Fréttablaðið - 02.10.2014, Page 62
2. október 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 50
Kvikmyndin Dracula Untold verð-
ur frumsýnd hér á landi á morgun
og þótt nafnið gefi annað til kynna
er hún ekki byggð á sögu Brams
Stoker frá árinu 1897 um Drakúla
greifa. Í myndinni er hins vegar
búin til saga um uppruna greif-
ans og fylgst með transylvaníska
prinsinum Vlad III sem notar
myrka krafta til að vernda fjöl-
skyldu sína og konungsríkið.
Soldáninn Mehmed II ógnar
friði í Transylvaníu og heimtar að
fá son Vlads, Ingeras, í her sinn.
Vlad ferðast um langan veg til
að bjarga syni sínum en á ferða-
lagi sínu hittir hann seiðmanninn
Kalígúla og semur við hann þann-
ig að prinsinn öðlast styrk hundr-
að manna, hraða hrapstjörnu og
næga krafta til að fella andstæð-
inga sína. Hins vegar fær hann
líka óslökkvandi þorsta í manns-
blóð sem verður til þess að hann
breytist í eina frægustu vampíru
heims, Drakúla greifa.
Hasarmyndahetjan Luke Evans
fer með hlutverk Vlads en íslenski
leikarinn Þorvaldur Davíð Krist-
jánsson fer einnig með hlutverk í
myndinni. Hann leikur karakter-
inn Bright Eyes, austur-evrópskan
mann sem var hnepptur í þrældóm
á yngri árum en er nú harðskeytt-
ur morðingi.
Myndin var tekin upp í fyrra og
dvaldi Þorvaldur Davíð við tökur í
Belfast frá ágúst og fram í nóvem-
ber.
Með önnur hlutverk í myndinni
fara til dæmis Dominic Cooper,
Sarah Gadon og Art Parkinson en
leikstjóri er Gary Shore. Þetta er
fyrsta mynd Garys í fullri lengd
liljakatrin@frettabladid.is
BÍÓFRÉTTIR
7,5/10
24 ára Leik- og söngkonan
Samantha Barks
Hún er hvað þekktust fyrir að leika
Éponine í kvikmyndinni Vesalingarnir.
AFMÆLISBARN DAGSINS
Þorvaldur Davíð leikur
harðskeyttan morðingja
Kvikmyndin Dracula Untold verður frumsýnd á Íslandi á morgun. Íslenski leikarinn Þorvaldur Davíð
Kristjánsson fer með eitt af hlutverkunum í myndinni en í aðalhlutverki er hasarmyndahetjan Luke Evans.
VÍGALEGUR Luke Evans leikur Vlad III.
EKKI ABBAST UPP Á ÞORVALD Hér sést Þorvaldur Davíð lengst til hægri.
Fyrirtækið Threshold Entertain-
ment hefur tekið höndum saman
við Tetris Company og er ætl-
unin að búa til stórmynd byggða
á tölvuleiknum Tetris sem var
gríðarlega vinsæll á níunda ára-
tug síðustu aldar.
Ekki er ljóst hver leikstýr-
ir myndinni eða hverjir leika í
henni en söguþráðurinn er klár.
„Vörumerki eru nýju stjörn-
urnar í Hollywood. Við erum með
söguþráð á bak við Tetris sem
hleypir ímyndunaraflinu á flug,“
segir Larry Kasanoff, forstjóri
Threshold, í samtali við Wall
Street Journal.
„Þetta er stór, epísk vísinda-
skáldsögumynd. Þetta er ekki
mynd sem byggð er á handriti
með fullt af texta,“ bætir hann
við.
