Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.09.2014, Blaðsíða 4
9. september 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 4 AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ HEILSA Börn sem lenda reglulega í því að vera strítt af systkinum sínum gætu átt það á hættu að verða þunglynd þegar þau verða eldri. Þetta kemur fram í niður- stöðum rannsóknar við Oxford- háskóla. Um sjö þúsund tólf ára börn voru spurð hvort systkini þeirra hefðu sagt eitthvað særandi við þau eða lamið þau. Þegar börnin voru orðin átján ára voru þau spurð út í geðheilsu sína. Þau 786 börn sem höfðu lent illa í systkinum sínum voru tvöfalt líklegri en önnur börn til að þjást af þunglyndi, að því er segir í frétt BBC. - fb Aukin tíðni þunglyndis: Stríðni systkina áhættuþáttur SVÍÞJÓÐ Læknar í Västernorr- land í Svíþjóð vinna svo mikið að lögreglan hefur hafið rannsókn vegna þess. Fjöldi lækna hefur til- kynnt um samtals sjö þúsund yfir- vinnutíma undanfarin tvö ár. Samkvæmt vinnutímalöggjöfinni er leyfilegt að vinna 200 yfir- vinnutíma á ári. Leyfilegt er að vinna 150 yfirvinnutíma til við- bótar krefjist aðstæður þess. En í Västnorrland eru dæmi um lækna sem hafa unnið 600 yfirvinnu- tíma á ári. Samkvæmt fréttum sænskra fjölmiðla fagna læknar rannsókn lögreglunnar. - ibs Rannsókn vegna yfirvinnu: Lögregla yfir- heyrir lækna LÆKNAR Lögreglan mun yfirheyra 80 manns vegna mikillar yfirvinnu lækna. NORDICPHOTOS/GETTY FJÁRMÁL „Ég vissi að það væri bústaður þarna einhvers staðar en mér var aldrei sagt að það væri bústaður sem forstjórinn einn hefði aðgang að,“ segir Kjartan Magnússon, stjórnarmaður í Orku- veitu Reykjavíkur. Kjartan hefur setið í stjórn OR fyrir Sjálfstæðisflokkinn frá árs- lokum 2007. Hann segir upplýsing- ar sem fram komu í Fréttablaðinu í liðinni viku um svokallaðan for- stjórabústað OR í landi Nesjavalla við Þingvallavatn hafa komið sér í opna skjöldu. Hann hafi heyrt um bústaðinn og talið að hann væri einn þeirra sem starfsmannafélag OR ræður yfir. „Það var ekk- ert talað um að forstjórinn hefði eitthvað með bústaðinn að gera; réði honum og hefði hann fyrir sig. Maður hafði á tilfinn- ingunni að þetta hús væri í niðurníðslu og að hruni komið. Svo sá maður í fréttunum að þetta er að minnsta kosti not- hæft,“ segir Kjartan. Eins og sést hefur í umfjöllun Fréttablaðsins virðist bústaðurinn í fyrirtaks ástandi. Fram kom í svörum Eiríks Hjálmarssonar, upplýsingafulltrúa Orkuveitunnar, til Fréttablaðsins í liðinni viku að forstjóri fyrirtæk- isins hefði ráðstöfunarrétt yfir Þingvallavatnsbústaðnum. Síðar sagði Bjarni Bjarnason forstjóri að það væri ekki rétt. Sjálfur hefði hann ekki notað bústaðinn lengi en að líklega hefðu einhverjir fram- Býst við skýringum á Orkuveitubústaðnum Stjórnarmaður í Orkuveitunni segist hafa talið að bústaður fyrirtækisins við Þingvallavatn væri á forræði starfsmannafélagsins og að húsið væri ónothæft. Nú sé annað komið upp úr dúrnum og hann búist við skýringum á stjórnarfundi. FERÐAÞJÓNUSTA Stærsta skemmti- ferðaskipið sem kemur til Íslands í sumar, Royal Princess, leggst að bryggju við Skarfabakka klukkan átta á sunnudagsmorgun. Það er 139 þúsund brúttótonn og tekur yfir 3.500 farþega. Katrín, her- togaynja af Cambridge, vígði skip- ið fyrir rúmi ári. Aðspurður segir Ágúst Ágústs- son hjá Faxaflóahöfnum að í tilefni af komunni verði talað við skip- stjórann og honum færður platti, eins og alltaf þegar skip leggur að bryggju í fyrsta sinn. „Svo ætlum við að vera með fallega konu á hafnarbakkanum í skautbúningi og hún hendir rósum í sjóinn þegar skipið kemur,“ segir hann. - fb Stórt skip leggst að bryggju: Prinsessan fær rósir og platta ROYAL PRINCESS Katrín hertogaynja vígði skipið fyrir rúmu ári. MYND/PRINCESS CRUISES DANMÖRK Á hverjum mánudags- morgni geta íbúar í bænum Løsn- ing á Jótlandi fengið guðsþjón- ustu sunnudagsins í bakaríinu Den Lille Bager. Það