Fréttablaðið - 23.09.2014, Síða 18
FÓLK|HEILSA
HJÓLABORG
„Eftir svona ferða-
lag kemur maður
heim og sér að
Reykjavík er frábær
hjólaborg þar sem
mikið hefur verið
gert til að stuðla að
eflingu aðstöðu til
hjólreiða.”
Nokkur ár eru síðan borgarhjóla-leigur tóku að ryðja sér til rúms víða um heim. Þar geta heima-
menn og ferðalangar leigt reiðhjól í
skamman tíma, tekið hjólið á einni stöð
og skilið það eftir á annarri. Einn þeirra
Íslendinga sem hafa nýtt sér þennan
ferðamáta er Sesselja Traustadóttir,
framkvæmdastýra Hjólafærni á Íslandi,
sem finnst reiðhjól einfaldlega besti
kosturinn þegar kynnast þarf nýjum
borgum. „Kostirnir við reiðhjólið eru
margir. Maður kemst greitt um borgina,
finnur auðveldlega stæði og ratar venju-
lega fljótt inn á vistvæn svæði þar sem
maður fær fljótt að kynnast því besta
af borgunum. Samneyti við umhverfi og
innfædda er nánara og með borgarhjól-
unum þarf ekki að taka eigið hjól með í
ferðalagið og oftast er þetta fyrirkomu-
lag ódýr valkostur.“
Síðasta vor heimsóttu Sesselja og
eiginmaður hennar, Kjartan Guðnason,
Ástralíu en þar hélt hún erindi á ráð-
stefnunni VeloCity um samgönguhjól-
reiðar. „Þar sem þetta var gríðarlega
langtíburtistan kom ekki annað til
greina en að taka góðan tíma og ferðast
um álfuna. Fyrst flugum við til Adelaide
en síðan heimsóttum við Melbourne,
Hobart í Tasmaníu, Sydney, Cairns og
Gold Coast. Við reyndum yfirleitt að
nota reiðhjól til að ferðast innan svæð-
anna.“
Adelaide er dæmigerð bílaborg að
sögn Sesselju. „Við reyndum að spyrja
til vegar á bensínstöð en afgreiðslumað-
urinn vissi bara hvernig ætti að keyra
um borgina. Handan við götuna var þó
hjólastígur sem fór um miðbæinn og
út að strönd. Á leiðinni sáum við hvíta
páfagauka, svarta svani, pelíkana og
ástralska hesta. Svo þurftum við auð-
vitað að passa okkur að vera vitlausum
megin á stígnum, eða vinstra megin.“
BREMSULAUS Á FJALLI
Sesselja og Kjartan hjóluðu einnig
um Melbourne og Hobart en í Sydney
tóku þau stutt hlé. „Sydney varð strax
uppáhaldsborgin okkar í Ástralíu. Hún
inniheldur ævintýralega höfn, ótal þjóð-
garða innan borgarmarkanna, strendur
og blómstrandi menningu. Við sáum
enga borgarhjólaleigu þar auk þess
sem borgin er gríðarlega hæðótt.“ Hins
vegar fóru þau í ævintýralega hjólaferð
um Blue Mountains sem eru í nágrenni
við borgina. „Þar leigðum við hjól yfir
daginn og tókum erfiða dagleið upp og
niður grýtta fjallahjólastíga umkringda
stórkostlegu landslagi. Frábær ferð þar
til annað hjólið varð með öllu bremsu-
laust. Það er eitthvað hrikalega óhugn-
anlegt við að hjóla stjórnlaust niður
snarbrattar brekkur og með hyldýpisgjá
handan við veginn.“
Sesselja segir Ástrali frekar aftarlega
á merinni þegar kemur að hjólreiðum.
„Almenningsálitið skiptir þar máli enda
eru hinar miklu fjarlægðir landsmönn-
um ofarlega í huga. Það er eins og þeir
séu ekki tilbúnir að trúa því að hægt sé
að hjóla þar. Þeir þurfa fyrst og fremst
að þroska hugarfar sitt gagnvart hjól-
reiðum enda allar aðstæður frábærar
þar í landi. Margir landsmenn trúa því
þó eins og nýju neti að örlög þeirra séu
að vera bundnir við einkabílinn. Eftir
svona ferðalag kemur maður heim og
sér að Reykjavík er frábær hjólaborg
þar sem mikið hefur verið gert til að
stuðla að eflingu aðstöðu til hjólreiða
á síðustu árum með góðum árangri.
Með sama áframhaldi verður hægt að
líkja Reykjavíkurborg við það besta sem
gerist úti í heimi.“ ■ starri@365.is
HJÓLANDI UM
LANGTÍBURTISTAN
SKEMMTILEGUR FERÐAMÁTI Hjónin Sesselja og Kjartan hjóluðu um nokkr-
ar borgir Ástralíu síðasta vor. Borgarhjólaleigur auðvelduðu þeim að skoða
borgirnar en heimamenn eru aftarlega á merinni þegar kemur að hjólreiðum.
HRIKALEG FEGURÐ
Blue Mountains eru
skammt frá Sydney.
Þar hjóluðu Sesselja
og Kjartan einn dag og
lentu í miklum ævin-
týrum.
MYND/GETTY
GÓÐUR KOSTUR
Bláu hjólin í Melbourne
eru til taks fyrir ferða-
menn og innfædda.
MYND/ÚR EINKASAFNI
HENTUGAR
Borgarhjólaleigur eru
góður kostur fyrir
ferðamenn. Sesselja
Traustadóttir á leið í
hjólreiðatúr.
MYND/ÚR EINKASAFNI
FFjölgun
Fólinsýra er sérstaklega mikilvæg fyrir konur á barn-
eignaraldri. Nutra eru gæða vítamín á betra verði.
TUPPERWARE
LAGERSALA
í Háholti 23, Mosfellsbæ
Frábærar vörur í miklu úrvali
Allt að 60% afsláttur!
Opið alla virka daga kl. 11:00-17:00
Mirella ehf – heildverslun
Háholt 23, 270 Mosfellsbær
Sími: 586 8050 / Netfang: mirella@simnet.is
Ferðamálaskóli Íslands www.menntun.is Sími 567 1466
Meðal námsefnis:
Mannleg samskipti.
Helstu áfangastaðir
erlendis í máli og
myndum.
Mismunandi
trúarbrögð.
Saga landsins,
menning og listir.
Frumbyggjar og saga
staðarins.
Þjóðlegir siðir og hefðir.
Leiðsögutækni og ræðumennska.
Ferðalandafræði: Evrópa, Asía, Africa, Ameríka og Eyjaálfan.
Námið fer fram í formi fyrirlestra og reynslu fararstjóra
í leiðsögn á erlendri grund.
Leiðbeinendur eru: Kjartan Trausti Sigurðsson, Pétur Björnsson,
Jóhanna Kristjónsdóttir, Höskuldur Frímannsson, Magnús Björnsson,
Pétur Óli Pétursson, Bjarni Randver Sigurvinsson, Sr. Bragi Skúlason.
Fararstjórn erlendis
Leiðbeinendur eru: Kjartan Trausti Sigurðsson fararstjóri, Pétur Björnsson konsúll Ítalíu á Íslandi,
Jóhanna Kristjónsdóttir blaðamaður og fararstjóri, Höskuldur Frímannsson viðskiptafræðingur,
Ómar Valdimarsson blaðamaður, Magnús Björnsson fararstjóri í Kína, Pétur Óli Pétursso fararstjóri í
Rússlandi, Bjarni Randver Sigurvinsson kennari við Guðfræðideild H.Í. , Sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur.