Fréttablaðið - 02.10.2014, Síða 26

Fréttablaðið - 02.10.2014, Síða 26
2. október 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is AÐSTOÐARFRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Erla Björg Gunnarsdóttir erla@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI: Sævar Freyr Þráinsson ÚTGEFANDI OG AÐALRITSTJÓRI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson sme@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÁ DEGI TIL DAGS MS eða Mjólkursamsalan er fyrirtæki sem ég hef lengi litið á sem heimilis- vin með gott vöruframboð og góða vöru. Íslenskir kúabændur hafa staðið sig vel á liðnum árum í sinni vöruþróun, á því er ekki vafi. Mér fannst einnig gott, sem neytanda, að geta verslað við önnur mjólkurfyrirtæki en MS, til dæmis Baulu og Mjólku, á meðan þeirra naut við sem sjálfstæðra fyrirtækja. Ekki síst til að geta borið saman verð og gæði milli framleiðenda. MS var lengi vel í mínum huga ímynd hreinleika og hollustu í íslenskum mat- vælaiðnaði. En svo komst ég að því mér til mikilla vonbrigða að margar af þeim „hollu“ mjólkurvörum sem boðið var upp á í verslunum innihéldu viðbætt- an sykur í slíku magni að nærri var að tala um sælgæti en hollustuvörur. Sú mynd er mjög skýr í huga mér þegar íslenskur fréttaskýringaþáttur sýndi þennan viðbætta sykur með því að hlaða sykurmolum við hlið vörutegundanna. Góðu fréttirnar voru hins vegar þær að þessi umræða um sykurinn virtist hafa jákvæð áhrif á fyrirtækið og MS setti á markaðinn skyr og e.t.v. fleiri vörur sem merktar voru án viðbætts sykurs og smakkast alveg ljómandi vel. En nú hafa alvarleg tíðindi borist. MS hefur samkvæmt úrskurði Samkeppnis- eftirlitsins brotið af sér í skjóli þeirrar verndar sem hún býr við og framið alvarleg samkeppnisbrot. Ef úrskurður Samkeppniseftirlitsins verður staðfest- ur við áfrýjun hefur MS brugðist þeim ríku skyldum sem fylgja því að hafa slíkt einkaleyfi með höndum. Fjárhæð sektar- innar sem lögð er á MS gefur til kynna alvarleika brotsins, ekki síst í því hvern- ig með kerfisbundnum hætti var grafið undan félögum í samkeppni. Auðvitað er einbúið að ráðist verður í lagabreytingar sem tryggja bæði hag neytenda og fram- leiðenda, en þar sem neytendur hafa meira vægi eins og í almennri löggjöf. Ég fagna einnig viðbrögðum Haraldar Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæð- isflokksins og fyrrverandi formanns Bændasamtakanna, í þessu máli þar sem hann hvetur til að félagið opni bækur sínar og hugi að eigin trúverðugleika. Heimilisvinur bregst SAMKEPPNI Elín Hirst alþingismaður ➜ Auðvitað er einbúið að ráðist verður í lagabreytingar sem tryggja bæði hag neytenda og framleið- enda, en þar sem neytendur hafa meira vægi eins og í almennri löggjöf. Framsókn út á land? Ráðherrar Framsóknarflokksins keppast við að efla atvinnulíf hér og þar um landið. Sigurður Ingi Jóhannsson hefur ratað í ýmsar ógöngur með Fiskistofu og nú ætlar Eygló Harðardóttir að taka á honum stóra sínum og ekki bara flytja Barnaverndarstofu úr Reykjavík heldur leggja hana niður og stofna aðra, á landsbyggðinni. Þar sem ráðherrum Framsóknar er þetta svo mikið kappsmál, því ætli þeir byrji ekki á heimavelli? Höfuðstöðvar Framsóknar- flokksins eru við Hverfisgötu í Reykjavík, í 101 Reykjavík. Og ekki er úr vegi að fylgjast með hvort þær verði ekki fluttar út á land. Sem hlýtur bara að verða. Hjálparstofnunin slekkur ljósin Mörgum kemur á óvart að Hjálpar- stofnun kirkjunnar hafi kosið að hætta að skipta við Kertaverksmiðjuna Heimaey og ákveðið frekar að kaupa friðarkerti frá Póllandi. Þegar hefur skapast mikil umræða um þessa ákvörðun, sem veikir mjög grundvöll Heimaeyjar, sem er verndaður vinnu- staður. Af umræðunni má marka að margir hafi slegið tvær flugur í einu höggi, styrkt bæði hjálparstarfið og Heimaey með kaup- um á friðarkertunum. Kertaverksmiðjan hefur sent út beiðni til góðgerðarfélaga vegna áfallsins og er vonast til að á næstu vikum