eru sjálf- boðaliðar sem taka upp guðsþjón- ustuna, brenna hana á tíu diska og fara með þá í bakaríið. Viðskiptavinir bakarans geta fengið diskana án endurgjalds. Samkvæmt frétt á vef Kristilega dagblaðsins renna diskarnir út. Markmiðið er að ná til þeirra sem hika ef til vill við að sækja messu eða komast ekki. - ibs Guðsþjónustan nær til fleiri: Messa á diski hjá bakaranum ÚKRAÍNA, AP Átök hafa brotist út í austanverðri Úkraínu daglega frá því á laugardag, þrátt fyrir að sam- komulag um vopnahlé hafi tekist á föstudaginn. Að mestu hafa þó bæði stjórnar- her Úkraínu og uppreisnarsveitir hliðhollar Rússum staðið við vopna- hléið og reynt að gæta þess að það yrði ekki rofið. Petro Porosjenkó Úkraínuforseti hélt til borgarinnar Mariupol í gær, og sagði þar ekki koma til greina að Rússar næðu borginni á sitt vald. Evrópusambandið bjó sig í gær undir að samþykkja viðbótarrefsiað- gerðir á hendur Rússum, þrátt fyrir að þeir hafi hótað gagnaðgerðum á borð við að loka á allt flug í rúss- neskri lofthelgi, sem gæti reynst afdrifaríkt fyrir evrópsk flugfélög. Stefnt var á að refsiaðgerðir Evr- ópusambandsins tækju gildi strax í dag, en talsmaður ESB tók fram að þær ættu að vera afturkallanlegar með stuttum fyrirvara færi svo að ástandið í Úkraínu breyttist. gudsteinn@frettabladid.is Evrópusambandið undirbýr refsiaðgerðir þrátt fyrir gagnhótanir Rússa: Átök halda áfram í Úkraínu Erlendir ferðamann festu bíl í miðju Markarfljóti í gær. Þeir höfðu ætlað að stytta sér leið yfir í Þórsmörk en fljótið reyndist of vatnsmikið. Þrennt var í bíln- um og komst fólkið á þurrt með aðstoð björgunarsveitarmanns sem var á ferðinni við Gígjökul. Björgunarsveitin kom svo á staðinn um 20 mínútum eftir að útkallið barst og kom ferðafólk- inu til byggða. Það var blautt eftir volkið en sakaði ekki. - sáp Björgunarsveitir kallaðar út: Festu jeppa í miðju fljóti Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá MILT Í VEÐRI Minniháttar úrkoma á landinu í dag, einkum vestan til, en seint í nótt eða í fyrramálið fer að rigna, fyrst um landið sunnanvert. Styttir víðast upp á fimmtudag með sól í allflestum landshlutum. 10° 11 m/s 12° 11 m/s 12° 8 m/s 12° 7 m/s 5-10 m/s. 8-13 m/s. vestan til, annars hægari. Gildistími korta er um hádegi 23° 31° 18° 23° 23° 16° 25° 16° 16° 28° 19° 30° 30° 28° 27° 19° 18° 20° 11° 5 m/s 12° 6 m/s 17° 6 m/s 16° 6 m/s 15° 7 m/s 13° 9 m/s 7° 10 m/s 12° 13° 10° 12° 12° 12° 15° 15° 13° 14° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur FIMMTUDAGUR Á MORGUN FORSTJÓRABÚSTAÐURINN Er sagður munu hverfa fyrstur ef sumarhúsabyggðin í landi Orkuveitunnar við Þingvallavatn verður aflögð. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR BJARNI BJARNASON KARTÖFLUM DREIFT Í MARIUPOL Sjálfboðaliði afhendir kartöflupoka frá Rauða krossinum. NORDICPHOTOS/AFP 238.807 voru á kjör-skrá fyrir síðustu alþingiskosningar en þeir voru 6.183 við fyrstu kosningar til þingsins árið 1874. Heimild: Hagstofa Íslands kvæmdastjórar hjá Orkuveitunni dvalið í húsinu. „Hann var síðast notaður seinni part júlímánaðar en eins og fram hefur komið þá var forstjórinn ekki þar á ferð,“ svarar Eiríkur ítrekaðri fyrirspurn Fréttablaðs- ins um hverjir hafi notað forstjóra- bústaðinn og hvenær. Aðspurður segist Kjartan eiga von á því að gefnar verði skýring- ar á notkun hússins á vettvangi stjórnar Orkuveitunnar. Fram hefur komið að til standi að leggja af sumarhúsabyggð í Nesjavallalandinu, meðal annars vegna vatnsbóls sem þar er. Bjarni forstjóri hefur sagt við Fréttablað- ið að verði það niðurstaðan verði bústaður Orkuveitunnar fyrstur til að hverfa. gar@frettabladid.is Maður hafði á tilfinn- ingunni að þetta hús væri í niðurníðslu og að hruni komið. Svo sá maður í fréttunum að þetta er að minnsta kosti nothæft. Kjartan Magnússon, stjórnarmaður í Orkuveitu Reykjavíkur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.