Fréttablaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 11.09.2014, Blaðsíða 4
11. september 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 ÚKRAÍNA, AP Petró Porosjenkó, forseti Úkraínu, boðar frumvarp um aukna sjálfsstjórn austur- héraðanna. Hann vonast til að geta jafnvel lagt frumvarpið fram strax í næstu viku, en gæti átt erfitt með að finna orðalag sem fengi víð- tækan stuðning á þinginu. Hann tók fram að hann hefði engan áhuga á því að Úkraína yrði sambandsríki, eins og bæði rússneskir ráðamenn og aðskilnaðarsinnar í austurhéruðunum hafa lagt mikla áherslu á. „Úkraína hefur ekkert gefið eftir hvað varðar óskert umráðasvæði landsins,“ sagði Porosjenkó á ríkisstjórnarfundi sem sýndur var í beinni sjónvarpsútsendingu. Þrátt fyrir aukna sjálfsstjórn austurhéraðanna verði þau áfram óaðskiljanlegur hluti landsins. Hann fullyrti að eftir að vopnahléssamkomu- lag var gert á föstudaginn hefðu um 70 prósent rússneskra hermanna, sem voru innan landa- mæra Úkraínu, horfið aftur til Rússlands. Jafnframt hefðu uppreisnarmenn látið 700 úkraínska fanga lausa og von væri til þess að 500 til viðbótar fengju frelsið fyrir lok vikunn- ar. Þrátt fyrir vopnahléið hafa átök brotist út nærri daglega það sem af er vikunni. Átökin í austanverðu landinu, sem hófust í apríl síðastliðnum, hafa kostað meira en 2.500 manns lífið. - gb Úkraínuforseti boðar aukna sjálfsstjórn austurhéraðanna en hafnar sambandsríkjafyrirkomulagi: Fallast ekki á eftirgjöf varðandi aðskilnað AÐSKILNAÐARSINNAR Í austanverðri Úkraínu segj- ast harðir aðskilnaðarsinnar enn stefna á að lýsa yfir sjálfstæði. NORDICPHOTOS/AFP STJÓRNMÁL Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hélt stefnuræðu sína í gær á Alþingi. Varð honum tíðrætt um hve gott væri að búa á Íslandi vegna þeirra tækifæra sem nátt- úran og mannauður felur í sér. Sagði hann að auki Ísland vera fremst í flokki varðandi heilnæm- an mat, frið og jafnrétti kynjanna. „En umræðuhefðin beinir sífellt sjónum sínum að því nei- kvæða. Flestir aðrir í heiminum öfunda okkur af samfélaginu,“ sagði Sigmundur og fjallaði í kjöl- farið um góðan árangur í efna- hagsstjórnun síðustu misseri og sagði næstu verkefni vera meðal annars að vinna á skuldavanda ríkisins, undir búa afnám fjár- magnshaftanna, bæta rekstrar- umhverfi sjávar útvegsins, móta heilbrigðisáætlun og efla ferða- þjónustu. Hann fór ekki mörgum orðum um nýtt fjárlagafrumvarp sem kynnt var í vikunni en ræða Bjarna Benediktssonar fjármála- ráðherra snerist fyrst og fremst um að útskýra frumvarpið eftir að þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu gagnrýnt flesta liði þess og þá sérstaklega hærri skatt á mat- væli. „Heildaráhrif breytinganna eru til lækkun- ar. Niðurfell- ing vörugjalds á matvæli vegur til að mynda þyngra en allir tollar á mat- væl i ,“ sagði Bjarni. „Tollar á matvæli eru um tveir milljarðar á ári, en vörugjaldið um þrír.“ Bjarni talaði einnig um mikil- vægi þess að afnema höft af íslensku efnahagslífi í ræðu sinni. „Að öðru ólöstuðu er það eitt mikil vægasta verkefni ríkis- stjórnarinnar á næstu misserum,“ sagði Bjarni og lauk ræðu sinni með því að segja starfandi ríkis- stjórn hafa markað leiðina í rétta átt með efnahagsstjórnun sinni, þjóðinni til heilla. erlabjorg@frettabladid.is Ráðherra lofaði land og þjóð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var jákvæður í stefnuræðu sinni um þau tækifæri sem bíða Íslendinga vegna náttúrugæða og árangurs í efnahagsmálum. Stjórnarandstæðingar gagnrýndu með miklum móð skattabreytingar í nýju fjárlagafrumvarpi sem fjármálaráðherra leitaðist við að útskýra í ræðu sinni. STEFNURÆÐA FORSÆTISRÁÐHERRA Sigmundur Davíð Gunnlaugsson talaði um hve mikið hefði áunnist í efnahagsmálum og leit bjartsýnn til framtíðar í ræðu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR BJARNI BENEDIKTSSON Hagnýting internetsins Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, ræddi um for- gangsmál flokks- ins í ræðu sinni í gær í stað þess að fjalla sérstaklega um stefnuræðu forsætisráðherra eða