Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 21
KYNNING − AUGLÝSING Ljós & lampar9. SEPTEMBER 2014 ÞRIÐJUDAGUR 3 Ljósa- og húsgagnahönnun Toms Dixon er innblásin af þeirri kraftmiklu nýsköp- un sem þykir einkenna breskan iðnað. Dixon er einna þekktast- ur fyrir rennileg form, frumlega efnisnotkun og bjarta liti, en ljós eins og Copper Shade og Mirror Ball njóta ómældra vinsælda um allan heim. Þrátt fyrir að Tom Dixon sé sjálf lærður í iðnhönnun hefur hann skipað sér í röð fremstu hönnuða heims. Tuttugu og eins árs hætti hann í Chelsea School of Art í London eftir einungis sex mánaða nám og reyndi fyrir sér í öðrum skapandi greinum. Dixon var um tíma bassaleikari í hljóm- sveitinni Funkapolitan og skipu- lagði viðburði og partí í vöru- skemmum í London. Eftir mótorhjólabyltu komst Dixon upp á lagið með að log- sjóða þegar hann reyndi að gera við mótorhjólið sitt. Hann heill- aðist af aðferðinni og möguleik- unum sem hún bauð upp á. Eftir það fór hann að sjóða saman ýmiss konar nytjahluti úr brotajárni og hafði þar með fund- ið sína hillu í lífinu. Sjálfur hefur Dixon sagt logsuðuna hafa reynst hans gullgerðarlist. „Af því að hvorki menntun né markaðslögmál þvældust fyrir mér gat ég leyft mér að búa til hluti einungis ánægjunnar vegna. Það var ekki fyrr en fólk fór að kaupa þessa hluti að ég áttaði mig á því að ég hafði dottið niður á gullgerðarlist. Ég gat breytt hrúgu af brotajárni í gull.“ S-stól l inn svokallaði kom Dixon á kortið á hönnunarsen- unni á níunda áratugnum og alla leið inn á MOMA-safnið í New York árið 1987, en stóllinn var framleiddur af ítalska fyrirtæk- inu Cappellini. Dixon hefur sagt samvinnuna við Cappellini hafa gefið honum ómetanlega innsýn inn í hönnunarheiminn og þar með var boltinn farinn að rúlla. Árið 1998 var Dixon ráðinn sem yfirhönnuður hjá breska hönnunarfyrirtækinu Habitat og síðar sem listrænn stjórnandi. Árið 2000 fékk Tom Dixon kon- unglega orðu í Buckingham-höll fyrir störf sín í þágu hönnunar og tveimur árum síðar stofnaði hann hönnunarfyrirtæki í eigin nafni ásamt David Begg. Árið 2006 færði Tom Dixon út kvíarnar og opnaði útibú í New York og fjórum árum síðar í Hong Kong. Árið 2012 bættist gjafa- og fylgihlutalína, svo sem ilmvötn, úr og fleiran við vörulínu Toms Dixon og árið 2013 hannaði Tom Dixon skó, töskur og fatnað fyrir Adidas. Hönnun Toms Dixon fæst hér á landi í versluninni Lúmex í Skip- holti en Lúmex er í nánu sam- starfi við Tom Dixon og arkitekta hér á landi. Margir af helstu veit- ingastöðum Reykjavíkur eru inn- réttaðir með húsgögnum og ljós- um Toms Dixon svo sem Kol, Sjávargrillið, Grillmarkaðurinn og Te og kaffi. Logsuðan reyndist gullgerðarlist Tom Dixon er meðal fremstu iðnhönnuða heims. Hann hætti í skóla tuttugu og eins árs og eftir að hafa fengið stutta leiðsögn í logsuðu fann hann sína hillu. Ljósin Copper Shade og Mirror Ball eftir Dixon hafa slegið í gegn. Hönnun Toms Dixon fæst í Lúmex. Fan Chair og Fan Table eftir Tom Dixon eru hluti af vinsælli húsgagnalínu hönnuðarins. Mirror ball er eitt af vinsælustu ljósum Toms Dixon. Dixon er einna þekktastur fyrir rennileg form, frumlega efnisnotkun. Ljósið nefnist Flask. „Af því að hvorki menntun né markaðslögmál þvældust fyrir mér gat ég leyft mér að búa til hluti einungis ánægjunnar vegna. Það var ekki fyrr en fólk fór að kaupa þessa hluti að ég áttaði mig á því að ég hafði dottið niður á gull- gerðarlist. Ég gat breytt hrúgu af brotajárni í gull,“ segir Tom Dixon. Ljósið Etch nýtur mikilla vinsælda. MYNDIR/TON DIXON Tom Dixon fann sína réttu hillu í lífinu þegar hann lærði logsuðu. MYND/GETTY Ljósin Copper Shade njóta ómældra vinsælda um allan heim.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.