Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 23
KYNNING − AUGLÝSING Ljós & lampar9. SEPTEMBER 2014 ÞRIÐJUDAGUR 5 eftir að ábyrgðartíma verktaka lýkur. • Veldu vörur sem hafa ábyrgð út líftíma þeirra. • Heildarlista yfir þær vörur sem framkvæmdastjórn ESB hefur bannað er að finna í RAPEX- gagnagrunni framkvæmdastjórn- arinnar yfir hættulegar vörur sem ekki eru matvæli - http://ec.eu- ropa.eu/consumers/safety/rapex/ index_en.htm. „Þar má meðal annars finna 30 kg loftlýsingu sem hætta er á að detti niður; beittar ljósafestingar sem skera í gegnum rafmagnsvíra, vasaljós í laginu eins og hundur sem gat gefið straum þegar skipt var um rafhlöður, útijólaljós sem þola ekki vatn, rafmagnssnúr- ur sem festar eru við innstung- ur með hnútum, plastinnstungur sem þola illa hita, og hleðslutæki sem bráðna,“ segir Arnar. Miklar breytingar „Lýsingarmarkaðurinn er að ganga í gegnum grundvallarbreyt- ingar þar sem tækniþróun og nýj- ungar hafa aldrei verið hraðari. Notkunarmöguleikar ljósgjafa hafa á sama tíma aldrei verið fjöl- breyttari og í dag er ljós nýtt við aðstæður sem ekki voru mögu- legar fyrir nokkrum árum,“ út- skýrir Arnar. „Það er því ljóst að ýmislegt þarf að hafa í huga þegar kemur að vali á ljósgjöfum. Valkostirnir, úrvalið og möguleikarnir hafa aldrei verið meiri og þá skiptir miklu máli að huga vel að þeim gæðum, ábyrgð, verði og ljósgæðum sem krafist er. Þar kemur þekking, reynsla og þjónusta starfsmanna Jóhanns Ólafssonar & Co., til sögunnar.“ Neytendur ættu að vera á verði gagnvart slökum gæðum öryggisins vegna. Arnar Þór Hafþórsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Jó-hanni Ólafssyni & Co, segir að á undanförnum árum hafi nokkrir tugir LED-ljósgjafa verið teknir úr sölu í Evrópu til að vernda neytendur fyrir meðal annars hættu af raflosti eða jafnvel bruna. „Reglugerð um bann við glóper- um tekur gildi í áföngum innan ESB á árunum 2009-2016. Tilskip- un um visthönnun vöru (EcoDe- sign2005/32/EC) hefur verið inn- leidd í samning um EES og reglur um bann við glóperum eru hluti af þeirri tilskipun. Þegar eru fyrir hendi hagkvæmir valkostir í stað nánast allra hefðbundinna pera. Eftir hvern áfanga verður ekki lengur leyfilegt að dreifa viðkom- andi perum í Evrópu. Þær perur sem þegar eru í dreifingu innan ESB má halda áfram að selja,“ greinir Arnar frá. • OSRAM býður upp á mikið úrval valkosta, í stað hefðbundinna gló- pera, sem henta til notkunar af nánast öllu tagi. Hægt er að velja um þrjá framúrskarandi og nú- tímalega valkosti í stað hefðbund- inna pera, nánar tiltekið Halogen ECO-perur, sparperur og LED-per- ur. • OSRAM býður upp á mikið úrval hágæðapera af þessum þremur gerðum sem fáanlegar eru með mismunandi styrkleika, ljóslit, form og sökkla. Á vef okkar, olafsson.is, er svo- kölluð LJÓSTÍMAVÉL, þar sem fólki gefst möguleiki á að reikna út stofn- og rekstrarkostnað á hvern ljóstíma miðað við mismunandi tegundir af ljósaperum. Hvaða kostir fylgja því að gefa til kynna birtumagn í lúmenum? • Nákvæmari skilgreining á ljós- magni peru. • Betri samanburður milli mis- munandi perugerða. • Meira gegnsæi í vali á viðeigandi kostum í stað hefðbundinna gló- pera. Gæði og öryggi „Þótt lög hjálpi til við að vernda viðskiptavini fyrir hættulegum vörum, ættu neytendur einn- ig að vera vakandi gagnvart ódýr- um LED-lausnum, þar sem marg- ar þeirra einkennast af slökum gæðum sérstaklega birtustigs og líftíma. Þótt þessar vörur uppfylli lágmarks laga- og regluviðmið, er varða öryggi, geta þær verið slæm kaup,“ útskýrir Arnar. OSRAM gefur eftirfarandi ráð til kaupenda LED-ljósgjafa: • Kaupið viðurkennd vörumerki frá viðurkenndum söluaðilum. Það á við um allt frá kaupum á einstökum ljósaperum að heild- arlausnum á lýsingu. Best er að velja vörur frá þekktu fyrirtæki sem verður í rekstri þegar ábyrgð rennur út og heldur áfram að fjár- festa í vöruþróun. • Verktakar geta einungis borið ábyrgð um skamma hríð og getur ábyrgð þeirra runnið út löngu áður en ljóst er um gæði sumra ófullnægjandi ljósgjafa. Því er full ástæða til að minna á að við- urkennt vörumerki getur fullviss- að viðskiptavini bæði á meðan og Mikilvægt að vanda valið á ljósgjöfum Mjög mikilvægt er fyrir neytendur að vera meðvitaðir um þær reglugerðir sem gilda varðandi LED-ljósgjafa. Á markaðnum í dag má finna töluvert af LED-ljósgjöfum sem uppfylla ekki þau lög og reglugerðir sem í gildi eru. Það getur reynst erfitt fyrir neytendur að átta sig á því hvort varan sem þeir hyggjast kaupa uppfylli gæðakröfur. Arnar Þór Hafþórsson, sölu- og markaðsstjóri hjá Jóhanni Ólafssyni & Co, segir að neytendur þurfi að vera meðvitaðir um ýmsar breytingar sem gerðar hafa verið á reglum um lýsingu. Mynd/Anton MERKINGAR Á PAKKNINGUM Mikilvægt er fyrir neytendur að vera með- vitaðir um að þær vörur sem þeir velja séu merktar á viðeigandi hátt og að á pakkn- ingum sé að finna þær upplýsingar sem nauðsynlegar eru og lög kveða á um. Allar pakkningar eiga að vera merktar með „nær- ingartöflu“ – sjá mynd hér fyrir ofan sem og orkunýtnitöflu – sjá mynd til hliðar. Skipting yfir í lúmen (lm). Ólíkar perugerðir þurfa mjög mismunandi mikið rafmagn til að gefa sama ljósmagn. Því er réttara að gefa til kynna ljósmagn í lúmenum (lm). Þessi eining er skilgreind sem allt það ljós sem ljósgjafi gefur í allar áttir. Á þennan hátt má auðveldlega bera saman birtumagn mismunandi pera – sjá mynd/töflu. Gáðu að CE-merki – en athugaðu að merkið er stundum svikið. Sumar vörur bera merki sem lítur út eins og CE-merkið, en þýðir „kínverskur útflutningur“ frekar en „Conformité Européenne“ sem er gæðamerki Evrópu. Myndin hér að ofan sýnir muninn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.