Fréttablaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 12
15. september 2014 MÁNUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
FRÁ DEGI
TIL DAGS
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr
Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTARITSTJÓRI:
Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á
höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið
áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Fanney Birna
Jónsdóttir
fanney@frettabladid.is
Sagt er að í hallærum hér áður fyrr hafi
menn notað bækur fyrir brenni og skinn-
handrit í skó. Ritað mál varð að víkja
fyrir viljanum til að lifa af.
Nú til dags vita allir sem koma nálægt
bókaskrifum, útgáfu bóka, bókasöfnum
og bóksölu að lestur samfellds texta og
almenn bókaeign þverr hægt og bítandi.
Haldin eru málþing og umræður í fjöl-
miðlum um ástæðurnar og auðvitað eru
þær margþættar. Einn þátturinn er hátt
verð bóka sem stafar að hluta til af því
að útgáfukostnaður er hér jafn hár eða
hærri og í milljónasamfélögum en mark-
aður afar smár í því samhengi. Þess
vegna blasir við ein leið til að ýta undir
lestur bóka, hvort sem er prentaðra eða
tölvutækra: Að hækka ekki verð bóka
heldur lækka það. Af sjálfu leiðir að það
mætti gera með því að lækka höfundar-
hlut í hverri seldri bók, lækka prent-
kostnað, eignarhlut útgefanda í hverri
bók eða álagningu bóksalans og skyndi-
bóksöluverslunarinnar á jólavertíðinni.
Þessir aðilar eru þó ekki öfundsverðir
með sitt, nema kannski stórmarkaðirnir
sem reyndar keyra niður álagningu og
heildsöluverð bóka.
Augljósasta leiðin felst samt í að lækka
eða afnema virðisaukaskatt á bókum.
Ef til vill gæti það aukið menntun fólks,
hlúð að nýsköpun, styrkt lýðræðið og
hvað eina sem okkur er kynnt í eldhús-
dagsumræðum á Alþingi eða í þjóð-
legum og bólgnum ræðum ráðherra
fyrr og síðar. Nei, í stað þessa augljósa
menningar afreks er virðisaukaskattur
hækkaður og þar með verð hins ritaða
máls. Lækkun eða afnám hans leiddi til
tekna hjá ríkinu sem auðvelt er að gera
sér í hugarlund vegna aukinnar bóksölu
og ótal samfélagslegra atriða og þau
kæmu til móts við tekjutapið. Hvernig
Færeyingum og Írum tekst að komast hjá
virðisaukaskatti á bókum hlýtur að vera
mikið leyndarmál. En það er enn lag.
Samhliða endurskoðun á skattlagningu
ritaðs máls væri ráð að hætta að tekju-
skattsleggja fé sem veitt er sem viður-
kenning í menningarstarfseminni. Það er
aumt að sjá rithöfund taka við verðlaun-
um hver áramót hjá RÚV með annarri
hendinni en greiða ríkinu ríflega þriðj-
unginn með hinni, svo dæmi séu nefnd.
Dýrari bækur – aukinn lestur?
Innskot í Fréttablaðið skilar árangri!
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Fréttablaðið er mest lesna dagblaðið landsins
með glæsilegt forskot á keppinautana.
Meðallestur Fréttablaðsins í
aldurshópnum 25-54 ára er 73%
á höfuðborgarsvæðinu.*
Við bendum auglýsendum á að notfæra
sér forskotið þegar þeir velja dreifingarleið
fyrir fjölpóst sinn. Við dreifum sex daga
vikunnar til heimila á stærsta markaðssvæði landsins.
Kannaðu dreifileiðir og verð í síma 512 5448
eða í tölvupóstfangi fjolpostur@frettabladid.is
*P
re
nt
m
ið
lak
ön
nu
n
Ca
pa
ce
nt
o
kt
ób
er
–d
es
em
be
r 2
01
2
–
hö
fu
ðb
or
ga
rsv
æ
ði
2
5-
54
á
ra
HAFÐU FJÖLPÓSTINN ÞINN
Í FRÉTTABLAÐINU
SKATTAR
Ari Trausti
Guðmundsson
rithöfundur og
jarðvísindamaður
➜ Hvernig Færeyingum og Írum
tekst að komast hjá virðisauka-
skatti á bókum hlýtur að vera mikið
leyndarmál. En það er enn lag.
Af því hún er kona
Margt hefur verið ritað og rætt um
stöðu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur
innanríkisráðherra. Hún kvartar sjálf
undan óvæginni umræðu, en það
er ljóst að margir hafa komið henni
til varnar. Þar á meðal eru félagar
hennar í ríkisstjórninni, Elliði Vignis-
son bæjarstjóri í Vestmannaeyjum og
Heimir Örn Herbertsson lögmaður.
Einn bættist við í hópnum fyrir helgi
en það var Halldór Halldórsson,
oddviti sjálfstæðismanna í
borgarstjórn. Halldór veltir
upp þeirri spurningu hvort
staða Hönnu Birnu sé verri
af því að hún er kona.
Aðrir lent í sömu stöðu
Halldór virðist gleyma
því að þetta er síður
en svo í fyrsta sinn sem stjórn-
málamenn þurfa að verjast
ásökunum vegna þess sem miður
fer. Hugurinn reikar til þess tíma
þegar Guðmundur Árni Stefánsson
sagði af sér sem ráðherra og Illugi
Gunnars son vék tímabundið sæti
á Alþingi vegna setu sinnar í stjórn
Sjóðs 9 hjá Glitni. Darraðardansinn
sem sumir stjórnmálamenn þurfa
stundum að stíga er því varla háður
kynferði þessara sömu stjórnmála-
manna.
