjúki
Á FLUGI YFIR GOSINU Þyrluflugmaðurinn Gísli Gíslason hjá Norðurflugi sveimar yfir eldgosinu í Holuhrauni. MYND/NORÐURFLUG
FRÁ SAUÐAHNJÚKI Hægt er að sjá eldgosið í Holuhrauni frá
Vestari-Sauðahnjúki. MYND/PÁLL GUÐMUNDUR PÁLSSON
10. september 2014
Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna:
Málþing í Iðnó og kyrrðarstundir
í Reykjavík, Akureyri og Egilstöðum.
1. „Rjúfum þagnarmúrinn....“
Málstofa í Iðnó við Tjörnina miðvikudaginn 10. september
kl. 16.00. Fjallað um þögn og þöggun í kringum sjálfsvíg á Íslandi.
• Auður Axelsdóttir forstöðumaður Geðheilsu-eftirfylgdar og Hugar-
aflskona, fjallar um afleiðingar sjálfsvígs á aðstandendur og mikilvægi
þess að aðstandendur fái aðstoð við að vinna úr sorg sinni.
• Óttar Guðmundsson geðlæknir á geðsviði LSH fjallar um sjálfsvíg
ungra manna , hvatvísi, þöggun.......
• Vilhjálmur Birgisson segir frá reynslu sinni sem aðstandandi
eftir sjálfsvíg.
• Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra flytur ávarp.
• Tónlist: Jóhanna Þórhallsdóttir söngkona.
• Fundastjóri: Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur
hjá embætti landlæknis
2. Kyrrðarstundir í Dómkirkjunni Reykjavík,
Akureyrarkirkju og Egilstaðkirkju miðvikudaginn
10. september kl. 20.00 til að heiðra minningu
þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi
Samkomurnar eru á þessa leið:
• Aðstandandi eftir sjálfsvíg segir frá reynslu sinni.
• Hugvekja
• Tónlist
• Kveikt á kertum til minningar um þau sem fallið hafa fyrir eigin hendi.
Samkoman er á vegum Þjóðkirkjunnar, embættis landlæknis , geðsviðs
LSH, Nýrrar dögunar, Samhygðar, LIFA, Hugarafls, Rauða krossins og
Geðhjálpar.
Nánari upplýsingar má finna á www.sorg.is og www.sjalfsvig.is
Framhaldsaðalfundur
Félags íslenskra félagsliða
Framhaldsaðalfundur Félags íslenskra félagsliða verður
haldinn þriðjudaginn 16. september 2014 kl. 17
á Grettisgötu 89, 105 Reykjavík.
Efni fundar er ársreikningur félagsins.
Félagsmenn fjölmennum á fundinn.
Fyrirhugað er að senda fundinn út í fjarfundi
en nánari upplýsingar um staði á www.felagslidar.is
Stjórn Félags íslenskra félagsliða
1. Hvað heitir fl utningaskipið sem
strandaði undan Vattarnesi um
helgina?
2. Hvað heitir landgræðslustjóri?
3. Hve margir fremja sjálfsvíg hér á
landi á hverju ári?
SVÖR:
1. Akrafell.
2. Sveinn Runólfsson.
3. 33-39.
BRETLAND „Ef við tökum burt Skot-
land, þá eyðileggjum við Bretland,“
segir Boris Johnson, borgarstjóri
í London, í hvassri grein á vefsíðu
breska dagblaðsins The Telegraph
í gær.
Þar fer hann hörðum orðum um
Alex Salmond og sjálfstæðishreyf-
ingu hans í Skotlandi, en nú hafa
skoðanakannanir í fyrsta sinn sýnt
fram á raunhæfan möguleika á því
að meirihluti Skota samþykki að
segja skilið við Bretland.
Atkvæðagreiðslan verður 18.
september, sem sagt á fimmtudag-
inn í næstu viku, og sambandssinn-
ar virðast orðnir dauðskelkaðir við
að niðurstaðan verði Salmond í vil.
Hann minnir á að á landakort-
um sé Skotland ekki ósvipað höfði
sem situr á sitjandi búk Englands
og Wales. Með því að hvetja kjós-
endur til að samþykkja sjálfstæði
Skotlands sé Salmond því í raun
ekki að biðja fólk um að greiða
atkvæði með velgengni Skotlands,
heldur með því að taka hausinn af
Bretlandi. - gb
Boris Johnson segir sjálfstæðishreyfingu Skota stunda skemmdarstarfsemi:
Eins og að höggva höfuðið af
LÖGREGLUMÁL Þrír hafa verið
kærðir fyrir að fara inn á gos-
stöðvarnar við Holuhraun í leyfis-
leysi. Þá eru fleiri aðilar til rann-
sóknar samkvæmt upplýsingum
frá lögreglunni á Húsavík. Eiga
þremenningarnir, sem allir eru
Íslendingar, yfir höfði sér háar
fjársektir. Vísindamenn, lög-
regla og fjölmiðlar hafa fengið
takmarkað leyfi Almannavarna
til þess að vera inni á hættusvæð-
inu, háð sérstökum skilmálum frá
Almannavörnum. - ktd
Þrír kærðir af lögreglu:
Í leyfisleysi við
Holuhraun
BORIS JOHNSON Brotthvarf Skotlands
mynda skilja Bretland eftir í sárum.
NORDICPHOTOS/AFP
VEISTU SVARIÐ?
Það er gríðarlega
mikið spurt og pantað.
Veðrið er ekki gott núna
en við fljúgum eins og
mögulegt er.
Friðgeir Guðjónsson,
sölu- og markaðsstjóri
Reykjavík Helicopters