Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 2
9. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SPURNING DAGSINS FJÖLMIÐLAR Blaðamenn DV eru margir hverjir að íhuga stöðu sína í kjölfar ritstjóraskipta og deilna við stjórn blaðsins. DV kemur ekki út í dag en á starfs- mannafundi í gær lýstu nokkrir starfsmenn yfir megnri óánægju sinni gagnvart Þorsteini Guðna- syni, stjórnarformanni blaðsins, yfir því hvernig Reyni Trausta- syni ritstjóra var vikið úr starfi og yfir áætlaðri úttekt á fagleg- um þáttum í starfsemi miðilsins, sem nú hefur verið hætt við. Þetta herma nokkrir starfs- menn DV sem Fréttablaðið ræddi við. Að þeirra sögn er stefnt að því að gefa út blað á morgun en fáir hafi verið í skapi til frétta- skrifa í kjölfar fundarins í gær. Þorsteinn tilkynnti um það í gærkvöldi að hætt hefði verið við faglegu úttektina vegna mikillar óánægju blaðamanna. Hann telur þó að um misskilning hafi verið að ræða að einhverju leyti. „Nýr ritstjóri átti einfaldlega að hitta hvern og einn blaða- mann og ræða við hann um fag- lega þætti blaðsins,“ segir Þor- steinn. „Það átti aldrei að vera neitt meira en það. En þá var náttúrulega þeim mun minna mál að falla frá því.“ Hann segist vona að traust myndist milli stjórnar og blaða- manna í kjölfar þess að hætt var við úttektina fyrirhuguðu. Þeir starfsmenn blaðsins sem Fréttablaðið ræddi við sögðu hins vegar að þeim þætti spurningum sínum um þessa rannsókn ekki hafa verið svarað, hvorki á fund- inum né í tilkynningu Þorsteins frá því í gærkvöldi. Þá segjast þeir einnig mjög óánægðir með að Reynir Trausta- son hafi verið leystur undan starfsskyldum og honum meinað að mæta á vinnustað, frekar en að hann væri einfaldlega rekinn. Óánægja þeirra beinist þó ekki gegn Hallgrími Thorsteinsson, nýjum ritstjóra, sem sagður er í „mjög óþægilegri stöðu“. Nokkrir starfsmenn fóru fram á afsökunarbeiðni frá Þorsteini vegna ummæla hans um Reyni Traustason, fráfarandi ritstjóra, en Þorsteinn telur ekki ástæðu til að biðjast afsökunar á þeim. „Það sneri að því að í tilkynn- ingu frá því í ágúst sagðist ég vilja úttekt á fjárreiðum blaðsins, meðal annars til að hreinsa blað- ið af öllum ásökunum,“ segir Þor- steinn, en greint var frá því um það leyti að útgerðarmaðurinn Guðmundur Kristjánsson hefði lánað Reyni 15 milljónir króna til að kaupa hlutafé í félaginu. „En ég ákvað að leggja þá til- lögu ekki fram á aðalfundi fyrir orð aðstoðarritstjóra DV.“ bjarkia@frettabladid.is Jóhann, er þetta ekki dálítið heimskulegt val? „Það held ég ekki – þetta er nátt- úrulega heimskunn mynd.“ Jóhann Alfreð Kristinsson er viðburðastjórn- andi hjá kvikmyndahátíðinni RIFF sem gengst fyrir bílabíói utan við Smáralind síðar í mánuðinum. Myndin Dumb & Dumber verður sýnd. BJÖRGUN Stýrimaðurinn sem var á vakt þegar flutningaskipið Akrafell strandaði undan Vattarnesi á laug- ardagsmorgun hefur viðurkennt við skýrslutöku að hafa verið sof- andi þegar skipið strandaði. Jón Arilíus Ingólfsson, rann- sóknarstjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa, staðfestir þetta og segir að málið sé áfram til rann- sóknar. Ekki liggur fyrir hvenær henni lýkur en skýrslur voru einn- ig teknar af skipstjóra, yfirstýri- manni og yfirvélstjóra á sunnudag. Akrafell var á þrettán mílna ferð á klukkustund, sem er um það bil hámarkshraði fullhlaðins skips af þessari stærð, og á sjálfstýringu þegar það strandaði. Að sögn skip- verja Aðalsteins Jónssonar, skips- ins sem dró Akrafell til hafnar í Eskifirði, virtust áhafnarmeðlim- ir í nokkru uppnámi er þeir voru fluttir um borð eftir áreksturinn. Allir áhafnarmeðlimir Akrafells eru erlendir ríkisborgarar. Þeir voru látnir blása í áfengismæla stuttu eftir strandið og mældist enginn þeirra undir áhrifum áfeng- is. - bá Stýrimaður sem var á vakt er flutningaskipið Akrafell strandaði um helgina: Var sofandi er skipið strandaði STRANDIÐ VIÐ VATTARNES Land- helgis gæslan skipulagði björgun skips- ins um helgina. MYND/GUNNAR GUNNARSSON Æðsti yfirmaður herafla Atlants- hafsbandalagsins, Philip M. Breedlove hershöfðingi, kemur í heimsókn til Íslands á morgun. Hann mun eiga fund með Gunn- ari Braga Sveinssyni utanríkis- ráðherra í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu. Auk fundar- ins með