Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 41
ÞRIÐJUDAGUR 9. september 2014 | LÍFIÐ | 21 ➜ Barnið verður númer fjögur í röðinni til að erfa krúnuna og Harry prins færist niður í fimmta sætið. Strákasveitin One Direction tilkynnti útgáfudag fjórðu plötu sinnar í gær en hún kemur út 17. nóvember næstkomandi. Platan heitir einfald- lega Four og glöddu strákarnir stóran aðdáendahóp sinn með því að gefa út eitt lag af nýju plötunni sem heitir Fireproof. Var álagið á síðunni, þar sem nálgast mátti lagið, svo mikið að hún lá niðri í fimmtán mínútur. Sveitin er um þessar mundir að ljúka sínu þriðja tónleikaferðalagi um heiminn, en Where We Are-túrinn hófst í Suður-Ameríku í apríl. Klára plötu í miðri tónleikaferð VINSÆLIR One Direction slær ekki slöku við. Leikarinn Neil Patrick Harris, sem lék meðal annars í þáttunum How I met your mother, gekk að eiga unn- usta sinn til tíu ára, David Burtka, á laugardaginn. Athöfnin fór fram á Ítalíu og voru aðeins nánustu vinir og fjölskylda viðstödd. Brúðgum- arnir klæddust sérhönnuðum smókingfötum frá fatahönnuðinum Tom Ford. Saman eiga þeir tvíburana Harper Grace og Gideon Scott sem tóku virkan þátt í athöfn feðra sinna. Hápunktur veislunnar var þegar Sir Elton John tók lagið við mikinn fögnuð viðstaddra. Í hjónaband eft ir tíu ára samband GIFTIR MENN Harris og Burtka giftust í sérhönnuðum jakkafötum frá Tom Ford. AFP/NORDICPHOTOS Vilhjálmur Bretaprins og Katrín, hertogaynja af Cambridge, sendu frá sér tilkynningu í gærmorg- un þess efnis að þau ættu von á öðru barni. Fyrir eiga þau soninn George Alexander Louis sem er fæddur 22. júlí 2013 og er því fjór- tán mánaða. Líkt og á fyrri með- göngu sinni þjáist Kate af hyper- emesis gravidarum eða sjúklegri morgunógleði en talið er að ein af hverjum tvö hundruð konum þjáist af þessum kvilla á meðgöngu. Er hún undir ströngu eftirliti lækna í Kensingtonhöll. Þykir líklegt að Katrín sé ekki komin tólf vikur á leið, en ungu hjónin hafi þurft að tilkynna þungunina þar sem Katr- ín mun ekki geta sinnt opinberum heimsóknum sökum morgunógleð- innar. Hún átti að vera með Vilhjálmi í opinberri heimsókn í Oxford- háskóla, auk þess sem fyrirhug- uð var tveggja daga heimsókn til Möltu síðar í mánuðinum. Barnið verður númer fjögur í röðinni til þess að erfa krúnuna og þar með færist frændi þess, Harry prins, í fimmta sætið. -asi Vilhjálmur og Katrín eiga von á öðru barni Fyrir eiga hertogahjónin af Cambridge soninn Georg Alexander Louis sem er fj órtán mánaða gamall. ALSÆL Vilhjálmur og Katrín eru í skýjunum með væntan- lega viðbót við konungsfjölskylduna. AFP/NORDICPHOTOS Eirberg ehf. Stórhöfða 25 Sími 569 3100 eirberg.is Er lús á heimilinu? Nitty Gritty NitFree grípur bæði lýs og nit. Laserskornar stáltennur með agnarsmáu bili ná bæði lúsum og nitum. Stáltennurnar gefa ekkert eftir og renna mjúklega í gegnum hárið. Laserskurðurinn kemur í veg fyrir að kamburinn reiti hár. Vel kembt hár með Nitty Gritty NitFree tryggir árangur og gerir aðrar meðferðir gegn lús óþarfar. Regluleg notkun kemur í veg fyrir vandamál tengt lús. Endursöluaðilar: Fjarðarkaup, Iceland og apótek KRINGLAN OG SMÁRALIND 591 5300 · GAMESTODIN.IS Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.