Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 9. september 2014 | SKOÐUN | 13 HEILSA Teitur Guðmundsson læknir Hressileg viðbrögð við góðum fréttum Það hefur orðið bylting á samskipt- um fólks á undanförnum árum, mjög svo hefur bæst í hóp þeirra forrita sem fólk getur notað til að hafa samskipti sín í milli. Það getur jafnvel reynst erfitt fyrir þann sem reynir að fylgjast með þróuninni að halda í við hana. Hér áður fyrr var síminn aðalmál- ið, svo kom farsíminn sem gjör- bylti meira og minna öllum sam- skiptum sem gátu þá farið fram hvar sem er og hvenær sem er svo fremi sem menn höfðu samband. Internetið hefur bætt um betur og samskipti í gegnum tölvupóst voru einnig bylting á sínum tíma, en hann er eiginlega úreltur fyrir ungu kynslóðina með alla þá sam- félagsmiðla sem til eru þarna úti og þeir nota í staðinn. Þá má ekki gleyma þeirri „eitruðu“ blöndu að vera með bæði síma, texta- skilaboð, internet og smáforrit í einu litlu tæki sem í dag er kallað snjallsími. Þeir sem eiga svona tæki, undir- ritaður þar á meðal, vita hvers þau eru megnug og líka að það er auð- velt að finna fyrir þörfinni að vera „tengdur“. Sem fullorðnir einstak- lingar, hafandi gengið í gegnum þessa breyttu tíma, sjáum við líka að samskipti hafa breyst til muna. Það er skemmtilegt að velta fyrir sér samhengi hlutanna og hvern- ig tæknin hefur að vissu leyti haft áhrif á hegðunar- og samskipta- mynstur okkar. Það var í upphafi dýrt að hringja úr farsíma, það var svona spari. Þeir sem voru séðir sendu SMS þegar þau komu en þá var rukkað fyrir textabil og komu alls kyns afbökuð orð út úr því sem var eiginlega nýtt tungumál og kennarar í íslenskufræðum þurftu allt í einu að kynna sér. Orð eins og „gegt“ sem þýðir geðveikt varð til á grundvelli tímasparnaðar og kostnaðarvitundar neytenda. Mörg fleiri skemmtileg litu dagsins ljós, oftsinnis tekin úr ensku eins og CU = see you, GN = góða nótt, ROFL = rolling on the floor laughing. Það er augljóst að með þessari tækni neytenda drógust saman tekjur símafyrirtækjanna og tungumálið breyttist. Breytinga var þörf. Háð netinu Með aukinni netnotkun í símum hefur gagnamagn orðið allsráð- andi faktor í greiðslufyrirkomu- lagi, mörg símafyrirtækin buðu ókeypis símhringingar, SMS- skilaboð innan þeirra kerfis, nú er þetta orðið opið fyrir alla, meira að segja úr heimasímum hjá mörg- um þessara fyrirtækja. Ástæðan er afar einföld, meira og minna öll samskipti stórs hluta snjallsíma- notenda fara í gegnum internetið og einhvers konar samskiptafor- rit. Við erum að miklu leyti orðin háð netinu. Það má meira að segja greina fíkn í notkun og umgengni við þessi tæki í dag. Fíknin bygg- ir á því að þurfa að fylgjast með, missa ekki af neinu, það myndar spennu og streituástand. Saman- burður við aðra sem er mjög skað- legur líkt og hversu mörg „like“ þessi eða hinn fær getur haft veru- leg áhrif á sjálfsmynd viðkomandi. Sum forrit byggja á því að þú hafir fylgjendur eða „followers“ og safna börnin þeim nánast án þess að vita hverjir standa á bak við slíkt og verða berskjölduð fyrir þeim sem nýta sér það. Eitt