Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 10
9. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Hann leiddist út í pókerspil á netinu sem varð til þess að hann stóð frammi fyrir ákveðnu vandamáli, sem hefði verið ósköp lítið mál að leysa, en hann ákvað að leysa það á sinn hátt. Benedikt Þór Guðmundsson TEKUR EINN DAG Í EINU Benedikt Þór Guðmundsson missti son sinn fyrir átta árum. Hann lifir með sorginni með því að reyna að eiga betri dag á morgun en í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK HEILBRIGÐISMÁL „Þöggunin er hættulegust, við verðum að rjúfa þagnarmúrinn, efla forvarnir og stuðning við eftirlifendur,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson, en sonur hans Pétur svipti sig lífi fyrir átta árum, aðeins 21 árs gamall. Sjálfsvígstíðni á Íslandi er með þeirri hæstu í Evrópu en um 33-37 Íslendingar fremja sjálfs- víg á ári hverju. Talið er að um 90 prósent þeirra eigi við lang- vinnt þunglyndi eða aðra geð- sjúkdóma að stríða. En hluti hópsins er óútreiknanlegur og fyrirfer sér í meiri hvatvísi og án sögu um geðrænan vanda. Flestir í þeim hópi eru ungir karlmenn og þannig bar dauða Péturs að. Leiddist út í pókerspil á netinu „Pétur var ósköp venjulegur drengur, vinmargur og ábyrgur ungur maður. Hann leiddist út í pókerspil á netinu sem varð til þess að hann stóð frammi fyrir ákveðnu vandamáli, sem hefði verið ósköp lítið mál að leysa, en hann ákvað að leysa það á sinn hátt. Þetta gerðist mjög hratt.“ Benedikt segir að efla þurfi forvarnir og koma þeim skila- boðum til ungs fólks að það sé í lagi að mistakast. Einnig að leita til einhvers í vanlíðan því ekkert vandamál sé svo stórt að ekki sé hægt að leysa það. „Við lærum að ef það byrjar að snjóa eða rigna þá hægjum við á okkur í umferðinni. Eins þurfum við að læra að ef okkur líður illa eða einhverjum í kringum okkur að gefa því gaum. Það kemur okkur við og við þurfum að passa betur upp á hvert annað.“ Bregðast við fyrsta hættumerki Mun minna fé er veitt í forvarn- ir gegn sjálfsvígum en í umferð- armálum. Benedikt segir það sýna hversu mikil þöggun sé í samfélaginu varðandi sjálfs- víg. „Mér verður alltaf hugsað til þess þegar ég keyri Hellis- heiðina og horfi á skiltið með tölum um banaslys í umferðinni. Fjórir látnir í umferðinni. En á móti hafa kannski 20-30 stytt sér aldur það sem af er ári,“ segir Benedikt og bendir á að fyrsta skrefið gegn þöggun sé að við- urkenna hversu alvarlegir sjúk- dómar þunglyndi, kvíði og fíkn eru og það þurfi að bregðast við strax við fyrsta hættumerki. Ísland er talið vera tíu árum eftir öðrum löndum í forvarnar- starfi og einnig í úrræðum fyrir eftirlifendur þeirra sem fremja sjálfsvíg. Benedikt leitaði á net- inu eftir úrræðum fyrir sig þar til hann loksins fann samtökin Nýja dögun, sem eru samtök um sorg og sorgarviðbrögð. Þegar hann kynntist öðrum eftirlifend- um eftir sjálfsvíg áttaði hann sig fyrst á því að hann væri ekki klikkaður. „Þetta er svo sár sorg. Manneskja sem þú elskar ákveð- ur að velja ekki lífið sjálft. Sekt- arkenndin, reiðin og allar spurn- ingarnar sem koma í kjölfarið geta gert mann brjálaðan.“ Bannað að hugsa ef og hefði Benedikt segir eitt sjálfsvíg geta skaðað mörg hundruð manns og því sé svo mikilvægt að halda vel utan um aðstandendur. „Maður verður að læra að hugsa ekki „ef og hefði“ því það er ekki til mannlegur máttur sem getur stöðvað einstakling sem hefur tekið ákvörðunina um að enda líf sitt. Ég velti þessu oft fyrir mér og hversu auðvelt það hefði verið að leysa úr vanda Péturs og hversu tilgangslaust þetta allt saman er. En maður verður að læra að lifa með þessu, annars bilast maður.“ Engin sérstök úrræði eru til á Íslandi fyrir eftirlifendur þeirra sem framið hafa sjálfsvíg. Sjálf- boðaliðar í Nýrri dögun hafa komið upp öflugri deild fyrir eft- irlifendur sem hefur blómstrað síðustu misserin. Deildin hefur veitt Benedikt og fólk með svip- aða reynslu ómetanleg hjálp. En Benedikt segir þetta eingöngu vera fyrstu skrefin í átt að öflugu stuðningsneti. „Í ljósi þess fjölda sem fremur sjálfsvíg og fjölda einstaklinga sem það snertir í samfélaginu þarf að að fjölga úrræðum. Þannig rjúfum við þöggunina og þar með vinnum við á fordómum og þeirri skömm sem fylgir eftirlifendum eftir sjálfsvíg.“ erlabjorg@frettabladid.is Verðum að rjúfa þagnarmúrinn Faðir ungs manns sem svipti sig lífi segir að efla þurfi fræðslu, sjálfsvígsforvarnir og stuðning við eftirlifendur. Hann segir samfélagið þurfa að læra að gefa vanlíðan annarra gaum, taka ábyrgð og bregðast við. „Við verðum að passa betur upp á hvert annað,“ segir faðirinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.