Fréttablaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 15.09.2014, Blaðsíða 62
15. september 2014 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 26 ➜ Lagið Hallelujah hefur verið endurgert yfi r 300 sinnum. D-vítamínbætta léttmjólkin er komin í spariföt til stuðnings beinheilsu þjóðarinnar. Í hvert skipti sem þú velur D-vítamínbætta léttmjólk renna 15 krónur til kaupa á beinþéttnimæli handa Landspítalanum, en með honum er hægt að meta ástand beina á augabragði. Um leið hleðurðu inn kalki og D-vítamíni í beinin þín sem verða sterkari með hverju glasi. D-vítamínbætt léttmjólk breytir tímabundið um útlit Stöndum saman – styrkjum beinin „Þetta er búið að vera alveg brjál- að, myndin fór fyrst á Sundance- kvikmyndahátíðina og svo var hún keypt af Sony Classic Pict- ures eftir frumsýninguna. Þetta er engin smá viðurkenning,“ segir Alice Olivia Clarke, leik- og lista- kona sem leikur í hinni bandarísk- íslensku kvikmynd Land Ho!. Myndin verður opnunarmynd RIFF-kvikmyndahátíðarinnar sem sett verður í Háskólabíói 25. september. Land Ho! er vegamynd í léttum dúr um tvo roskna vini og ferðalag þeirra um Ísland. Mynd- in hefur slegið í gegn þar vestra og er nú verið að sýna hana víðs vegar um Bandaríkin og Kanada. „Myndin var skotin á um það bil tuttugu dögum seinasta haust. Tökuliðið stoppaði frekar stutt og síðan komst hún inn á Sundance. Athyglin sem hún hefur verið að fá er alveg ótrúleg, þetta er ein- staklega falleg mynd.“ Alice er frá Ottawa í Kanada en hún hefur búið hér á landi sein- ustu tuttugu árin með eiginmanni sínum, Kára Eiríkssyni arkitekt. Þau hittust í Kanada þegar hann lærði þar arkitektúr. Í Land Ho! leikur hún ljósmyndara sem rekst á gömlu vinina tvo í heitri laug. Ásamt því að hafa leikið í öðrum kvikmyndum, eins og The Good Heart eftir Dag Kára og Reykjavík eftir Ásgrím Sverris- son, rekur Alice vinsæla fylgi- hlutalínu að nafni Týra – ljómandi fylgihlutir. Alice segist vera afar spennt fyrir opnunarhátíð RIFF þar sem Land Ho! verður loksins frum- sýnd hér á Íslandi. „Það verður gaman að geta sýnt öllum vinum og vandamönnum mínum myndina. Hún var sýnd vestur í Ottawa fyrir nokkrum vikum og það mættu svakalega margir. Íslendingar geta reynt að gera betur,“ segir Alice að lokum. - þij Land Ho! keypt af Sony Alice Olivia Clarke leikur í hinni bandarísk-íslensku Land Ho sem er opnunar- mynd RIFF í ár. Hún hefur búið á Íslandi í tuttugu ár ásamt manni sínum. ENGIN SMÁ VIÐURKENNING Alice Olivia hlakkar til að sýna vinum og vandamönnum myndina. MYND/SKJÁSKOT Myndin var skotin á um það bil tuttugu dögum seinasta haust. Alice Olivia Clarke, leik- og listakona. Það mun vera lagið Let It Go með Shlohmo og Jeremih. Logi Pedro tónlistarmaður. MÁNUDAGSLAGIÐ „Hún hefur ekki komið til landsins en hana langar mikið að koma og er virkilega uppnumin að það sé verið að halda svona tónleika á Íslandi,“ segir Franz Gunnarsson en hann stendur fyrir tónleikum til heiðurs Jeff Buckley og hefur verið í sam- bandi við móður Buckleys, Mary Guibert, undanfarin ár. Hann hitti hana fyrst árið 2007 á tónlistarhá- tíð í Bandaríkjunum. „Ég hef staðið fyrir Jeff Buckley-heiðurstónleikum áður en það var árið 2007. Skömmu áður hitti ég móður Buckleys á tón- listarhátíð í Bandaríkjunum og hún var alveg uppnumin yfir því að það væri verið að halda tónleika til heið- urs syni sínum á Íslandi. Hún komst því miður ekki þá en sendi okkur kveðjur á myndbandi sem sýnt var á skjá fyrir tónleikana 2007,“ útskýrir Franz. Hann fékk í kjölfarið sendar sér- stakar Jeff Buckley-gítarneglur og hefur verið í sambandi við hana síðan. „Hún stýrir öllu Buckley-batt- eríinu og hefur í nógu að snúast.“ Guibert kemst þó ekki á tónleikana í vikunni en á þeim verður farið yfir feril Buckleys. „Við leikum hans vinsælustu lög en tilefni tónleikanna er 20 ára útgáfuafmæli Grace-plötunnar. Við leikum hana frá a til ö og einnig tökulög sem hann var að taka á tón- leikum.“ Tónleikarnir fara fram á Gaukn- um á fimmtudagskvöld og hefjast stundvíslega klukkan 21.00. – glp Mamma Buckleys heilluð af Íslandi Mary Guibert, móðir Jeff s Buckley, er snortin yfi r áhuga Íslendinga á syni sínum. HEIÐRAÐUR Jeff Buckley lést langt fyrir aldur fram. „Loftur hefði orðið 35 ára í vikunni og okkur langaði að gera eitthvað sérstakt af því tilefni,“ segir Gunn- ar Hilmarsson fatahönnuður, einn af þeim sem standa að Minning- arsjóði Lofts Gunnarssonar sem berst fyrir bættum hag utangarðs- fólks á Íslandi. Sjóðurinn stendur nú fyrir sölu á 50 hermannajökkum svipuðum þeim sem Loftur klæddist gjarna en hann var þekktur fyrir sinn sérstaka stíl. Jakkanum breytti hann sjálfur og Nonni í Dead setti nokkur handgerð prent á jakkann fyrir Loft og ýmislegt bætt- ist á jakkann með tím- anum, svo sem barm- merki, nælur og fleira. Jakkarnir verða eins nákvæm eftirgerð og mögulegt er af upprunalega jakk- anum og eru seldir í forsölu á Karol- ina fund. Gunnar segir viðtökurnar hafa farið fram úr þeirra björtustu vonum. „Þeir sem vilja tryggja sér jakkann verða að hafa hraðar hendur því þetta hefur rokið út. Það verður líka ein- hvers konar yfirlýsing fyrir þennan málstað hjá þeim sem bera jakkann, um að við erum öll eins og maður á ekki að dæma ein- hvern fyrir það hvernig hann lítur út,“ segir Gunnar, mágur Lofts. Allur ágóði af framleiðslu jakk- ans fer í næsta verkefni Minn- ingarsjóðs Lofts Gunnars sonar, en það er að kaupa átta ný rúm á heimili fyrir heimilis- lausa karlmenn á Njálsgötu 74. Loftur lést í janúar 2012 og að minn- ingarsjóðnum standa vinir og vandamenn Lofts. „Loftur átti mikið bakland og mikið net af fólki sem þótti vænt um hann þó að hann áttaði sig ekki alltaf á því.“ -áp Eft irlíking jakka Loft s til styrktar heimilislausum Gunnar Hilmarsson hefur endurgert hermannajakka Loft s Gunnarssonar en allur ágóðinn verður notaður til kaupa ný rúm á heimili fyrir heimilislausa karlmenn. HALDA MINNINGU LOFTS Á LOFTI Hjónin Gunnar og Kolbrún hafa endurgert hermannajakka Lofts, bróður Kolbrúnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.