Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 16
| 2 Fyrir tveimur árum hófu nokkrir sálfræðingar undir-búning þess að taka á leigu húsnæði sem gæti hýst á einum stað starfsemi margra sálfræð- inga. Þeir höfðu sameiginlega reynslu af því að það hefur ýmsa galla að vera hvert í sínu horni með rekstur, endurmenntun og meðferðarstarf. Sálfræðingar Höfðabakka hófu starfsemi í lok ágúst 2013 og er reynslan af samstarfinu mjög jákvæð. Með því að sameinast í stærri rekstrareiningu höfum við náð fram eftirfarandi: ■ Auknum sveigjanleika í þjón- ustu: Með auðveldu aðgengi að svo mörgum fagaðilum hefur biðtími eftir þjónustu styst sem bætir aðgengi ein- staklinga að sálfræðiþjónustu. ■ Aukinni faglegri samvinnu: Nábýlið hefur fætt af sér ýmis samstarfsverkefni og eflt önnur sem voru þegar hafin. ■ Sameiningu um stærri verk- efni: Við erum nú í stakk búin að gera samstarfssamninga við stóra vinnustaði. ■ Faglegum fjölbreytileika: Hér er saman komin mikil FJÖLMENNASTI VINNU- STAÐUR SÁLFRÆÐINGA Hér viljum við leggja sérstaka áherslu á að kynna þjónustu okk- ar við vinnustaði og starfshópa: Fræðsla fyrir vinnustaði er einkum um sálfélagslegar hliðar starfsumhverfisins, svo sem sam- skipti á vinnustað og vellíðan í starfi, streitu og streituvarnir, viðbrögð við breytingum, einelti og svo framvegis. Ráðgjöf býðst bæði starfshóp- um og einstaklingum. Ýmist er um tímabundna ráðgjöf að ræða, vegna aðsteðjandi vandamála/ viðfangsefna, eða ráðgjöf yfir lengri tíma; sem hluti af starfs- þjálfun einstaklinga/starfshópa. Vinnustaðagreiningar. Stjórn- endum á vinnustöðum er lögð rík skylda á herðar varðandi að meta sálfélagslega áhættuþætti á vinnustað og bregðast við aðstæðum sem kunna að valda vanlíðan hjá einstökum starfs- mönnum. Vinnustaðagreiningar geta verið mat á sálfélagslegum áhættuþáttum, úttektir vegna vandamála í starfshópnum eða athuganir vegna eineltiskvart- ana. Einstaklingsbundin aðstoð við starfsmenn getur verið í formi handleiðslu, áfallahjálpar eða meðferðarsamtala. Þjónusta okkar við vinnustaði getur verið með ýmsu sniði. Í mörgum tilvikum er um að ræða afmörkuð fræðsluverkefni, eða stuðningsviðtöl við starfsmenn. Í öðrum tilvikum erum við ráð- gefandi varðandi stefnumótunar- vinnu og mótun verklagsreglna, t.d. stefnumótun og verklagsregl- ur í eineltismálum. Loks gerum við sérstaka þjónustusamninga við fyrirtæki, sniðna að óskum og sérstöðu viðkomandi vinnu- staðar. Dæmi um þætti sem fallið geta undir slíkan þjónustusamn- ing: Áfallahjálp, handleiðsla, fræðsla og starfsmannastuðn- ingur. EINSTAKLINGAR OG VINNUSTAÐIR Líf og sál sálfræðistofa var stofnuð árið 2000 af sálfræðingunum Einari Gylfa Jónssyni og Þórkötlu Aðalsteinsdóttur. Þar starfa fimm sálfræðingar sem sinna fjölbreyttri þjónustu við vinnustaði og starfs- hópa ásamt einstaklingsmeðferð. Eins og nafnið Karlar til ábyrgðar bendir til er þungamiðja með- ferðarinnar að taka ábyrgð á eigin ofbeldishegðun og í framhaldinu að þróa leiðir til að takast á upp- byggilegan hátt á við það sem upp kann að koma í samskiptum. Allir sem leita til KTÁ byrja í ein- staklingsviðtölum. Í framhaldinu er síðan ákveðið hvort einstak- lings- eða hópmeðferð hentar við- komandi betur. Lögð er áhersla á að viðkomandi þiggi aðstoðina af fúsum og frjálsum vilja og sjái sjálfur um að panta sér viðtal. Undantekningar á þessari megin- reglu eru til dæmis þegar barna- verndaraðilar vísa málum til KTÁ. MATSVIÐTÖL VIÐ MAKA Ekki er boðið upp á hjónaviðtöl, en mökum er boðið upp á viðtöl við upphaf og lok meðferðar til að meta öryggi maka og barna. Auk þess er þeim bent á önnur stuðningsúrræði, sé þess óskað. FJÓRIR SÁLFRÆÐINGAR AÐ STÖRFUM Andrés Ragnarsson og Einar Gylfi Jónsson, sem unnið hafa að verkefninu frá upphafi; Aðalbjörg Heiður Björgvinsdóttir, sem sinnir makaviðtölum og viðtölum við konur sem eru gerendur, og Kristján Már