Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 22
KYNNING − AUGLÝSINGLjós & lampar ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 20144 Íris Hera Norðfjörð hefur lengi verið hrifin af fallegum og áberandi ljósakrónum eins og bersýnilega sést á veitingastöðun- um hennar, Kryddlegnum hjört- um á Skúlagötu og Hverfisgötu. „Ég er með nokkurs konar söfnun- aráráttu fyrir ljósum og ég er sér- staklega hrifin af kristal. Kristall er nefnilega ekki bara fallegur og „blingar“ heldur sogar hann líka neikvæða orku til sín. Það þarf þó að þrífa hann reglulega og ég er búin að finna þægilega aðferð til þess. Ég spreyja á kristalinn með ediki, set höndina inn í mjúkan sokk og strýk svo af kristöllunum með sokknum,“ segir Íris brosandi og bætir því við að það sé alls ekki mikil vinna þrátt fyrir að vera með nokkrar mjög veglegar krónur á veit- ingastaðnum á Skúlagötu. Uppáhaldsljósin hennar eru þó ekki kristalskrónurnar heldur ljósakrónurn- ar sem hanga á hinum veitingastaðn- um hennar en þær eru frá Marokkó. „Ég hef lengi verið hrifin af öllu austurlensku og vildi skapa ákveðna stemningu inni á staðnum. Þegar það er orðið dimmt varpa ljósakrónurnar fal- legu mynstri á allt umhverfið og skapa skemmtilegt andrúmsloft. Mér finnst mikilvægt að gestir mínir næri öll skilningarvit þegar þeir koma hingað og lagði mikla vinnu í að fá góðan hljómburð auk þess að hafa fallegt hérna.“ Kristallinn er ekki bara til stað- ar á veitingastað Írisar Heru held- ur er hún líka með fallega krist- alskrónu á heimili sínu. „Hún er að vísu biluð og ég er að bíða eftir nýjum armi á hana. Þrátt fyrir það er ég með hana uppi við enda setur hún svo fallegan svip á heimilið. Þetta var fyrsta „grand“ ljósakrónan sem ég eign- aðist en það var skemmtileg tilviljun að ég keypti hana í ljósabúð sem var áður til húsa í sama húsi og Kryddlegin hjörtu á Skúlagötu er núna.“ Íris ætlar að loka staðnum á Skúlagöt- unni um næstu mánaðamót og þarf því að losa sig við kristalsljósakrónurnar. Hún hvetur þá sem áhuga hafa á að eignast fal- legar ljósakrónur að hafa samband. Með söfnunaráráttu fyrir ljósum Ljósakrónur setja mikinn svip á umhverfi Írisar Heru Norðfjörð en hún hefur safnað ljósum í gegnum tíðina. Á heimili hennar má finna fallega kristalsljósakrónu og á veitingastöðunum Kryddlegin hjörtu er fallegt safn ljósa frá Marokkó og líka kristalskrónur. Íris Hera á Krydd- legnum hjörtum er hrifin af alls kyns fallegum ljósum og hefur lengi safnað slíkum gripum. MYND/GVA Veitingastaðurinn Kryddlegin hjörtu á Hverfisgötu státar af hvorki meira né minna en 25 marokkóskum ljósum í veitingasalnum. Írisi Heru finnst mikilvægt að gestir hennar næri öll skilningarvit þegar þeir koma inn á veitingastaðinn hennar. Koparljósin frá Marokkó eru öll handgerð og liggur mikil vinna á bak við gerð þeirra. Marokkósku ljósakrónurnar varpa fallegu mynstri á veggina þegar dimmt er orðið og andrúmsloftið verður spennandi. Íris á þessa fallegu kristalsljósakrónu sem setur svip sinn á heimili hennar. Kristalsljósakrónurnar sóma sér vel á Skúlagötunni. Þær eru voldugar og ættu að soga til sín alla neikvæða orku á svæðinu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.