Larry er hvað þekktastur fyrir
að færa tölvuleikinn Mortal Kom-
bat yfir á hvíta tjaldið en fyrsta
myndin, sem kom út árið 1995,
skilaði sjötíu milljónum dollara í
kassann, átta og hálfum millj-
arði króna, og framhaldsmynd-
in, Mortal Kombat: Annihilation,
árið 1997 skilaði 35 milljónum
dollara, rúmum fjórum milljörð-
um króna. - lkg
Tetris-mynd
í bígerð
Kvikmyndin Afinn er vinsælasta
myndin á Íslandi í dag samkvæmt
nýjum lista yfir aðsóknarmestu
myndirnar. Sigurður Sigurjónsson,
Sigrún Edda Björnsdóttir og Þor-
steinn Bachmann leika aðalhlut-
verkin í myndinni sem er leikstýrt
af Bjarna Hauki Þórssyni og byggð
á samnefndu leikriti sem sýnt var í
Borgarleikhúsinu.
Vinsælust á Íslandi
Ný stikla úr kvikmyndinni Borgríki II –
Blóð hraustra manna verður frumsýnd
á Visir.is í dag. Myndin er sjálfstætt
framhald myndarinnar Borgríkis sem
kom út árið 2011 en í
helstu hlutverkum eru
Darri Ingólfsson, Ágústa
Eva Erlendsdóttir,
Ingvar E. Sigurðs-
son, Zlatko Krickic,
Sigurður Sigurjóns-
son og Hilmir Snær
Guðnason. Myndin
verður frum-
sýnd í þessum
mánuði og er
leikstjóri Olaf
de Fleur.
Ný stikla frumsýnd
Dracula Untold var tekin
eingöngu í Belfast á Norður-Ír-
landi en Northern Ireland Screen
styrkti myndina um 1,6 milljónir
punda, rúmlega þrjú hundruð
milljónir króna. Þrátt fyrir það var
myndin ekki frumsýnd í Belfast
heldur ákvað Universal Pictures
að frumsýna hana í London og
Dublin. Myndin Good Vibrations
frá árinu 2012 var tekin í Belfast
og var frumsýnd í borginni en
myndin er byggð á lífi pönkgoð-
sagnarinnar Terri Hooley. „Það
er fáránlegt að myndin sé ekki
frumsýnd í Belfast,“ segir Terri
í samtali við Belfast Telegraph.
„Þetta minnir mig á þegar Dublin
og London höfðu engan áhuga
á okkur fyrir þrjátíu árum. Við
virðumst vera annars flokks borg-
arar,“ bætir hann við. Margir af
þeim sem unnu við myndina eru
hins vegar búnir að taka sig til og
ætla að halda sérstaka sýningu á
myndinni í Belfast á föstudaginn.
Uppselt er á sýninguna.
➜ Ósáttir Belfastbúar
HEIMSFRUMSÝNING FRUMSÝNING
7,4/10 7,2/10
Annabelle Hryllingsmynd
Aðalhlutverk: Ward Horton, Anna-
belle Wallis, Alfre Woodard, Tony
Amendola og Michelle Romano.
Smáheimar Teiknimynd
Leikstjórn: Hélène Giraud og
Thomas Szabo.
ELDBORG FÖSTUDAGINN 31. OKTÓBER
MIÐASALA Á MIÐI.IS OG HARPA.IS
OG Í MIÐASÖLU HÖRPU Í SÍMA 528-5050
EKKI MISSA AF ÞESSUM EINSTAKA VIÐBURÐI
SIGGA
BEINTEINS
SIGRÍÐUR
THORLACIUS
RAGNHEIÐUR
GRÖNDAL
FRIÐRIK
ÓMAR
MAGNI
ÁSGEIRSSON
EINAR SCHEVING TROMMUR OG SL AGVERK EIÐUR ARNARSSON BASSI SIGURÐUR FLOSASON SA XÓFÓNN OG SL AGVERK
KJARTAN VALDEMARSSON HLJÓMBORÐ ÞORVALDUR BJARNI ÞORVALDSSON GÍ TAR UNNUR BIRNA BJÖRNSDÓTTIR HLJÓMBORÐ OG SÖNGUR