Fréttablaðið - 15.09.2014, Side 14
15. september 2014 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 14TÍMAMÓT
Ástkær eiginkona mín og móðir okkar,
ÓLÖF BIRNA KRISTÍNARDÓTTIR
frá Bessastöðum,
sem lést á Landspítalanum mánudaginn
8. september verður jarðsungin frá
Melstaðarkirkju í Miðfirði föstudaginn
19. september kl. 15.00. Blóm og kransar
afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar
er vinsamlega bent á sjóð til styrktar fjölskyldu hennar,
kt. 040284-3119, rknr. 0582-15-081678.
Kristinn Freyr Þórsson
Kristín Helga Kristinsdóttir
Ólöf Erla Kristinsdóttir
MERKISATBURÐIR
1604 Svíar biðu ósigur fyrir Pólsk-litháíska samveldinu í orrust-
unni við Weissenstein.
1647 Brynjólfur Sveinsson biskup fékk Flateyjarbók að gjöf.
1929 Kvæðamannafélagið Iðunn var stofnað.
1947 Átta ára stúlka, Þórunn S. Jóhannsdóttir, hélt sína fyrstu
píanótónleika í Reykjavík og var sögð undrabarn.
1962 BSRB gerði sinn fyrsta kjarasamning við ríkið.
1967 Sjónvarpsútsendingar varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli
voru takmarkaðar við flugvallarsvæðið og næsta nágrenni.
1967 Þjóðgarður var stofnaður í Skaftafelli.
1972 Ásgeir Ásgeirsson, fyrrverandi alþingismaður, ráðherra,
bankastjóri og forseti Íslands frá 1952 til 1968, lést 78 ára að
aldri.
1981 Út af Rit veiddist risalúða sem reyndist vera 268 sentí-
metra löng og vó yfir fjórðung úr tonni.
1985 Sif Sigfúsdóttir var kjörin fegurðardrottning Norðurlanda,
en hún var þá 17 ára gömul.
1994 Helgi Áss Grétarsson varð heimsmeistari í skák í flokki 20
ára og yngri og varð jafnframt stórmeistari í skák.
2000 Sumarólympíuleikar settir í Sydney.
Helgi Áss Grétarsson varð heims-
meistari í skák í flokki 20 ára og yngri
þennan dag árið 1994. Heimsmeistara-
mótið fór fram í Brasilíu og fyrir síðustu
umferðina ríkti gífurleg spenna. Efst
og jöfn með átta vinninga voru þrjú
ungmenni: Helgi Áss, ungverska stúlkan
Soffia Polgar og hinn þýski Christopher
Gabriel, sem var annar tveggja kepp-
enda mótsins sem þegar höfðu náð
stórmeistaratitli. Soffía Polgar tefldi
við Spangenberg frá Argentínu og lauk
þeirri skák með jafntefli.
Helgi Áss og Gabriel mættust í úrslita-
skákinni. Helgi Áss hafði hvítt og upp
kom drottningarbragð. Skákin varð strax
æsispennandi og báðir urðu knappir á
tíma í lokin.
Í þokkalegri stöðu tók Gabriel þá
örlagaríku ákvörðun að fórna drottning-
unni og það varð honum að fótakefli.
Helgi náði yfirhöndinni með því að gefa
sína til baka og verða peði yfir í enda-
tafli. Hann tefldi af miklu öryggi og varð
fyrsti Íslendingurinn til að vinna sigur í
flokki 20 ára og yngri, aðeins sautján ára
að aldri. Með heimsmeistaratitlinum var
hann útnefndur stórmeistari.
ÞETTA GERÐIST 15. SEPTEMBER 1994
Íslenskur heimsmeistari í skák
Vegfarendur í miðbæ Kópavogs hafa vafalaust tekið eftir
því að ásýnd húsanna við Hamrabrekku, norðan megin
Hamraborgar, hefur breyst og lifnað við að undanförnu.
Nýlega fæddist þar andlit Kópavogsskáldsins, Jóns úr Vör,
eftir ástralska listamanninn Guido Van Helten en fyrr í
sumar birtist þar verk eftir listakonuna Kristínu Þorláks-
dóttur, sem er vísun í ljóð Kópavogsskáldsins og ber heitið
Ómáluð mynd.
Verkin ættu ekki að fara fram hjá þeim sem koma frá
Reykjavík og aka í átt að menningarhúsum bæjarins við
Hamraborg. Þau eru styrkt af lista- og menningarráði
Kópavogs.
Guido hefur áður málað andlitsmyndir á veggi í Vestur-
bæ Reykjavíkur og hefur líka gert vegglistaverk í Vest-
mannaeyjum og á Akureyri. Verk hans prýða einnig hús-
veggi í London, Melbourne, Dublin og Edinborg.
Kristín Þorláksdóttir hefur líka lagt áherslu á götulist
og má sjá verk eftir hana í miðbæ Reykjavíkur og í Vest-
mannaeyjum. Hún stundar nú myndlistarnám í Toronto í
Kanada.
Hamrabrekkan breytir um svip
KÓPAVOGSSKÁLDIÐ Jón úr Vör horfir íbygginn yfir Hamraborgina.
„Við erum hreyknir af þessari útnefn-
ingu. Í henni felst mikill heiður og
stuðningur sem okkur er mikil vægur
í okkar heimabæ. Bærinn útvegaði
okkur líka æfingaaðstöðu þegar við
vorum að byrja og það kom sér mjög
vel,“ segir Davíð Antonsson, einn fjór-
menninganna í hljómsveitinni Kaleo
en hún telst í heild sinni bæjarlista-
maður Mosfellsbæjar þetta árið. Með
Davíð eru þeir Jökull Júlíusson, Daní-
el Ægir Kristjánsson og Rubin Pol-
lock í sveitinni.
Kaleo skaust upp á stjörnuhimininn
árið 2013. Hún hefur tekið þátt í Mús-
íktilraunum, spilað á risatón leikum
Rásar 2 á Menningarnótt, komið fram
á Airwaves ásamt því að spila á tón-
leikum í Mosfellsbæ og víða um land.
Hún kom einnig, sá og sigraði á Hlust-
endaverðlaununum 2014 sem fram
fóru í Háskólabíói. Þar vann hún til
þrennra verðlauna. Loks hefur fyrsta
plata sveitarinnar selst í yfir 5.000
eintökum og er því komin í gull.
„Við erum í smá fríi þessa dag-
ana en eftir það förum við beint til
London og spilum þar mjög athyglis-
vert gigg fyrir Bob Gruvin, frægan
rokkljósmyndara. Sá tók meðal ann-
ars fræga mynd af Led Zeppelin við
einkaþotuna og bjó með John Lennon
á tímabili í New York. Hann ætlar
að mynda okkur líka,“ segir Davíð
kampakátur. „Það er ýmislegt í gangi,
ekki kannski rétti tíminn til að sleppa
frá sér einhverjum fréttum í smáat-
riðum en það er margt í bígerð hjá
okkur. Við erum til dæmis að vinna
að nýrri plötu en hún kemur ekki út
fyrr en á næsta ári.“
gun@frettabladid.is
Heiður og stuðningur
Hljómsveitin Kaleo hefur verið útnefnd bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 2014. Í henni eru
fj órir ungir menn sem deila þessum heiðri og eru stoltir af og ánægðir með heimabæinn.
MEÐ VERÐ-
LAUNAGRIP
EFTIR INGU
ELÍNU Davíð
Antons-
son, Jökull
Júlíusson,
Rubin
Pollock og
Daníel Ægir
Kristjánsson
eru í hljóm-
sveitinni
Kaleo.