Óhagræðingarhópurinn?
Þeir Benedikt Jóhannesson, rit-
stjóri Vísbendingar, og Þorsteinn
Víglundsson, framkvæmda-
stjóri SA, ræddu
fjárlagafrumvarpið
á Sprengisandi á
Bylgjunni í gær. Þeir voru sammála
um að það vantaði sterkari hug-
myndafræði í frumvarpið. Þorsteinn
sagðist sakna þess að sjá alvöru
uppstokkun og hugsun varðandi
það hverju ríkissjóður hefði efni á
og hverju ekki. Nefndi hann tillögur
hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar
í þessu samhengi. Það skyldi þó
ekki vera að hagræðingarhópurinn
verði enn einn starfshópur skipaður
á vegum stjórnvalda, sem skilar
frá sér tillögum sem strax
verður stungið undir stól.
Verði það raunin má
kannski segja að skipan
hagræðingarhópsins, með
tilheyrandi kostnaði, hafi
falið í sér visst óhag-
ræði.
jonhakon@frettabladid.is
H
luti af því að búa í réttarríki er að öllum borgurum
landsins er tryggð réttlát málsmeðferð séu þeir
sakaðir um refsinæma háttsemi. Menn skulu vera
saklausir uns sekt er sönnuð, njóta réttlátrar máls-
meðferðar á öllum stigum málsins og fá úrlausn sinna
mála fyrir óhlutdrægum dómstól. Í helgarútgáfu Fréttablaðsins er
viðtal við fyrrverandi starfsmann embættis sérstaks saksóknara,
Jón Óttar Ólafsson. Í viðtalinu greinir Jón Óttar ítarlega frá mjög
alvarlegum athugsemdum sem hann gerir við vinnubrögð fyrr-
verandi vinnuveitanda síns. Þar á meðal þeim mikla þrýstingi sem
embættið var undir og líkir hann
því við þá pólitísku pressu, fjöl-
miðlafár og múgæsing sem ríkti
í Guðmundar- og Geirfinnsmál-
inu. Þetta hafi orsakað brenglað
hugarfar rannsakenda til vinnu
sinnar og hafi andrúmsloftið
sem var og ef til vill er uppi hjá
embættinu einkennst af nokkurs
konar við á móti þeim – góðir á móti vondum – andrúmslofti, eitt-
hvað sem á slæmri íslensku er oft kallað bunker mentalitet. Sam-
kvæmt Jóni Óttari varð þetta andrúmsloft þess valdandi að menn
gátu réttlætt fyrir sér að beita ýmsum vafasömum brögðum til að
ná settum markmiðum.
Þessi uppljóstrun er grafalvarleg. Einn af hornsteinum réttar-
vörslukerfisins hér á landi er að handhafar lögregluvalds skulu
ávallt gæta fyllstu hlutlægni og réttsýni. Þeir skulu gæta þess að
mönnum verði ekki gert tjón, óhagræði eða miski framar en óhjá-
kvæmilegt er. Þessar kröfur til lögreglunnar fara illa saman við
það andrúmsloft sem Jón Óttar lýsti í viðtalinu og samlíking hans
við Guðmundar- og Geirfinnsmálið er beinlínis ógnvekjandi. Þar
voru skelfileg brot á réttindum sakborninga einmitt réttlætt með
því að rannsakendur og raunar öll íslenska þjóðin voru sannfærð
um að þau væru sek. Vonandi mun sagan ekki dæma rannsókn
hrunmálanna með sama hætti og rannsóknina á mannshvörfum
Guðmundar og Geirfinns en sporin hræða.
Jón Óttar lýsir ýtarlega hvernig gögnum var haldið frá Ríkis-
saksóknara þegar hann var kærður af fyrrverandi vinnuveitanda
sínum, en slíkt hefur einnig komið upp í að minnsta kosti einu
dómsmáli, þar sem gögn sem fram komu á síðari stigum leiddu til
sýknu. Hann lýsir einnig hlerunaraðferðum sérstaks saksóknara
þar sem rannsakendur og saksóknarar hópuðust í kringum upp-
tökur af slíkum samtölum og voru eins og krakkar í sælgætisbúð.
Þessar uppljóstranir Jóns Óttars eru í takt við það sem hefur
komið fram fyrir dómi í öðrum málum embættisins en þar hefur
verið upplýst að embættið hafi hlerað lögmenn.
Nú kann sumum að finnast þetta vera allt í lagi; að tilgangurinn
helgi meðalið. Eftir allt saman þá er embætti sérstaks saksóknara
að rannsaka alvarleg brot í aðdraganda bankahrunsins, brot sem
því miður höfðu neikvæð áhrif á flesta landsmenn. Það gengur
hins vegar ekki upp. Rétturinn til réttlátrar málsmeðferðar er
heilagur og engin brot, sama hversu ógeðfelld, hræðileg eða
miklar afleiðingar þau hafa, eiga að geta hliðrað til þeim stóra
sannleik réttarríkisins að allir hafa sama rétt réttlátri málsmeð-
ferð sama hvað þeir hafa á samviskunni. Um leið og það gildir ekki
lengur þá höfum við yfirgefið réttarríkið og gengið í samfélag
lögleysu. Þær aðferðir sem Jón Óttar lýsir í viðtali helgarinnar eru
óásættanlegar, ekki síst í ljósi þess, sem Jón Óttar imprar reyndar
sjálfur á, að sannarlega voru hér framin lögbrot. Og fyrir þau ber
að refsa mönnum í samræmi við lög og reglur. En tilgangurinn má
aldrei helga meðalið.
Réttur til réttlátrar málsmeðferðar er heilagur:
Tilgangur
og meðal