Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 28
KYNNING − AUGLÝSINGLjós & lampar ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 201410
Páfuglinn varð óvart á vegi mínum þegar ég laumaðist í uppáhaldsbúðina mína sem
er Heimili & hugmyndir á Suður-
landsbraut. Ég má helst ekki fara
þangað inn og varð auðvitað frið-
laus því ég er svo hrifin af fuglum,“
segir Dóra, sem daginn eftir fyrstu
kynni við páfuglslampann fór og
festi á honum kaup.
„Ég taldi mér trú um að ég yrði
að eignast blessaðan fuglinn enda
hefur hann engan svikið og er
uppáhaldshúsmunurinn minn
og ofboðslega fallegur. Ég sit oft í
dimmunni og stari á hann í van-
trú yfir því að hann sé minn,“ segir
Dóra sem kolféll fyrir íburðarmiklu
stélinu og litnum sem passar vel við
innviði heimilisins.
„Páfuglinn vekur ómælda at-
hygli gesta og frá lampanum stafar
töfrandi birta sem sendir heillandi
bjarma upp í hátt stofuloftið. Þetta
er svona ekta Homes & Gardens-
lampi sem maður sér stundum
punta dýrindis spænskar villur og
er sannkölluð heimilisprýði.“
Saknar Fríðu frænku
Haustið er eftirlætisárstími Dóru;
þegar rómantísk birtuskilyrð-
in kalla á lokkandi lampabirtu og
blikandi kertaljós.
„Ég á þó nokkra lampa og er
hrifnust af stórum og bosmamikl-
um hlunkum sem líka eru mubl-
ur. Á heimilinu eru sárafá loft-
ljós en þeim mun fleiri vegg- og
borðlampar og mér þykir gaman
að setja lampa á hina skrítnustu
staði, eins og á eldhúsborðið og á
baðherbergið,“ segir Dóra í hlýlegu
og heimilislegu húsi sínu.
„Stíllinn hér heima er blanda af
nýju og gömlu og get ég beinlínis
grenjað yfir fallegri antík. Ég sé því
mikið eftir Fríðu frænku því eftir-
lætistómstundaiðjan mín var að
hangsa þar í klukkutíma síðdegis
og gramsa í gömlum hlutum.“
Lampi úr skeljum og steinum
Innanhússhönnun er Dóru í blóð
borin og er lýsing, ásamt styttum
og glingri áhugamál númer eitt.
„Falleg birta skiptir öllu til
að skapa rétt flæði á heimil-
um. Hugguleg birta hefur áhrif
á stemningu og vellíðan og allt
þarf það að vera í réttu sam-
hengi. Þannig göngum við hjón-
in á eftir hvort öðru og skipt-
umst á að kveikja og slökkva því
hann ber lítið skynbragð á upp-
röðun lampa og birtu á meðan ég
vil hafa allt uppljómað og í réttri
uppröðun,“ segir Dóra hlátur-
mild.
Hún segir enda fullt starf að
kveikja og slökkva á allri ljósa-
dýrðinni á degi hverjum.
„Ef ég er með heimboð þarf ég
helst að fá aðstoð í klukkustund á
undan til að kveikja á öllum kert-
unum og lömpunum sem kúra í
styttu- og myndaflóði hér og þar
um húsið. Það er líka hörkuvinna
að halda þessu öllu skínandi
hreinu og glampandi.“
Dóra er í essinu sínu um þessar
mundir og segist titra af vellíðan
þegar rökkva fer.
„Þá tek ég upp tuskuna til að
þurrka af og tala við dótið mitt því
ég elska að dunda mér heima og
hlúa að heimilinu.“
Í bígerð er fyrsti lampinn úr
hugarfylgsnum Dóru.
„Mig dreymir um að hanna
eigin standlampa úr skeljum
og steinum, í rjómalit og gráu,
til að hafa inni á baði. Ég er nú
þegar byrjuð að tína í hann efni-
við þegar ég fer fjöruleiðina með
hundana mína.“
Konan sem kyndir lampana sína
Frú Dóra Welding er fagurkeri af guðs náð. Í fögru húsi við sæinn blómstrar hún í litadýrð og rökkurbirtu haustsins og kveikir á ótal
lifandi og logandi ljósum. Uppáhaldsljósgjafinn er forkunnarfagur páfugl sem minnir á seiðandi sólarlönd og kvakandi fuglasöng.
Þessar tvær grænu
skipstjóraluktir
fékk Dóra úr gömlu
dánarbúi. Búið er
að gera ótal eftirlík-
ingar af sams konar
olíulömpum en
þetta er upprunaleg
hönnun og búið
að leiða rafmagn í
gegnum þungan
koparinn. Lýsingin
er dáleiðandi fögur
þegar rökkvar og
skapar notalega
stemningu heima
við.
Dóra hefur dálæti á þungum leirlömpum sem hún eignaðist í Marco og eru trúlega
ætlaðir í amerísk hjónaherbergi en prýða nú stofuna. Í forgrunni er stytta af Jesú Kristi
og segir Dóra gott Feng Shui að hafa frelsarann uppi við á heimilinu.
Dóra Welding er lyfjatæknir og húsfrú á Nesinu. Hún féll óvart kylliflöt fyrir páfuglslampanum og segir hann vera sinn uppáhaldshúsmun. Lampinn á innskotsborði í baksýn er úr Marco og jólastjarnan gleður enn með birtu sinni
enda skilur Dóra alltaf eftir svolítið af jólaskrauti á milli hátíða. MYNDIR/GVA