breytingu á fjárlagafrumvarpi. „Fyrsta forgangsmál Pírata á þessu þingi er tillaga um að á Íslandi verði skapað vistkerfi eins og best verður á kosið fyrir hagnýtingu internetsins og annarrar upplýsingatækni ásamt réttindavernd netnotenda,“ sagði Jón Þór. Gagnrýnislaus einangrunarhyggja „Eftir að hafa hlýtt á stefnuræðu hæstvirts forsætis- ráðherra finnst mér ég knúinn til að koma því skýrt til bókar að mér finnst landið vera ægifagurt. Mér finnst íslensk matvæli líka mjög góð,“ sagði Guðmundur Steingríms- son, formaður Bjartrar framtíðar, og í kjölfarið gagnrýndi hann upphafn- ingu forsætisráðherra á öllu því sem íslenskt er. „Við þurfum að sporna gegn gagnrýnislausri einangrunar- hyggju. Við þurfum að uppgötva að við getum lært af öðrum þjóðum.“ Er tólf einfaldari tala en sjö? „Tvö virðisauka- skattþrep verða … tvö virðisauka- skattþrep. Ef ég hef reiknað þetta rétt er þetta fækkun um núll skattþrep. Eða felst einföldunin í að tólf sé einfaldari tala en sjö?“ sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, þegar hún gagnrýndi nýtt virðisaukaskattkerfi. Gagnrýndi hún sérstaklega hærri skatt á bækur og mat auk afnáms sykurskatts. „Eru lýðheilsumarkmið ráðherra þau að fólk fái sér bara gúmmíbangsa í staðinn fyrir grænmeti?“ Ríkisstjórn ríka fólksins „Ríkisstjórn ríka fólksins sér sem fyrr um sína. Það verður æ ljósara. Verkefnið er að koma henni frá og knýja fram stjórnarstefnu í þágu þjóðarinnar allrar. Við eigum betra skilið,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, og fór hörðum orðum um breytingar á fjárlaga- frumvarpinu. „Tekjur af nýjum álögum á hollan mat og menningu eiga að fara til að lækka vörugjöld á flatskjái og klósett.“ AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kkolbeins@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá BJARTAST AUSTANLANDS Í dag verður yfirleitt skýjað vestan til en bjart eystra. Í nótt kemur úrkomusvæði upp að vesturströndinni og á morgun má búast við rigningu í flestum landshlutum, síst allra austast. Kólnar lítillega í veðri á laugardag. 10° 13 m/s 10° 15 m/s 12° 7 m/s 12° 7 m/s 10-15 m/s vestantil, hægari vindur annars staðar. Strekk- ingur á Vest- fj örðum, annars hægari. Gildistími korta er um hádegi 28° 32° 21° 22° 24° 19° 19° 19° 19° 27° 19° ° 31° 29° 24° 20° 19° 18° 11° 3 m/s 12° 8 m/s 14° 3 m/s 14° 4 m/s 13° 5 m/s 11° 9 m/s 5° 9 m/s 12° 10° 15° 8° 11° 10° 15° 12° 13° 8° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur LAUGARDAGUR Á MORGUN SVEITARSTJÓRNIR „Ekki veit ég hvað er verið að eltast við með þessari formlegu fyrirspurn en það hefði verið í lófa lagið að spyrja beint út í þessa þætti,“ segir í bókun Sig- geirs Stefánssonar, fyrrverandi oddvita Langanesbyggðar, vegna fyrirspurnar á sveitarstjórnar- fundi um starfslokasamning við fyrrverandi sveitarstjóra. Siggeir sagði að sveitarstjórinn hefði meðal annars fengið að halda íbúð í fimm auka daga, 30 þúsund króna styrk til að flytja og haldið tölvu og farsíma. Samninginn megi meta á 115 þúsund krónur: „Sem er ekki mikill kostnaður fyrir góðan mann sem var að vinna af heilind- um fyrir samfélagið.“ - gar Útskýrði starfslokasamning: Fékk fimm auka daga í íbúðinni ÞÓRSHÖFN Eftirmál sveitarstjóraskipta voru rædd. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 116.824 löxum slepptu veiðimenn aftur í árnar á árunum 1996 til 2011. Flestum árið 2010, eða rúmlega 21.000. EGILSSTAÐIR Flugslysaæfing í bígerð Haldin verður flugslysaæfing á Egils- staðaflugvelli laugardaginn 20. septem- ber. FRAKKLAND Uppfyllir ekki skilyrði ESB Frönsk stjórnvöld segja að þau muni ekki ná að minnka fjárlagahallann niður í þrjú prósent á þessu ári. Þar með nær Frakkland ekki að uppfylla skilyrði Evrópusambandsins um ríkis- fjármál. Gert er ráð fyrir að hallinn í ár verði 4,4 prósent og svo 4,3 á næsta ári. Fjárlagahallinn í Bretlandi er hins vegar 5,6 prósent. LEIÐRÉTTING Í grein um góðgerðarhlaup Marels í blaðinu í gær misritaðist fjöldi starfs- manna fyrirtækisins. Hann er 4.000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.