utanríkisráðherra mun Breedlove eiga stuttan fund með Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni forsætisráðherra og kynna sér starfsemi Landhelgisgæslunnar. - aó Breedlove hittir ráðherra: Hershöfðingi í heimsókn Blaðamenn DV eru ósáttir við stjórnina Starfsmenn lýstu yfir megnri óánægju gagnvart stjórn blaðsins á morgunfundi í gær og var í kjölfarið ákveðið að fresta útgáfu blaðsins. Stjórnarformaður segir að um misskilning sé að ræða og hefur hætt við faglega úttekt á starfsemi blaðsins. SAGÐUR Í „ÓÞÆGILEGRI STÖÐU“ Hallgrímur Thorsteinsson, nýr ritstjóri DV, ræðir við Jón Trausta Reynisson, framkvæmdastjóra blaðsins, í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA LÖGREGLUMÁL Svikahrappar sendu fjölmörgum einstakling- um tölvupóst í nafni íslenskra banka í gær. Í þeim var fólk beðið um að smella á tengil og skrá persónulegar upplýsingar á borð við lykilorð. „Þetta fyrir- komulag sem þarna er í gangi er eitthvað sem við erum ekki með,“ segir Haraldur Guðni Eiðsson, upplýsingafulltrúi Arion banka. „Við sendum ekki póst með þessum hætti og ég bið fólk um að smella ekki á þessa hlekki,“ segir hann og hvetur jafnframt fólk, sem verður það á að ýta á tenglana, að fara inn í heimabankann sinn og breyta lykilorði sínu. - jhh Vara viðskiptavini sína við: Svikahrappar vilja lykilorð SJÁVARÚTVEGUR Þingflokkur Sam- fylkingarinnar skorar á Sigurð Inga Jóhannsson sjávarútvegsráð- herra að endurskoða ákvörðun um að stöðva makrílveiðar smábáta. Í ályktun frá þingflokknum kemur fram að mörg dæmi séu um að smábátasjómenn hafi nýlega farið út í fjárfestingar vegna veiðanna og komi þessi ákvörðun þeim hópi því sérstaklega illa. „Þá er rétt að hafa í huga að aflaverðmæti mak- ríls sem veiddur er á þessum tíma af smábátum er með því hæsta sem gerist. Engin rök hafa verið sett fram fyrir því að fallið verði frá þeirri ákvörðun að stöðva veið- arnar,“ segir í ályktun Samfylking- arinnar. -sáp Samfylking skorar á ráðherra: Vilja endurskoða makrílbann STJÓRNMÁL Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir verkefnastöðu ríkisstjórnarinnar góða og hlakkar til komandi vetrar á þingi. „Auðvitað eru ýmis stór mál ókláruð, en það hvernig hefur gengið fram að þessu gefur okkur tilefni til að vera bjartsýn á að vel takist að leysa þau mál sem eftir eru,“ segir Sigmundur. Ríkisráð, sem samanstendur af forseta Íslands og ríkisstjórn, kom saman á fundi á Bessastöðum í gærmorgun í tilefni þess að þing hefst í dag. Þingsetning hefst með guðsþjónustu í Dómkirkjunni klukkan hálf tvö og nýtt fjárlagafrumvarp verður afhent klukkan fjögur. - sa Fjárlagafrumvarpi verður útbýtt þegar Alþingi er sett í dag: Sigmundur hlakkar til vetrarins BJARTSÝNN AÐ FYRSTA ÁRI LOKNU Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra mætir á ríkisráðsfund á Bessastöðum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR ELDGOS Íbúar austanlands fá nú að kynnast blá- móðu á himni frá eldgosinu sem í miklu magni gæti orðið varasöm. Hraunrennsli úr eldgosinu norðan Dyngjujökuls er nú komið út í aðalfarveg Jökulsár á Fjöllum og þrýstir fljótinu austar á Dyngjusand. „Við þurfum að fylgjast með þessu,“ segir Þor- valdur Þórðarson eldfjallafræðingur um gosmökk- inn sem lagði fyrri hluta gærdags til norðausturs í átt að Fljótsdalshéraði og Vopnafirði. „Eins og við vitum frá móðuharðindunum olli þetta miklum erf- iðleikum hjá fólki, bæði hér á landi og erlendis.“ Það er brennisteinssýran sem veldur öndunar- erfiðleikum en í gosmekkinum er meðal annars brennisteinsdíoxíð sem í snertingu við vatnsgufu myndar brennisteinssýru. Þorvaldur áætlar að eld- gosið sé nú að senda frá sér tíu þúsund tonn á dag af brennisteinsdíoxíði út í andrúmsloftið. „Það er náttúrulega hægt að fá grímur til að varna því að fólk andi þessu að sér og það er allt í lagi fyrir fólk að huga að því,“ segir Þorvaldur. „Ef þetta heldur áfram eða eykst að verulegu magni, gæti alveg komið til greina að það þyrfti að flytja fólk á brott.“ - kmu Gosmökkurinn frá eldgosinu í Holuhrauni gæti valdið öndunarerfiðleikum: Blámóðan gæti reynst varasöm MÖKKURINN STÍGUR TIL HIMINS Hraunrennsli úr gosinu er nú komið út í aðalfarveg Jökulsár á Fjöllum. FRÉTTABLAÐIÐ/EGILL AÐALSTEINSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.