komi eitthvað út úr þeirri beiðni. Á þingi Íhaldsmanna Bjarni Benediktsson kom í gær heim frá Bretlandi, þar sem hann hefur dvalið undanfarna daga. Hann var staddur þar á þingi Íhaldsflokksins. Ekki liggur fyrir hvort Bjarni hitti David Cameron, formann flokksins og forsætisráðherra Breta, en þeir hafa áður hist. Meðal annars í mars á þessu ári, þar sem þeir ræddu efnahagsmál. Þeir Bjarni og Cameron hittust líka árið 2010 þar sem þeir ræddu sam- eiginlega hagsmuni Íslands og Bretlands. sme@frettabladid.is jonhakon@frettabladid.isÍ sland hefur lengi verið í fremstu röð þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Því er fagnaðarefni tilkynning Gunn- ars Braga Sveinssonar utanríkisráðherra hjá Sameinuðu þjóðunum í byrjun vikunnar um að Ísland og Súrínam ætli í byrjun næsta árs, á vettvangi samtakanna, að standa að „rakarastofuráðstefnu“ þar sem karlar einir ræði jafnréttismál og ofbeldi gegn konum. Samtal karlanna er þó raunar ekki nema hluti ráðstefnunnar, þótt sá hluti hafi vakið hvað mesta athygli hér heima og erlendis. Ráðstefnan er einn viðburða sem Sameinuðu þjóðirnar efna til á næsta ári í tilefni af því að þá verða 20 ár liðin frá kvennaráð- stefnu SÞ í Peking. Gréta Gunnarsdóttir, fastafull- trúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, sagði í viðtali við síðdegisútvarp Rásar 2 í gær að ráðstefnan væri einn angi af þeim jafnréttismálum sem íslenska sendinefndin hefði beitt sér fyrir. Hún áréttaði að aðaláhersla ráð- stefnunnar væri á ofbeldi gegn konum. „Ætlunin er ekki að tala um jafnréttismál almennt, heldur taka fyrir hlutverk karla bæði sem hluta af vandanum og sem hluta af lausninni,“ sagði hún. Um það verður ekki deilt að sú umræða er þörf. Síðustu ár og áratugi hefur umræða um ofbeldi gegn konum tekið breytingum og málaflokkurinn komist upp á yfirborðið. Jafnvel hér á landi þar sem jafnmikill árangur og raun ber vitni hefur náðst í jafn- réttismálum er ofbeldi gegn konum útbreitt vandamál. Margoft hefur verið bent á að vandinn takmarkist ekki við einhverja ákveðna þjóðfélagshópa, heldur geti heimilis- og kynferðisofbeldi átt sér stað á hvaða heimili sem er, án tillits til stöðu og efnahags. Þá einskorðast vandinn vitanlega ekki einvörðungu við líkam- legt ofbeldi. Niðrandi tal, myndbirtingar á veraldarvefnum og annað sem ætlað er til að grafa undan stöðu og trúverðugleika kvenna er líka ofbeldi. Ætla má að í landi eins og Súrínam, sem er í hópi þeirra sem skemmst eru á veg komin í heiminum hvað varðar jafnrétti kynjanna, sé vandi kynbundins ofbeldis enn meiri og duldari en hér. Vonandi getur þetta samtal sem eiga á sér stað í janúar orðið til þess að efla umræðu og meðvitund um vandamálið sem víðast um heim, hversu langt sem þjóðir eru komnar í að bæta hag kvenna. Þótt hér hafi árangur náðst er hvergi nærri nóg að gert. Vitanlega láta allir almennilegir menn sig varða ofbeldi gegn konum og leggja lið baráttunni gegn því, sem og baráttu fyrir jafnrétti kynjanna. Í þeim efnum þurfa bæði karlar og konur að leggja hönd á plóg. Veki samtal karla um vandamálið á ráðstefnu Íslands og Súrínam athygli, getur það bara verið til góðs. Engin ástæða er til að stökkva í einhverjar niðurrifsskotgrafir og ætla aðstandendum þessarar ráðstefnu að vilja færa málaflokk kynbundins ofbeldis inn í einhver reykfyllt karlaherbergi. Umræðan er góð og liður í baráttu gegn öllu ofbeldi. Því að ofbeldi á aldrei að líða, sama í hvaða formi það birtist. Barátta gegn ofbeldi kallar á samhent átak: Karlar leggja góðu máli lið Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is www.heilsuborg.is Í tilefni af 5 ára afmæli Heilsuborg okkur að bjóða þér á eftirtalda fyr - 13.450 kr. ar langar irlestra: Laugardaginn 11. október höldum við afmælishátíð Heilsuborgar. Fylgstu með og vertu vinur okkar á Facebook. Heilsa og Húmor Sykur og sætuefni Fyrirlestur um Svefn og slökun

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.