Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 20
KYNNING − AUGLÝSINGLjós & lampar ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Jónatan Atli Sveinsson, jonatan@365.is, 512-5446 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Orðatiltækið „Ef það fæst ekki í Glóey, er það ekki til“ heyr-ist oftar en ekki þegar leit- að er eftir óalgengri rafvöru sem ómögulegt er að fá annars staðar,“ segir Baldur Hannesson, eigandi raf- lagnaverslunarinnar Glóeyjar sem starfrækt hefur verið í 42 ár. Fyrirtækið á sér stóran og traust- an hóp fastra viðskiptavina sem koma reglulega í búðina. „Annríki og fjör hefur ætíð auð- kennt rekstur Glóeyjar og oft hefur stemningin í versluninni minnt á samkomu vina og kunningja,“ segir Baldur, sem rekur Glóey ásamt systkinum sínum Ómari, Elínu, Hauki og Bryndísi. „Glóey hefur frá upphafi verið í eigu tveggja fjölskyldna. Fyrirtæk- ið var stofnað árið 1973 af Jóhanni Jónssyni rafvirkjameistara og var í eigu hans þar til Hannes Vigfús- son rafvirkjameistari og hans fjöl- skylda keyptu verslunina 1987. Glóey er sannkallað fjölskyldufyrir- tæki því varla er til sá fjölskyldumeð- limur, sem kominn er til vits og ára, sem ekki hefur á einhverjum tíma- punkti tekið til hendi í versluninni,“ segir Baldur, en einnig hafa starf- að með fjölskyldunni margir góðir starfsmenn. Hannes, faðir Baldurs, dró sig í hlé frá rekstri Glóeyjar árið 2004 þegar börn hans tóku við stjórn fyrirtæk- isins og reka það að hans fordæmi. „Glóey hefur frá upphafi þjónað viðskiptavinum Reykjavíkur og ná- grennis en einnig landsbyggðinni með vörusendingum hvert á land sem er,“ segir Baldur. Starfsfólk Glóeyjar hefur starfað áratugum saman hjá fyrirtækinu og lært að þekkja þarfir kúnnans og frá upphafi hafa reyndir rafvirkjar verið til staðar með góð ráð og þekkingu á rafiðninni. „Glóey stóð af sér fjármálakrepp- una með nokkrum áherslubreyt- ingum eftir hrun byggingamarkað- arins,“ segir Baldur og bætir við að í dag standi fólk í meiri mæli sjálft að breytingum á raflögnum og ljósum. „Segja má að hönnuðir og arki- tektar, sem leita eftir ódýrum lausn- um í hönnun sinni, hafi valdið bylt- ingu í ljósahönnun á Íslandi. Ungt fólk hefur tekið það sér til fyrirmynd- ar og er hönnun eigin ljósa vinsæl. Þar kemur Glóey til sögunnar með mikið úrval silkisnúra, í á þriðja tug lita, og hefur verið kveikja að upp- sprettu mikillar sköpunargleði.“ Glóey er í Ármúla 19. Sjá nánar á gloey.is. Hannaðu eigin ljós Raflagnaverslunin Glóey hefur verið með kveikt á perunni í 42 ár. Þar fæst allt fyrir rafmagn, ljós og lampa og fagur efniviður til hönnunar á eigin lömpum. Vöruúrval í Glóey er fjölbreytt og þar fæst efniviður sem hvergi annars staðar finnst. MYND/VALLI Dagsbirtan er alltaf besta speglalýsingin og ef bað-herbergið er með glugga ætti að nýta birtuna frá honum eins og kostur er og gæta þess að birtan komist vel í gegnum glugga- tjöld og filmur. Komist dagsbirtan vel til skila sérðu húðlit og útlín- ur eins og aðrir sjá þig yfir dag- inn. Þakgluggar gefa að jafnaði betri birtu en hliðargluggar. Hvít gluggaumgjörð dreifir birtunni betur um herbergið en dökk. Birtuskilyrði verða betri ef vald- ir eru ljósir litir á veggi, innrétting- ar og flísar. Algengustu mistökin sem fólk gerir er að notast eingöngu við lýs- ingu fyrir ofan baðherbergisspeg- ilinn en oft er slík lýsing innfelld í innréttinguna. Þannig lýsing kast- ar skuggum á andlitið sem gerir daglega umhirðu erfiðari. Best er að hafa loftljós og síðan lýsingu til hvorrar handar við spegilinn. Stundum býður innrétt- ingin ekki upp á hliðarljós en þá er hægt að nota speglaljós á hliðarn- ar. Þó innfelld ljós beint fyrir ofan spegilinn séu ófullnægjandi ein og sér bæta þau um betur ef hliðarlýs- ing er til staðar. Hliðarljós varpa jafnri birtu á andlitið. Ef lýsing frá loftljósi nær ekki inn að baði eða sturtuklefa þarf að huga að öðru loftljósi þar. Í réttu ljósi Góð baðlýsing er afar mikilvæg en hún verður oft út undan við hönnun og skipulag heimilisins. Baðlýsingu þarf hins vegar að gefa nokkra umhugsun enda mikilvægt að geta speglað sig í eins náttúrulegu ljósi og kostur er. Dagsbirtan gefur raunsanna spegilmynd. Hliðarljós varpa jafnri birtu á andlitið. IStore býður upp á ótrúlega skemmtilega nýjung í lýsingu fyrir heimili landsins. Um er að ræða þráðlausa ljósakerfið Phil ips Hue sem gerir húseigendum kleift að stýra lýsingu gegnum snjall- síma og spjaldtölvur. Sigurður Þór Helgason, framkvæmdastjóri iStore, segir ljósakerfið geta tengst allt að 50 ljósaperum á hverri stjórnstöð sem síðan tengist við „routerinn“ á heimilinu. „Ljósa- kerfinu er hægt að stýra gegn- um alla snjallsíma og spjaldtölv- ur. Notandinn nær í eitt app og þegar peran er skrúfuð í peru- stæðið birtist hún í forritinu. Þar er síðan bæði hægt að stýra lýsingu frá stökum perum eða setja nokkr- ar saman í grúppu.“ Hver pera býr yfir ótal litamöguleikum sem auka enn frekar notagildi þeirra. Sigurður segir að verslunin hafi nýlega hafið sölu á sérstökum rofum fyrir ljósakerfið sem bæði er hægt að festa og líma á vegg- inn. „Rofinn virkar í raun eins og fjarstýring án rafmagns sem hægt er að taka í annað herbergi. Hægt er að forrita takkana á fjóra mis- munandi vegu og hanna fjórar mismunandi lýsingar fyrir her- bergið auk þess sem hægt er að velja hvaða perur hver rofi hefur áhrif á.“ Notkunarmöguleikar ljósa- kerfisins eru óþrjótandi að sögn Sigurðar. „Það er til dæmis hægt að láta perurnar blikka bláum lit þegar viðkomandi fær skilaboð á Facebook. Svo eru til um sextíu forrit sem stýra ljósakerfinu á mis- munandi hátt. Það er til dæmis til diskóforritið til að halda uppi stemningunni heima fyrir. Einn- ig má nefna forrit sem tengt er við iPad og stýrir lýsingu í rýminu í takt við þá sögu sem verið er að lesa hverju sinni. Ef viðkomandi á Philips-sjónvarp er hægt að tengja perur við sjónvarpið þannig að lýs- ingin í rýminu samræmist lýsing- unni í myndinni sem horft er á. Ef sprengja springur á skjánum lýsa perurnar þannig alla stofuna upp.“ Verslunin selur einnig LED- ræmur sem hægt er að líma við húsgögn eða raftæki. „Þannig má setja skemmtilegan blæ á rýmið og setja lengjurnar á bak við sjón- varpið, undir sófann eða undir innréttingar. Þær eru einfaldar í notkun og engan rafvirkja þarf til að tengja þær.“ Allar nánari upplýsingar má finna á www.istore.is. Lýsir upp heimilið Þráðlausa ljósakerfið frá Philips Hue gerir húseiganda kleift að stýra lýsingu gegnum snjallsíma og spjaldtölvur. Hægt er að velja um fjölda forrita og litaafbrigða við stjórnun ljósa heimilisins. „Ljósakerfinu er hægt að stýra í gegnum alla snjallsíma og spjaldtölvur,“ segir Sigurður Helgason, framkvæmdastjóri iStore. MYND/ERNIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.