Fréttablaðið - 11.09.2014, Side 4

Fréttablaðið - 11.09.2014, Side 4
11. september 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 ÚKRAÍNA, AP Petró Porosjenkó, forseti Úkraínu, boðar frumvarp um aukna sjálfsstjórn austur- héraðanna. Hann vonast til að geta jafnvel lagt frumvarpið fram strax í næstu viku, en gæti átt erfitt með að finna orðalag sem fengi víð- tækan stuðning á þinginu. Hann tók fram að hann hefði engan áhuga á því að Úkraína yrði sambandsríki, eins og bæði rússneskir ráðamenn og aðskilnaðarsinnar í austurhéruðunum hafa lagt mikla áherslu á. „Úkraína hefur ekkert gefið eftir hvað varðar óskert umráðasvæði landsins,“ sagði Porosjenkó á ríkisstjórnarfundi sem sýndur var í beinni sjónvarpsútsendingu. Þrátt fyrir aukna sjálfsstjórn austurhéraðanna verði þau áfram óaðskiljanlegur hluti landsins. Hann fullyrti að eftir að vopnahléssamkomu- lag var gert á föstudaginn hefðu um 70 prósent rússneskra hermanna, sem voru innan landa- mæra Úkraínu, horfið aftur til Rússlands. Jafnframt hefðu uppreisnarmenn látið 700 úkraínska fanga lausa og von væri til þess að 500 til viðbótar fengju frelsið fyrir lok vikunn- ar. Þrátt fyrir vopnahléið hafa átök brotist út nærri daglega það sem af er vikunni. Átökin í austanverðu landinu, sem hófust í apríl síðastliðnum, hafa kostað meira en 2.500 manns lífið. - gb Úkraínuforseti boðar aukna sjálfsstjórn austurhéraðanna en hafnar sambandsríkjafyrirkomulagi: Fallast ekki á eftirgjöf varðandi aðskilnað AÐSKILNAÐARSINNAR Í austanverðri Úkraínu segj- ast harðir aðskilnaðarsinnar enn stefna á að lýsa yfir sjálfstæði. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hélt stefnuræðu sína í gær á Alþingi. Varð honum tíðrætt um hve gott væri að búa á Íslandi vegna þeirra tækifæra sem nátt- úran og mannauður felur í sér. Sagði hann að auki Ísland vera fremst í flokki varðandi heilnæm- an mat, frið og jafnrétti kynjanna. „En umræðuhefðin beinir sífellt sjónum sínum að því nei- kvæða. Flestir aðrir í heiminum öfunda okkur af samfélaginu,“ sagði Sigmundur og fjallaði í kjöl- farið um góðan árangur í efna- hagsstjórnun síðustu misseri og sagði næstu verkefni vera meðal annars að vinna á skuldavanda ríkisins, undir búa afnám fjár- magnshaftanna, bæta rekstrar- umhverfi sjávar útvegsins, móta heilbrigðisáætlun og efla ferða- þjónustu. Hann fór ekki mörgum orðum um nýtt fjárlagafrumvarp sem kynnt var í vikunni en ræða Bjarna Benediktssonar fjármála- ráðherra snerist fyrst og fremst um að útskýra frumvarpið eftir að þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu gagnrýnt flesta liði þess og þá sérstaklega hærri skatt á mat- væli. „Heildaráhrif breytinganna eru til lækkun- ar. Niðurfell- ing vörugjalds á matvæli vegur til að mynda þyngra en allir tollar á mat- væl i ,“ sagði Bjarni. „Tollar á matvæli eru um tveir milljarðar á ári, en vörugjaldið um þrír.“ Bjarni talaði einnig um mikil- vægi þess að afnema höft af íslensku efnahagslífi í ræðu sinni. „Að öðru ólöstuðu er það eitt mikil vægasta verkefni ríkis- stjórnarinnar á næstu misserum,“ sagði Bjarni og lauk ræðu sinni með því að segja starfandi ríkis- stjórn hafa markað leiðina í rétta átt með efnahagsstjórnun sinni, þjóðinni til heilla. erlabjorg@frettabladid.is Ráðherra lofaði land og þjóð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var jákvæður í stefnuræðu sinni um þau tækifæri sem bíða Íslendinga vegna náttúrugæða og árangurs í efnahagsmálum. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu með miklum móð skattabreytingar í nýju fjárlagafrumvarpi sem fjármálaráðherra leitaðist við að útskýra í ræðu sinni. STEFNURÆÐA FORSÆTISRÁÐHERRA Sigmundur Davíð Gunnlaugsson talaði um hve mikið hefði áunnist í efnahagsmálum og leit bjartsýnn til framtíðar í ræðu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR BJARNI BENEDIKTSSON Hagnýting internetsins Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, ræddi um for- gangsmál flokks- ins í ræðu sinni í gær í stað þess að fjalla sérstaklega um stefnuræðu forsætisráðherra eða breytingu á fjárlagafrumvarpi. „Fyrsta forgangsmál Pírata á þessu þingi er tillaga um að á Íslandi verði skapað vistkerfi eins og best verður á kosið fyrir hagnýtingu internetsins og annarrar upplýsingatækni ásamt réttindavernd netnotenda,“ sagði Jón Þór. Gagnrýnislaus einangrunarhyggja „Eftir að hafa hlýtt á stefnuræðu hæstvirts forsætis- ráðherra finnst mér ég knúinn til að koma því skýrt til bókar að mér finnst landið vera ægifagurt. Mér finnst íslensk matvæli líka mjög góð,“ sagði Guðmundur Steingríms- son, formaður Bjartrar framtíðar, og í kjölfarið gagnrýndi hann upphafn- ingu forsætisráðherra á öllu því sem íslenskt er. „Við þurfum að sporna gegn gagnrýnislausri einangrunar- hyggju. Við þurfum að uppgötva að við getum lært af öðrum þjóðum.“ Er tólf einfaldari tala en sjö? „Tvö virðisauka- skattþrep verða … tvö virðisauka- skattþrep. Ef ég hef reiknað þetta rétt er þetta fækkun um núll skattþrep. Eða felst einföldunin í að tólf sé einfaldari tala en sjö?“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, þegar hún gagnrýndi nýtt virðisaukaskattkerfi. Gagnrýndi hún sérstaklega hærri skatt á bækur og mat auk afnáms sykurskatts. „Eru lýðheilsumarkmið ráðherra þau að fólk fái sér bara gúmmíbangsa í staðinn fyrir grænmeti?“ Ríkisstjórn ríka fólksins „Ríkisstjórn ríka fólksins sér sem fyrr um sína. Það verður æ ljósara. Verkefnið er að koma henni frá og knýja fram stjórnarstefnu í þágu þjóðarinnar allrar. Við eigum betra skilið,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, og fór hörðum orðum um breytingar á fjárlaga- frumvarpinu. „Tekjur af nýjum álögum á hollan mat og menningu eiga að fara til að lækka vörugjöld á flatskjái og klósett.“ AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá BJARTAST AUSTANLANDS Í dag verður yfirleitt skýjað vestan til en bjart eystra. Í nótt kemur úrkomusvæði upp að vesturströndinni og á morgun má búast við rigningu í flestum landshlutum, síst allra austast. Kólnar lítillega í veðri á laugardag. 10° 13 m/s 10° 15 m/s 12° 7 m/s 12° 7 m/s 10-15 m/s vestantil, hægari vindur annars staðar. Strekk- ingur á Vest- fj örðum, annars hægari. Gildistími korta er um hádegi 28° 32° 21° 22° 24° 19° 19° 19° 19° 27° 19° ° 31° 29° 24° 20° 19° 18° 11° 3 m/s 12° 8 m/s 14° 3 m/s 14° 4 m/s 13° 5 m/s 11° 9 m/s 5° 9 m/s 12° 10° 15° 8° 11° 10° 15° 12° 13° 8° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur LAUGARDAGUR Á MORGUN SVEITARSTJÓRNIR „Ekki veit ég hvað er verið að eltast við með þessari formlegu fyrirspurn en það hefði verið í lófa lagið að spyrja beint út í þessa þætti,“ segir í bókun Sig- geirs Stefánssonar, fyrrverandi oddvita Langanesbyggðar, vegna fyrirspurnar á sveitarstjórnar- fundi um starfslokasamning við fyrrverandi sveitarstjóra. Siggeir sagði að sveitarstjórinn hefði meðal annars fengið að halda íbúð í fimm auka daga, 30 þúsund króna styrk til að flytja og haldið tölvu og farsíma. Samninginn megi meta á 115 þúsund krónur: „Sem er ekki mikill kostnaður fyrir góðan mann sem var að vinna af heilind- um fyrir samfélagið.“ - gar Útskýrði starfslokasamning: Fékk fimm auka daga í íbúðinni ÞÓRSHÖFN Eftirmál sveitarstjóraskipta voru rædd. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 116.824 löxum slepptu veiðimenn aftur í árnar á árunum 1996 til 2011. Flestum árið 2010, eða rúmlega 21.000. EGILSSTAÐIR Flugslysaæfing í bígerð Haldin verður flugslysaæfing á Egils- staðaflugvelli laugardaginn 20. septem- ber. FRAKKLAND Uppfyllir ekki skilyrði ESB Frönsk stjórnvöld segja að þau muni ekki ná að minnka fjárlagahallann niður í þrjú prósent á þessu ári. Þar með nær Frakkland ekki að uppfylla skilyrði Evrópusambandsins um ríkis- fjármál. Gert er ráð fyrir að hallinn í ár verði 4,4 prósent og svo 4,3 á næsta ári. Fjárlagahallinn í Bretlandi er hins vegar 5,6 prósent. LEIÐRÉTTING Í grein um góðgerðarhlaup Marels í blaðinu í gær misritaðist fjöldi starfs- manna fyrirtækisins. Hann er 4.000.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.