versta formið af því að skilja út undan á netinu í dag hjá börnum og ung- lingum er að stofna lokaðar grúpp- ur þar sem samskiptin fara fram án þess að hinn upplýsingaþyrsti krakki komist að þeim. Snjallt og almennt ekkert við prívat sam- skipti að athuga en verra ef þau eru notuð til útilokunar annarra og þeim er strítt á því. Meiðandi hegðun Flest forritin byggja á því að send eru myndskilaboð, texti eða „icon“ og er á velflestum þeirra hægt að fylgjast með því sem gert hefur verið. Önnur eru þannig uppbyggð að myndefni og texti eyðist fljót- lega eftir að það hefur verið lesið. Það þarf engan snilling til að átta sig á því hversu skaðlegt slíkt getur verið ef myndefnið er óvið- eigandi eða særandi, hvað þá ef það er ítrekað. Umræðan um ein- elti á netinu hefur verið vaxandi og nýleg könnun SAFT sýndi að 10% barna á unglingastigi viðurkenndu meiðandi hegðun í gegnum miðil- inn. Áhugavert er að einungis 1% foreldra telur að slíkt eigi sér stað gagnvart sínu barni eða að undir- lagi þess. Hver kannast ekki við að börnin séu límd við tækin, erfiðar gangi en áður að halda uppi sam- ræðum og þannig mætti lengi telja? Símafíkn er ekki hægt að sætta sig við, ekki frekar en að einelti og stríðni séu viðhöfð á þessu oft lokaða og hulda samskiptaformi. Afleiðingarnar geta verið skelfi- legar varðandi sjálfsmynd og and- lega líðan þessara einstaklinga og getur slíkt jafnvel leitt til sjálfs- vígs. Frekari vitundarvakningar er þörf! „Netelti“ Í síðastliðinni viku birti ég yfirlitsgrein fyrir þá þætti efnahagslífsins sem hafa verið á uppleið á síðustu misserum. Þessi grein fór fyrir brjóstið á nokkrum álitsgjöfum og því sé ég mig knúna til að reifa málið aðeins betur. Viðskiptajöfnuður hag- stæður Fréttastjóri viðskipta- frétta 365 miðla skrifaði áhugaverðan leiðara föstudag- inn 5. september. Leiðarahöf- undur heldur því fram að við- skiptajöfnuður sé neikvæður. Það er rétt þegar heildartölur ársins 2014 eru teknar saman en skv. nýjustu tölum, sem komu út í síðustu viku, mælist viðskipta- jöfnuður hagstæður um 2,9 ma. króna á 2. ársfjórðungi þessa árs. Það eru væntanlega góðar fréttir fyrir okkur öll. Betra lánshæfismat Varðandi bætt lánshæfismat þá heldur leiðarahöfundur því fram að það hafi verið kolrangt hjá mér, sem er skrítið. Staðreyndin er sú að lánshæfismat Íslands er nú í stöðugum horfum hjá láns- hæfismatsfyrirtækjum. Alþjóð- lega matsfyrirtækið Fitch Rat- ings staðfesti í byrjun ágúst 2014 að horfur fyrir lánshæfismat á langtímaskuldbindingum væru stöðugar. Matsfyrirtækið Stand- ard & Poor‘s breytti horfunum um lánshæfi Ríkissjóðs Íslands úr neikvæðum í stöðugar í janúar 2014 og úr stöðugum í jákvæðar í júlí 2014. Þetta eru líka góðar fréttir fyrir okkur öll. Ekki þriðja heims ríki Niðurstaða leiðarahöfundar var að Ísland væri þriðja heims ríki! Fyrst ber að nefna að í skýrslu World Economic Forum, sem fréttastjóri vísar í, þá hefur Ísland færst upp um sæti frá fyrra ári. Stefnan er að sjálf- sögðu sú að ná hærra og að því eru stjórnvöld að vinna. Ég hef víða farið og get með engu móti borið Ísland saman við þriðja