Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 24
KYNNING − AUGLÝSINGLjós & lampar ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 20146 BYKO býður upp á mikið úrval ljósa fyrir heimili og fyrirtæki. Fyrirtækið hefur alla tíð lagt mikið upp úr góðu vöruúrvali en ekki síður sann- gjörnu verði. Öll heimili og fyr- irtæki ættu því að geta leyst úr ljósa- málum í verslun- um BYKO að sögn Eyrúnar Friðjóns- dóttur, útstilling- arst jóra BY KO. „Við höfum fjöl- breyttar lausnir fyrir stór og smá heimili eða stök herbergi. Hér finna allir eitthvað við sitt hæfi, hvort sem um er að ræða ljós fyrir stofuna, svefn- herbergið, eldhúsið eða snyrt- inguna. BYKO hefur alla tíð lagt mikla áherslu á góð gæði og því má alltaf finna hentugar og fal- legar lausnir á góðu verði í versl- unum okkar.“ Hægt er að kaupa ljós í öllum verslunum BYKO en verslunin í Breiddinni er þó sú langstærsta. „Ljósadeildin í Breiddinni er í raun ein af stærstu ljósabúðum landsins og úrvalið er svo sann- arlega mikið. Hér, eins og raun- ar í öðrum verslunum okkar, starfar reynslumikið fagfólk sem tekur vel á móti viðskiptavinum og aðstoðar eftir bestu þörfum. Þá skiptir engu máli hvort verið sé að kaupa eitt ljós eða ljós fyrir heila íbúð.“ Úrval útiljósa mikið Stór hluti þeirra ljósa sem BYKO selur er frá norsku fyrirtæki sem heitir Scanlight. „Þetta er gæða- fyrirtæki sem framleiðir fjölbreytt úrval ljósa. Við höfum selt ljós frá því í mörg ár við mikla ánægju við- skiptavina. Einnig bjóðum við upp á úrval ljósa frá öðrum erlendum framleiðendum. Svo er líka gaman að minnast á að við seljum inn- lenda framleiðslu en um er að ræða ljós frá Stansverki, sem fram- leiðir úrval af inni- og útiljósum.“ Auk mikils úrvals af ljósum selur BYKO einnig gott úrval af ljósa- perum í allar gerðir ljósa og staka lampaskerma. Mikið framboð útiljósa í öllum stærðum og gerðum er einnig í boði í verslunum BYKO. „Hér má finna útiljós fyrir veggi, undir þakskegg, á staura og í garðinn. Breiddin er mikil en eins og með inniljósin er aðaláherslan lögð á gæði á sanngjörnu verði. Við bjóðum upp á nýtískulega hönn- un í bland við eldri hönnun enda eru þarfir viðskiptavina okkar ólíkar.“ Á www.byko.is má finna helstu upplýsingar um flest inni- og úti- ljós sem BYKO býður upp á. „Þar geta viðskiptavinir skoðað sig um áður en þeir koma í verslanir okkar þar sem þeir hitta fyrir fag- menn okkar og klára kaupin.“ Mjög gott úrval og frábær þjónusta Ein stærsta ljósabúð landsins er ljósadeild BYKO í Breiddinni. Verslanir BYKO bjóða upp á mikið úrval inni- og útiljósa en lögð er mikil áhersla á gæði og sanngjarnt verð. Starfsmenn ljósadeilda eru reynslumiklir og veita viðskiptavinum persónulega þjónustu. Útiljós af ýmsum gerðum. MYND/VALLI Björt og skær loftljós í ýmsum stærðum. MYND/VALLI Falleg íslensk hönnun frá Stansverki. MYND/VALLIBarnaherbergin eru oft litrík. MYND/VALLI Eyrún Friðjóns- dóttir, útstillinga- stjóri BYKO. MYND/VALLI Ljósadeildir BYKO bjóða upp á fjölbreyttar lausnir fyrir heimili og fyrirtæki landsins. MYND/VALLI Kastarar passa vel inn í flest rými. MYND/VALLI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.