Fréttablaðið - 15.09.2014, Page 15

Fréttablaðið - 15.09.2014, Page 15
Dæmi eru um að foreldrar hafi fengið send bréf strax í fyrstu viku skóla í haust um að lúsin væri komin á kreik. Vandamálið hefur verið viðloðandi síðustu ár og því nauðsynlegt að taka fast á málunum,“ segir Þórhildur Edda Ólafsdóttir, sölu- fulltrúi lausasölulyfja hjá Artasan, sem flytur meðal annars inn Paranix, mjög áhrifaríkt efni við lús. „Paranix er bæði til sem sprey og sjampó og getur fólk því valið hvort hentar því betur,“ segir Þórhildur og bendir á að rannsóknir hafi sýnt að Paranix sé mjög áhrifaríkt. „Paranix er ekki lyf heldur er virkni þess tæknilegs eðlis. Það virkar þannig að samverk- andi áhrif innihaldsefnanna loka inni lýs og nit sem deyja við það að kafna og þorna upp,“ útskýrir hún en þar sem meðferðin er tæknilegs eðlis geta lýsnar ekki myndað mótstöðu gegn Paranix. Vandaðir stálkambar fylgja lúsa- efnunum frá Paranix en Þórhildur bendir á að Paranix sé einnig á hag- kvæmara verði miðað við aðrar lausnir. „Við erum einnig með stærri pakkn- ingar og því fær neytandinn meira fyrir minna.“ KOSTIR PARANIX: • Einfalt og öruggt í notkun. • Drepur höfuðlús og nit á 10-15 mín- útum. • Lúsin getur ekki myndað ónæmi gegn Paranix. • Án skordýraeiturs. • Stálkambur fylgir. SÖLUSTAÐIR Paranix fæst í apótekum um land allt. NÝ OG ÁHRIFARÍK LAUSN VIÐ HÖFUÐLÚS ARTASAN KYNNIR Paranix. Höfuðlús er orðin mikið vandamál í skólum og leikskólum landsins. Rannsóknir sýna að vörurnar frá Paranix eru mjög áhrifaríkar við höfuðlús. Lýsnar geta ekki myndað mótstöðu gegn efnunum vegna þess hvernig þau virka. ÞÓRHILDUR EDDA ÓLAFSDÓTTIR Sölufulltrúi lausasölu- lyfja hjá Artasan. GLÓKOLLAFERÐ Fuglavernd verður með fuglaskoðun í Fossvogi á morgun í tilefni Dags íslenskrar náttúru. Skoðaðir verða glókollar, barrfinkur og krossnefir. Gló- kollur er minnsti fugl Evrópu. Mæting klukkan hálfsex á bílastæðinu við Fossvogskirkju. Gangan tekur klukkutíma.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.