heims ríki. Slík niðurstaða er mjög langsótt. Samkvæmt Alþjóðabankanum eru þjóðar- tekjur á mann í lok árs 2013 hér á landi 5,3 m.kr. en til samanburð- ar eru tekjur í mörgum þriðja heims ríkjum á bilinu 100-500 þúsund kr. á ári. Við mælumst efst þegar kemur að jafnrétti og iðulega erum við efst á lista friðsælla ríkja. Heilbrigðis- og menntamál hér á landi eru einn- ig ávallt ofarlega á lista. Telur einhver að þessi samanburður fréttastjóra sé á rökum reistur? Bjart fram undan Það er gott að búa á Íslandi. Vissulega eru mörg krefjandi verkefni fram undan. Þar má nefna afnám gjaldeyrishaftanna, nýtt húsnæðiskerfi, afnám verð- tryggingar, endurskipulagning almannatryggingakerfisins og sitthvað fleira. Ég get fullyrt að þessi ríkisstjórn hefur þrek og þor til að takast á við þessi verk- efni og leysa þau með sóma. Stað- reyndin er sú að hér hafa skap- ast rúmlega 5.000 störf síðan ríkisstjórn Sigmundar Davíðs tók við, hagvöxtur er nú með því mesta sem þekkist, atvinnu- leysi minna en víðast hvar, verð- bólga sambærileg við það sem er í nágrannalöndum okkar og erlendir aðilar sýna fjárfesting- um hér aftur mikinn áhuga. Við ættum að vera þakklát fyrir að búa á fallega landinu okkar og hjálpast að við að bæta það sem þarf að bæta. Verum jákvæð og bjartsýn á framtíðina. ➜ Staðreyndin er sú að hér hafa skapast rúmlega 5000 störf síðan ríkisstjórn Sigmundar Davíðs tók við, hagvöxtur er nú með þvi mesta sem þekkist, atvinnuleysi minna en víðast hvar, verðbólga sambæri- leg við það sem er í nágrannalöndum okkar og erlendir aðilar sýna fjár- festingum hér aftur mikinn áhuga. Liggurðu á skoðunum þínum? Það er algjör óþarfi . Sendu greinina þína á greinar@visir.is og við komum henni á framfæri hið snarasta. Símafíkn er ekki hægt að sætta sig við ekki frekar en að einelti og stríðni séu viðhöfð á þessu oft lokaða og hulda samskiptaformi. Afleiðingarnar geta verið skelfilegar varðandi sjálfs- mynd og andlega líðan ... FJÁRMÁL Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarfl okks NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI KERFISSTJÓRABRAUT NÝR STARFSVETTVANGUR Á EINU ÁRI! Nám fyrir þá sem vilja hasla sér völl sem kerfisstjórar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Nemendur öðlast víðtækan skilning á uppsetningu netkerfa, viðgerðum og bilana- greiningu á vélbúnaði og uppsetningu stýrikerfa. Námið samanstendur af 3 námskeiðum: - Tölvuviðgerðir - Win 7/8 & Netvork+ - MCSA Netstjórnun Gefinn er 10% afsláttur af öllum pakkanum. þrjú alþjóðleg próf innifalin: „Microsoft Certified Solutions Associate“ Guðni Thorarensen Kerfisstjóri hjá Isavía Helstu upplýsingar: Lengd: 371 stundir Verð: 583.000.- Morgunnám Hefst: 10. október 2014 Lýkur: 5. maí 2015 Dagar: þri & fim: 8.30 - 12.30 fös: 13.00 - 17.00 Kvöld- og helgarnám Hefst: 13. október 2014 Lýkur: 5. maí 2015 Dagar: mán & mið: 18 - 22 lau: 8.30 - 12.30 „Ég hafði komið víða við í vinnu. Síðasta starfið fyrir námið hjá NTV var kokkastarf. Eftir Kerfisstjórabrautina fékk ég frábært starf hjá Isavía.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.