Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 8
9. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 BEIN ÚTSENDING Á WWW.VIB.IS Í DAG KL. 17.00 Ola Borten Moe, fyrrverandi olíu- og orkumálaráðherra Noregs, verður sérstakur gestur opins fundar VÍB um framtíð orkuút- flutnings og mögulega arðsemi sæstrengs frá Íslandi. Að lokinni framsögu fara fram pallborðsumræður og auk Ola Borten Moe verða þátttakendur: » Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra » Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar » Ketill Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Askja Energy Partners Fundarstjóri verður Elín Jónsdóttir, framkvæmdastjóri VÍB. Hjörtur Þór Steindórsson, forstöðumaður orkusviðs Íslandsbanka, stýrir umræðum. Á www.vib.is má fylgjast með fundinum í beinni útsendingu eða horfa á upptöku af honum síðar. E N N E M M / S ÍA / N M 6 4 3 17 Íslandsbanki | Kirkjusandi | 155 Reykjavík | Sími 440 4900 | vib@vib.is facebook.com/VIB.stofan | @vibstofan | www.vib.is ARÐSEMI ORKUÚTFLUTNINGS BANDARÍKIN, AP „Hann er greini- lega búinn að koma saman banda- lagi hinna viljugu,“ sagði Mike Rogers, formaður leyniþjónustu- nefndar fulltrúadeildar Banda- ríkjaþings, um hernaðaráform Baracks Obama Bandaríkjafor- seta gegn vígasveitum Íslamska ríkisins í Írak. „Það er gott,“ bætti hann við, en tók fram að þetta orðalag hefði heyrst áður. „Og svo tel ég að hann þurfi að fræða þing- ið og bandarísku þjóðina um það nákvæmlega hvað við ætlum okkur að gera þarna.“ Leiðtogar bæði demókrata og repúblikana á Bandaríkja- þingi hafa krafist þess að Obama útskýri nákvæmlega hvers konar hernaðaraðgerðir eru fyrirhug- aðar. Sjálfur hyggst Obama kynna áform sín í ræðu á morgun, en í dag hyggst hann ræða málið við þingleiðtoga bæði repúblikana og demókrata. Hann hefur lýst því yfir að enginn landher verði send- ur til Íraks eða Sýrlands. Hernaðurinn verði svipaður því sem Bandaríkin hafa áður gert í baráttu sinni gegn hryðjuverka- mönnum. Bandaríkjaher hefur þegar gert meira en 130 loftárásir á víga- sveitir Íslamska ríkisins í Írak. Vígasveitirnar brugðust við með því að taka af lífi tvo bandaríska fréttamenn sem höfðu verið í gísl- ingu þeirra í Sýrlandi. Nokkur Evrópuríki hafa gefið loforð um þátttöku í hernaði gegn Íslamska ríkinu. Þá samþykkti Arabandalagið í gær að grípa til hernaðar gegn öfgahópum á borð við Íslamska ríkið í Írak og Sýrlandi. Bandalag- ið lét þó vera að lýsa yfir stuðningi við hernað Bandaríkjanna. Í ályktun Arababandalagsins, sem samþykkt var eftir nætur- langa fundi utanríkisráðherra aðildarríkjanna, segir að grípa eigi án tafar til aðgerða á ýmsum sviðum, þar á meðal pólitískra og lagalegra aðgerða auk hernaðar. Mustafi Alani, sem er yfirmað- ur öryggis- og varnarmáladeildar rannsóknarmiðstöðvar um málefni Persaflóaríkjanna í Genf, segir leiðtoga Arababandalagsríkjanna greinilega hafa áhyggjur af því hvað Bandaríkin ætli að gera. Sádi-Arabía og fleiri arabaríki hafa ekki síst gagnrýnt tregðu Bandaríkjanna við að skipta sér af borgarstyrjöldinni í Sýrlandi. Ekkert kemur fram í ályktun Arababandalagsins um það hvort stefnt sé að aðgerðum gegn Ísl- amska ríkinu í Sýrlandi sérstak- lega. gudsteinn@frettabladid.is Obama safnar liði gegn vígasveitunum Bandaríkjaforseti hyggst útskýra hernaðaráform sín gegn Íslamska ríkinu sem hefur vaðið uppi í Sýrlandi og Írak. Arababandalagið hefur samþykkt hernaðarað- gerðir gegn Íslamska ríkinu, en lýsir þó ekki stuðningi við áform Bandaríkjanna. VÍGASVEITIR ÍSLAMSKA RÍKISINS Sigri hrósandi í Rakka í Sýrlandi nú í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.