Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 42
9. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR| SPORT | 22 PEPSI KVENNA 2014 STAÐAN Stjarnan 16 14 1 1 53-9 43 Breiðablik 16 12 1 3 49-15 37 Fylkir 16 9 2 5 18-17 29 Þór/KA 16 8 3 5 19-23 27 Selfoss 16 8 2 6 34-24 26 ÍBV 16 8 0 8 40-25 24 Valur 16 6 4 6 27-24 22 FH 16 3 3 10 16-555 12 Afturelding 16 3 1 12 15-45 10 ÍA 16 0 1 15 8-42 1 ÚRSLIT Þór/KA Stjarnan 0-2 - Elva Friðjónsdóttir, Harpa Þorsteinsdóttir. Afturelding Breiðablik 3-4 Helen Lynskey 3 - Telma Hjaltalín Þrastar- dóttir 3, Fanndís Friðriksdóttir. Selfoss-Fylkir 4-0 Kristrún Antonsdóttir, Guðmunda Brynja Óladóttir 2. Valur-FH 2-3 Elín Metta Jensen, Hildur Antonsdóttir - Ana Victoria Cate, Sandra Sif Magnúsdóttir, Elva Björk Ástþórsdóttir. UNDANKEPPNI EM ÚRSLIT GÆRDAGSINS Rússland - Liechtenstein 4-0 Austurríki - Svíþjóð 1-1 David Alaba - Erkan Zengin. Eistland - Slóvenía 1-0 Lúxemborg - Hvíta Rússland 1-1 Svartfjallaland - Moldóva 2-0 San Marino - Litháen 0-2 Spánn - Makedónía 5-1 1-0 Sergio Ramos, víti (15.), 2-0 Paco Alcacer (17.), 2-1 Ibrahimi (28.), 3-1 Sergio Busquets (45.+3), 4-1 David Silva (50.), 5-1 Pedro (90.+1). Sviss - England 0-2 0-1 Danny Welbeck (58.), 0-2 Danny Welbeck (90.+4). Úkraína - Slóvakía 0-1 FÓTBOLTI „Það er gaman að fara af stað á ný og hefja nýja undan- keppni,“ sagði Lars Lagerbäck, annar landsliðsþjálfara Íslands, á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í gær. Klukkan 18.45 í kvöld verður flautað til leiks í leik Íslands og Tyrklands í A-riðli undankeppni EM 2016. Lagerbäck, sem fór þrisvar með Svíþjóð í lokakeppni EM, segir alla klára í leikinn fyrir utan Jóhann Berg Guðmundsson sem glímir við meiðsli í nára. Ísland og Tyrkland hafa mæst sjö sinnum á knattspyrnuvell- inum. Ísland hefur unnið fjóra leiki, tveimur lauk með jafntefli og Tyrkir unnu sinn eina sigur 12. október 1994 þegar þeir lögðu Íslendinga 5-0 í Istanbúl. Þjálfari Tyrklands á þeim tíma var sá sami og er nú við stjórnvölinn hjá liðinu: Fatih Terim. Terim tók við tyrkneska lands- liðinu í þriðja sinn í ágúst 2013 eftir að Abdullah Avcı var rekinn. Tyrkland hefur unnið tíu af tólf leikjum sínum undir stjórn Termis og ljóst er að íslenska liðsins bíður erfitt verkefni í kvöld. Tyrkir spiluðu vináttulandsleik gegn Dönum í Óðinsvéum síðasta miðvikudag og unnu 1-2 sigur. Heimir Hallgrímsson, hinn lands- liðsþjálfari Íslands, segist hafa farið vel yfir þann leik: Gott að eiga fleiri vopn „Þeir reyndu aðrar útfærslur og spiluðu með þrjá miðverði sem gæti verið vísbending um að þeir væru að undirbúa sig undir að spila gegn liði sem spilar 4-4-2. Það kemur síðan í ljós hvernig þeir spila á móti okkur. Við reynum að láta ekkert koma okkur á óvart í leiknum og höfum undirbúið okkur vel,“ sagði Heimir á blaðamanna- fundinum í gær, en íslenska liðið hefur aldrei fengið jafn langan tíma (sjö daga) til undirbúnings fyrir leik síðan Lagerbäck og Heimir tóku við. Þjálfararnir hafa meðal annars notað þennan langa tíma til æfa nýtt leikkerfi: „Það gafst tími til að fara í aðra hluti og það er gott að eiga fleiri vopn í vopnabúrinu þegar við förum inn í þessa und- ankeppni,“ sagði Heimir sem bætti við að það væri vissulega áhætta breyta um leikkerfi, en íslenska liðið hefur spilað 4-4-2 síðan þeir Lagerbäck tóku við. Hef fulla trú á að við vinnum Framherjinn Kolbeinn Sigþórs- son sat einnig fyrir svörum í gær. Hann segir menn hlakka til leiks- ins í kvöld: „Það er alltaf tilhlökk- un fyrir fyrsta leik og stemmn- ingin í liðinu er góð. Þetta verður spennandi verkefni,“ sagði Kol- beinn sem hefur skorað 15 mörk í aðeins 23 landsleikjum. „Tyrkirnir eru með vel spilandi lið og við þurfum að hafa góðar gætur á þeim. Mér finnst við vera mjög vel undirbúnir fyrir leikinn,“ bætti Kolbeinn við. Heimir ítrekaði að íslenska liðið stefndi hátt: „Þú nærð aldrei langt nema þú setjir markið hátt. Við vitum að það verður erfitt að toppa árangurinn í síðustu keppni, en liðið er á flottum aldri og strák- arnir eru í flottu standi. Ég hef fulla trú á að við vinnum leikinn á morgun (í dag),“ sagði Eyjamað- urinn að lokum. ingvi@frettabladid.is Við látum ekkert koma okkur á óvart Ísland hefur leik gegn Tyrklandi í undankeppni