Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 30
KYNNING − AUGLÝSINGLjós & lampar ÞRIÐJUDAGUR 9. SEPTEMBER 201412 KLASSÍSK LÝSING Poul Henningsen er meðal þekktustu hönnuða Dana. Hann var fjölhæfur maður; arkitekt, lýsinga- og húsgagnahönnuður, rit- höfundur, lagahöfundur, blaða- maður og menningargagnrýnandi. Lampar sem Henningsen hannaði urðu strax afar eftirsóttir og þær vinsældir hafa ekki dvínað. Poul Henningsen fæddist árið 1894 en lést árið 1967. Þau eru ófá heimilin í heiminum auk fyrirtækja sem lýst eru upp með PH-lömpum, enda hönnunin tímalaus. Helsti samstarfsmaður Henningsen var Louis Poulsen en þeir hófu samstarf árið 1924. Ári síðar voru PH-lampar sýndir á viðamikilli sýningu í París. Einn af lömpunum á sýningunni færði Henningsen gullverðlaun en með þeim var hinn klassíski PH-lampi fæddur. Loftlampinn á myndinni varð til árið 1958 og þykir eitt af meistara- stykkjum heimsfrægrar hönnunar. Á seinni árum hefur lampinn verið framleiddur í nokkrum litum en fyrirtæki Poul Henningsen er enn starfandi. Þar eru jafnframt fram- leidd húsgögn eftir þennan mæta mann. Lampinn á myndinni kostar um eitt hundrað þúsund krónur í Danmörku. DÝRASTI LAMPINN Fallegur lampi getur auðveldlega lífgað upp á rými, hvort sem um er að ræða stofuna, bókaherbergið eða sjónvarpsholið. Þeir sem eru vellauðugir geta látið sig dreyma um dýrasta lampa veraldar en heiðurinn af þeim titli á Bleiki lótus- lampinn frá Tiffany Studios. Árið 1997 var hann seldur á uppboði hjá uppboðshúsinu Christie´s fyrir rúmlega 330 milljónir króna þannig að ljóst er að ekki er á færi meðal- manna að eignast slíkan grip. Lampinn var framleiddur árið 1906 þegar fyrirtækið hét upp- haflega Tiffany Glass Company og kostaði að núvirði rúmlega tvær milljónir króna. Hann er í svokölluðum „Art Nouveau“-stíl og úr bronsi en skermurinn er byggður úr um tvö þúsund handsmíðuðum litlum glerplötum sem límdar eru saman með sérstakri tækni. Skerminn prýða átta lótusblóm en hönnun þeirra er varin með einkaleyfi. Tólf ljósaperur komast fyrir í lampanum. Dýrasti lampi heims er tæplega 90 sentímetrar á hæð og sómir sér vafalaust vel á heimili eiganda síns sem hefur óskað nafnleyndar. Jóhann Ólafsson & Co Endursöluaðilar um allt land Allt að 30 % orkuspa rnaður Allt að 80 % orkuspa rnaður Allt að 80 % orkuspa rnaður HALOGEN ECO Sparperur LED-perur OSRAM býður upp á mikið úrval valkosta, í stað hefðbundinna glópera, sem henta til notkunar af nánast ö llu tagi. VALKOSTIR SJÁÐU HEIMINN Í NÝJU LJÓSI Jóhann Ólafsson & Co - umboðsaðili OSRAM á Íslandi frá árinu 1948 olafsson.is RÉTT LÝSING Á BAÐHERBERGI Þeir sem ætla að nýta baðherbergisspegilinn til að mála sig, raka eða hreinsa tennur, ættu að huga að því að vera með rétta lýsingu fyrir slíkt. Hliðarlýsing hentar best enda verður skugga- myndun á andliti þá minnst. Sumir mæla með því að sleppa algerlega lýsingu fyrir ofan spegilinn og jafnvel að sleppa alveg loftljósi, enda lýsi það óþarflega upp enni fólks en myndi aftur á móti óæskilega skugga undir augum, nefi og kinn. Slík lýsing geti jafnvel látið fólk líta út fyrir að vera tíu árum eldra en það er. Rétt lýsing er því ekki aðeins áhrifaríkari heldur lætur hún fólk líta betur út. Mun auðveldara er að mála sig á baðherbergi sem hefur góða lýsingu. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.