Magnússon, sem sinnir meðferð á Norðurlandi. Þjónusta KTÁ er niðurgreidd og allir geta leitað eftir henni beint. Beinn sími KTÁ: 555 3020; net- fang: kta@lifogsal.is. HEIMILISOFBELDI – MEÐFERÐ Karlar til ábyrgðar (KTÁ) er eina sérhæfða með- ferðaúrræðið fyrir karla sem beita ofbeldi á heimil- um hér á landi. Um er að ræða einstaklingsmeðferð og hópmeðferð hjá sálfræðingum. Konum sem beita ofbeldi í nánum samböndum býðst einnig aðstoð. Áfallahjálp er sérhæfð þjónusta við fólk í kjölfar áfalla. Hún byggir á viðurkenndum aðferðum til að bregðast við bráðum áfallastreituviðbrögðum og beinist að því að draga úr uppnámi og stuðla þannig að betri aðlögun eftir áfallið. Ef fólk leitar aðstoðar strax eftir atburð er áfallahjálpin sem veitt er afmörkuð, tímabundin og með áherslu á forvarnir og mat á þörf fyrir frekari eftirfylgd. Sálfræðingar Höfðabakka eru með bráðaþjónustu fyrir þá sem þurfa aðstoð strax eftir atburð þannig að hægt er að mæta þörfum innan sólarhrings. Ef frekari aðstoðar er þörf, eða ef fólk leitar að- stoðar vegna gamalla áfalla, felst aðstoðin í sér- hæfðri áfallameðferð. Hjá Sálfræðingum Höfðabakka starfa nokkrir af helstu sérfræðingum landsins í áfallahjálp og áfallameðferð en einnig eru þar um tuttugu sálfræðingar sem hafa viðbótarmenntun í áfallameðferð. Þessir aðilar hafa boðið upp á nám- skeið og handleiðslu fyrir aðra meðferðaraðila í tengslum við áfallahjálp og áfallameðferð. Hjá Sál- fræðingum Höfðabakka er boðið upp á mismunandi tegundir áfallameðferðar, eftir því hvað hentar hverjum skjólstæðingi. Þannig er hægt að velja um EMDR-meðferð (www.emdr.is), CPT (Cognitive Pro- cessing Therapy) og fleiri aðferðir innan hugrænnar atferlismeðferðar. Áfallameðferðin er í boði fyrir börn, unglinga og fullorðna. Sálfræðingar Höfðabakka hafa undirritað sam- komulag við Rauða krossinn á Íslandi um áfallahjálp. Annars vegar er þar um að ræða stuðning og með- ferð vegna áfalla sem sjálfboðaliðar, sendifulltrúar og starfsfólk Rauða krossins verða fyrir við störf sín og hins vegar fræðsla og þróun sem tengist áfalla- hjálp. Þessi samningur er sá fyrsti sinnar tegundar á landinu og er möguleiki að gera slíkan samning við fleiri stofnanir og fyrirtæki. ÁFÖLL OG ÁFALLAVINNA Áföll fylgja daglegu lífi okkar, því miður, og þau hafa áhrif á okkur en þau áhrif eru einstaklingsbundin. Hjá Sálfræðingum Höfðabakka er boðið upp á áfallahjálp og áfallameðferð. EIGENDUR REKSTRARFÉLAGSINS Þórdís Rúnarsdóttir, Þórkatla Aðalsteinsdóttir, Jóhann Thoroddsen, Gyða Eyjólfsdóttir, Einar Gylfi Jónsson og Andrés Ragnarsson eru eigendur rekstrarfélags Sálfræðinga Höfðabakka. FJÖLBREYTT ÞJÓNUSTA Sálfræðingarnir Reynar Kári Bjarnason, Rakel Davíðsdóttir, Einar Gylfi Jónsson, Áslaug Kristinsdóttir og Þórkatla Aðalsteinsdóttir. ÞRAUTREYND Gyða Eyjólfs- dóttir, Sig- ríður Þormar og Jóhann Thoroddsen eru þrautreynd við áfallahjálp og meðferð áfallastreiturösk- unar ásamt fleiri sálfræðingum á Höfðabakka. og fjölbreytt þekking á með- ferðarformum: HAM, Gjörhygli, EMDR, ACT. ■ Samstarfi við önnur með- ferðar- og stuðningsúrræði: heilsugæsluna, VIRK, Janus og fleiri. ■ Aukinni fræðslu: Við höfum góða aðstöðu til námskeiðahalds . ■ Hagkvæmni í rekstri: Með því að sameinast um ýmsa grunn- þætti stofureksturs dreifum við kostnaðinum og veitum betri þjónustu. Okkur til mikillar ánægju hafa þeir sem hingað koma haft orð á að hér sé notalegt andrúmsloft, persónuleg þjónusta og alúðlegt umhverfi. SÁLFRÆÐINGAR HÖFÐABAKKA Stærsta samfélag sjálfstætt starfandi sál- fræðinga og einstaklinga úr öðrum heilbrigðisstéttum er á Höfðabakka. Í dag starfa þar tuttugu sálfræðingar og þrír geðhjúkrunarfræðingar, auk tveggja mót- tökuritara. Á stofunni er saman komin mikil og fjölbreytt fagþekking og starfs- reynsla á sviði meðferðar, ráðgjafar, fræðslu og greiningarvinnu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.