Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 12
9. september 2014 ÞRIÐJUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is Því er fljótsvarað og svarið er nei. En hvers vegna munu þeir ekki vilja það? Þeir átta sig á að til þess er hagkerfi þeirra of smátt og þjóðin of fámenn til að það borgi sig að stofna til eigin gjaldmið- ils vilji þeir vera með samkeppnisfært atvinnulíf. Skotar munu á næstunni ganga að kjörborðinu og kjósa um hvort þeir eigi áfram að vera hluti af Stóra-Bretlandi eða verða sjálfstætt ríki. Eitt stærsta málið í kosningunum hefur verið spurningin um gjaldmiðilinn sem þeir ætla sér að nota í framtíðinni ef þeir kjósa sjálfstæði. Það hvarflar nánast ekki að nokkrum manni í Skotlandi að koma sér upp eigin mynt, t.d. skosku pundi. Þeir átta sig á að slíkur gjaldmiðill væri allt of smár fyrir opið hagkerfi þeirra þó það yrði alls engin örmynt líkt og íslenska krónan. Þjóð meðal þjóða innan ESB Ef Skotar kjósa sjálfstæði munu þeir annað hvort leita ásjár hjá stjórninni í Lundúnum og falast eftir að fá að nota sterlingspundið áfram eða að taka upp evru í framhaldi af aðild að Evrópusam- bandinu (ESB). Skoskir sjálfstæðissinnar hyggjast sækja um aðild að Evrópusam- bandinu og telja að aðild að ESB sé ein- mitt besta staðfesting sem völ er á, því að sjálfstæðir Skotar verði þar með orðnir fullgild þjóð meðal þjóða. Hver sem niðurstaða Skotanna verður, þá ætti þetta að vera innlegg í umræðuna á Íslandi um framtíðarskipan peninga- mála. Í ljósi þess hvernig Skotar meta þá stöðu sem þeir eru í þá ætti það að verða mönnum umhugsunarefni sem halda því fram að Íslandi sé best borgið með eigin gjaldmiðil, íslenska krónu. Krónan er gjaldmiðill sem varð að nánast engu á þeim 90 árum sem hún hefur þraukað frá því verðgildi hennar var slitið frá verð- gildi dönsku krónunnar. Þannig hefur þetta verið þrátt fyrir að krónan hafi verið meira og minna í höftum nánast allan þennan tíma og ekki fyrirséð að hún eigi sér lífdaga nema í áframhaldandi höftum og verðtryggingu. Nýjustu fréttir herma að stýrivextir evrunnar séu komnir niður í 0,05%. Nýj- asta stýrivaxtaákvörðun fyrir íslensku krónuna var 5%. Munu Skotar taka upp skoskt pund? ➜ Hver sem niðurstaða Skotanna verður, þá ætti þetta að vera innlegg í umræðuna á Íslandi um framtíðar- skipan peningamála. GJALDMIÐLAR Bolli Héðinsson hagfræðingur Á sama tíma og við stærum okkur af blómlegu menn- ingarlífi og grósku í listum virðist viðhorfið til listamanna lítið breytast. Aftur og aftur berast fréttir af því að þeir sem leggja stund á listsköpun séu hlunnfarnir í launum. Leikarar í kvikmyndinni Sumarbörn hafa ekki fengið greidd laun, ásóknin í að tón- listarmenn spili frítt á „off venue“ á Airwaves er byrjuð og í niðurstöðum kjarakönnunar BHM kemur fram að þótt leikar- ar séu ánægðastir félagsmanna í sínu starfi eru þeir að sama skapi óánægðastir með launin. Það er sem sé enn grunnt á því viðhorfi að þeir sem velji að vera listamenn geri það af köllun og það að fá að starfa sem slíkur séu laun í sjálfu sér. Eins og listamenn þurfi ekki að sjá fyrir sér eins og annað fólk og geti lifað á ánægjunni af vel heppnuðu listaverki einni saman. Þetta viðhorf lýsir miklu virðingarleysi fyrir þeirri vinnu sem liggur að baki bíómynd, tónleikum eða leiksýningu, til dæmis. Flest af þessu fólki hefur menntað sig í sinni listgrein árum saman, tekið námslán til að sækja dýra skóla og lifað við sult og seyru. Samkeppnin er hörð og það kemst enginn áfram í þeim geira án þess að leggja hart að sér, vinna langa vinnu- daga og vera tilbúinn að gefa allt í verkið. Margir neyðast til að stunda aðra vinnu til að hafa í sig og á og þá er listsköpun- in stunduð í frístundum, kvöld og nætur, oft í mjög erfiðum aðstæðum. Þegar ofan á bætist stöðugur