EM 2016 í kvöld. Mótherjinn er sterkur, en tyrkneska liðinu hefur gengið vel að undanförnu. Þjálfarar íslenska liðsins hafa nýtt langan undirbúningstíma til að æfa nýtt leikkerfi . LEIKNIR Gylfi Þór Sigurðsson og Kolbeinn Sigþórsson á æfingu landsliðsins í gær. Lars Lagerbäck stendur álengdar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Stale Solbakken, þjálf- ari FC Kaupmannahafnar, var mjög ánægður með spilamennsku Eiðs Smára Guðjohnsen í vara- liðsleik FCK gegn Nordsjælland í gær en Eiður Smári lagði upp tvö mörk í 4-2 sigri. Eiður hefur æft með FCK undanfarna daga og er áhugi frá báðum aðilum að komast að sam- komulagi en Stale segist vera nokkuð bjartsýnn á að málið yrði klárað fyrr en síðar í samtali við Bold.dk. „Við sáum það sem við vonuð- umst eftir, þrátt fyrir að hafa elst er hann mjög góður leikmaður. Við þurfum að meta það hversu langan tíma það tekur hann að komast í form,“ sagði Stale. „Við getum ekki skráð hann í Evrópudeildina og við þurfum að hugsa þetta vandlega, rétt eins og hann þarf að skoða tilboð okkar betur.“ - kpt Eiður með tilboð frá FCK DANMÖRK? Eiður getur farið í danska boltann. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP KÖRFUBOLTI Í gær var staðfest að EM í körfuknattleik, Eurobas- ket, verður haldið í Frakklandi, Þýskalandi, Króatíu og Lettlandi næsta sumar. Úrslitin fara síðan fram í Lille í Frakklandi. Ísland komst í fyrsta sinn á stórmót í körfubolta á dögunum eftir tvo frækna sigra á Bretlandi en óvissa var hvar mótið yrði haldið. Átti það upphaflega að vera haldið í Úkraínu en tekin var ákvörðun í ljósi ástandsins í land- inu að færa skyldi mótið. Engin þessara þjóða bauðst til þess að halda mótið eitt og sér og var þetta lokaniðurstaðan sem tekin var í Madríd í dag. Óvíst er hvar Ísland mun spila. - kpt EM í fj órum löndum FÓTBOLTI Fatih Terim, þjálfari tyrkneska landsliðsins, á von á gríðarlega erfiðum leik í kvöld Terim segist muna eftir því að leika hérna sem leikmaður. „Íslenska liðið er mjög sterkt líkamlega. Markmiðið er að byrja þetta vel og ég vona bara að leik- menn mínir gefi allt í þetta. Það má ekki gleyma því að Ísland er með lið sem komst lengra en við í síðustu undankeppni og er með marga leik- menn sem spila í stærstu deildum heims. Það gæti reynst þeim vel að þeir eru flestir komnir af stað á tímabilinu en mínir leikmenn eru að byrja tímabilið,“ sagði Terim, sem ber mikla virðingu fyrir íslenska liðinu. „Þeir eru teknískari en þeir voru áður svo við þurfum að gæta okkur vel á þeim. Þessir leikmenn eru allir að spila á stóra sviðinu og þeir eru stoltir af landi sínu og þjóð og vilja gera Íslendinga stolta af þeim. Í brúnni er svo Lars Lagerbäck sem ég ber mikla virðingu fyrir. Við erum með metnaðarfullt lið sem vinnur vel saman Það er mikil pressa á okkur heiman frá. Eftir að hafa misst af tveimur stórmótum í röð er gerð krafa að við komumst á EM í Frakklandi,“ en að lokum var Terim spurður hvort hann óttaðist að eldgosið myndi hafa áhrif á leikinn. „Ég hef litlar áhyggjur af þessu, við getum ekkert gert í þessu nema bara að fara á morgun og spila.“ - kpt Ísland með teknískara lið en áður PRESSA Terim þungur á brún á fund- inum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Íslenska U-21 árs landsliðið eygir enn von um umspilssæti um laust sæti á EM eftir frækið jafntefli gegn Frökkum ytra í gær. Frakkar, sem eru búnir að vinna riðil Íslands, sóttu mikið í leiknum og skoruðu ekki fyrr en eftir rúmlega klukkutíma leik. Þá skoraði Yaya Sanogo, framherji Arsenal. Ísland fékk fá færi í leiknum en náði að nýta eina hornspyrnu til hins ítrasta. Guðmundur Þórarinsson með spyrnuna sem fór á kollinn á Kristjáni Gauta Emilssyni og þaðan í netið. Markið þýðir að Ísland er enn í baráttu um að fá umspilssæti en það skýrist ekki fyrr en annað kvöld hvort Ísland fær sætið en þá lýkur riðlakeppninni. - hbg EM-draumurinn er sprelllifandi SPORT ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 7 03 55 0 8/ 14 www.lyfja.is Fyrir þig í Lyfju www.lyfja.is Lægra verð í LyfjuNicorette Fruitmint, forðaplástrar og innsogslyf. Allar pakkningar og styrkleikar. 20% afsláttur Gildir út september. - Lifi› heil

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.