skætingur um lista- menn sem afætur á samfélaginu er í rauninni stórfurðulegt að nokkur skuli leggja það á sig að auðga líf okkar hinna með tónlist, kvikmyndagerð, leiklist, myndlist og bókaskrifum. Það er eiginlega kraftaverk. Algengt viðkvæði þeirra sem vilja fá listamenn til að koma fram án endurgjalds er að það sé nú svo góð auglýsing að koma fram á þessum eða hinum staðnum eða þessari eða hinni hátíðinni og að þannig muni framlagið skila sér í auknum verkefnum handa listamönnunum. En ef þú ert ekki tilbúinn að borga fólki laun fyrir að koma fram á þinni hátíð, málþingi, samkomu eða hvað það nú er, hvernig geturðu þá ætlast til þess að sá sem ræður þá til vinnu næst vilji eitthvað frekar borga þeim? Allir aðrir sem koma að svona samkomum fá yfirleitt borgað, enda afskaplega hæpið að þjónar, miðasölu- fólk og dyraverðir, svo einhverjir séu nefndir, tækju það í mál að gefa vinnuna sína á þeim forsendum að það væri auglýsing fyrir þá og myndi hjálpa þeim að fá betri vinnu næst. Auð- vitað þrá allir listamenn viðurkenningu fyrir verk sín og eru þess vegna kannski tilleiðanlegri en aðrar stéttir til að gefa vinnu sína til að fá að koma fram fyrir áhorfendur en það réttlætir ekki að sá sem ræður þá til að koma fram geti leyft sér að hlunnfara þá. Það hlýtur að vera lágmarkskrafa að allir sitji við sama borð þegar kemur að greiðslu fyrir unna vinnu. Listsköpun á ekki að vera samfélagsþjónusta. Eiga listamenn ekki að fá borgað fyrir vinnu sína? Þú færð svo mikla auglýsingu! Best að þjónusta flesta Akureyrarbær hefur sent innanríkis- ráðuneytinu bréf vegna flutnings sýslumannsembættis frá Akureyri til Húsavíkur. Í bréfinu kemur meðal annars fram að meginmarkmiðum aðalskrifstofu sýslumanns verði best náð með því að staðsetja hana á Akureyri þar sem þjónusta við borgarana sé tryggð með því að hafa aðalskrifstofurnar á þeim stað þar sem mestur fjöldi íbúa er. Akureyri sé þannig langfjölmennasta sveitar- félagið í umdæminu. Annað hljóð í strokknum Friðrik Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Norður- þings, sagði – rétti- lega – í samtali við Fréttablaðið í gær að yfirlýsingin væri galin. Hann minnti á að Akureyrarbær hefði verið annarrar skoðunar fyrr á árinu þegar tilkynnt var um flutning Fiskistofu til Akureyrar. Á höfuðborgarsvæðinu búa nú rúmlega 200 þúsund manns en á Akureyri rúmlega 18 þúsund. Spurning hvar sé best að þjónusta borgara sem þurfa á slíku að halda frá Fiskistofu? Samstaðan Frumvarp um opinber fjármál sem Bjarni Benediktsson leggur fram núna í haust er ekki nýtt af nálinni. Oddný G. Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, vakti athygli á því á fésbókarsíðu sinni að frumvarpið hefur verið í vinnslu frá árinu 2011, þegar Steingrímur J. Sigfússon gegndi embætti fjármálaráðherra. Oddný fékk mikið lof fyrir athugasemd sína, meðal annars frá Katrínu Júlíusdóttur, flokkssystur sinni, en hún sat sjálf í fjármálaráðuneytinu á undan Bjarna. Það er gott að samstaða sé um málið á meðal þingmanna. En nú, þremur árum eftir að vinnan við sjálft frumvarpið byrjaði, er ef til vill kominn tími til að láta kné fylgja kviði og afgreiða frumvarpið sem lög frá þingi. fanney@frettabladid.is jonhakon@frettabladid.is Golfmót Félags skipstjórnarmanna Golfmót FS fer fram fimmtudaginn 11. september á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði og hefst kl. 10.00. • Mótið er fyrir félagsmenn og eiginkonur þeirra. • Félagsmönnum er heimilt að taka með sér einn gest. • Keppt verður um titilinn Golfkapteinn ársins. • Punktakeppni. • Verðlaun fyrir 1. 2. og 3. sæti. • Nándaverðlaun á par 3 holum. Skráning á ab@skipstjorn.is eða í síma 5201280 Verð kr. 3000 pr. mann. Léttar veitingar í mótslok. Golfdeild FS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.