Fréttablaðið - 02.10.2014, Side 70

Fréttablaðið - 02.10.2014, Side 70
2. október 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 58 BAKÞANKAR Atla Fannars Bjarkasonar ÞAÐ hlaut að koma að því. Byrjað er að takast á um læk á Facebook fyrir dóm- stólum. ÓLAFUR Garðarsson, verjandi Gísla Freys Valdórssonar í lekamálinu, sagði í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær að Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari máls- ins, hefði tjáð afstöðu sína til málsins með því að læka Facebook-færslu um málið. Saksóknari væri vanhæfur og ætti því að víkja sæti. Þetta er ekki grín. ÓLAFUR bætti við að fólk tjáði sig með því að læka. Þar með væri það sammála síðasta ræðumanni. Dómari í málinu spurði hvort þetta þýddi að sækjandi mætti ekki vera á Facebook. Ólafur sagðist hafa fengið svar frá Facebook hvað læk þýddi og á þeim forsendum ætti Helgi Magnús að víkja. Þetta gerðist í alvöru. UM LEIÐ og ég bendi höfundum Áramótaskaupsins á þessa umræðu í héraðsdómi þá vil ég benda á veik- leika í málflutningi Ólafs. Hann túlkar læk á aðeins einn hátt og afskrifar þar með stóran hluta af þeim lækum sem fólk setur á óteljandi ummæli og myndir á hverjum einasta degi. Hvað með t.d. djók- lækið? passive-aggressive-lækið? Og vin- sælasta lækið: meðvirknis-lækið. FYRST það er byrjað túlka að læk fyrir dómstólum vil ég setja fyrirvara á læk sem koma frá mér í framtíðinni: EF ÉG þekki þig er líklegt að ég læki eitt- hvað frá þér þrátt fyrir að mér líki í raun ekkert við það. Þá er ég í raun að læka þig og/eða vináttu okkar. Myndir úr sum- arfríinu þínu læka ég til að opna á mögu- leika á að geta sett inn sams konar mynd- ir sjálfur. Þó ég læki mynd af matnum þínum er ekki öruggt að mér finnist hann girnilegur og það er ekkert víst að mér líki eitthvað sérstaklega vel við börnin þín þótt ég læki myndirnar af þeim. OG EF ég læka ummæli sem þú skilur eftir undir stöðuuppfærslu frá mér er lík- legra að ég sé að læka viðleitni þína til að staðfesta tilveru mína á internetinu, frek- ar en að læka það sem þú sagðir. Sorrí. Fyrirvari á lækin Amber Rose er sögð hafa komið að fyrrverandi eiginmanni sínum, Wiz Khalifa, í bólinu með tvíburasystrum. Náinn vinur Amber, plötusnúðurinn Peter Rosenberg, segir að hún hafi komið að Wiz í rúminu með fata- hönnuðunum Jas og Ness Rose á heimili fjölskyldunnar og hafi í kjölfarið slitið sambandi þeirra. Hann sagði einnig að parið hefði verið búið að vera óhamingju- samt í einhvern tíma og vand- ræði hefðu verið í hjónabandinu. Amber hefur sjálf verið sökuð um að hafa haldið framhjá Wiz en vinurinn segir það af og frá. Í bólinu með tvíburasystrum Ofurfyrirsætan Elle Mcpherson segist ekki óttast að eldast. Hún er ánægð með að vera fimm- tug og segir að fegurðin komi að innan. „Mig langar ekki að vera ung, mig langar að vera falleg. Eins falleg og ég get verið, auðvitað geri ég það en það kemur ekki út frá því að vera ung. Þegar ég horfi á myndir af mér frá því ég var ung þá sé ég að bros mitt var ekki ekta af því það var skemmt því ég var með svo lítið sjálfstraust. Ég þekki ekki einu sinni sjálfa mig á sumum myndum af mér frá því ég var yngri,“ segir Elle um aldur- inn í viðtali við tímaritið Red og heldur áfram: „Þegar ég horfi á myndir af mér í dag þá þá hugsa ég já, þetta er sú sem ég er. Ég er ekki tvítug. Ég er fimmtug. Mér líður vel. Ég elska börnin mín og ég elska eiginmann minn. Ég elska líf mitt. Það er það sem ég einbeiti mér að.“ Ánægð með aldurinn ELLE MCPHERSON Fyrirsætan segist miklu sáttari með sjálfa sig í dag heldur en þegar hún var tvítug. TÍMI STAÐUR Allar upplýsingar á riff.is DAGSKRÁ RIFF FIMMTUDAGURINN 2.10. Sýningarstaðir: HÁSKÓLABÍÓ, BÍÓ PARADÍS, TJARNARBÍÓ og NORRÆNA HÚSIÐ 13:30 Bíó Paradís 1 Kennslustundin 13:30 Bíó Paradís 2 Í skothríð skal skjóta til baka! 14:00 Bíó Paradís 3 Leyndardómar vörðunnar 15:30 Bíó Paradís 1 Timbúktú 15:30 Bíó Paradís 2 Kebab og stjörnuspá 16:00 Bíó Paradís 3 Ballettstrákar 17:30 Bíó Paradís 1 Ludo 17:30 Bíó Paradís 2 Touma húsið Q&A 18:00 Bíó Paradís 3 Heiðarlegur lygari Q&A 18:00 Háskólabíó 2 Þau hafa flúið Q&A 18:00 Háskólabíó 3 Við götuna Q&A 18:00 Tjarnarbíó Gullna eggið B 19:30 Bíó Paradís 1 Dulið stríð Q&A 19:30 Bíó Paradís 2 Áður en ég hverf 20:00 Norræna húsið Grænlenskar og færeyskar 20:00 Bíó Paradís 3 Fuglaþingið Q&A 20:00 Tjarnarbíó Íslenskar stuttmyndir 3 20:15 Háskólabíó 2 Maísey Q&A 20:20 Háskólabíó 3 Hættulegur leikur Q&A 20:30 Húrra Þær þeyta 21:45 Bíó Paradís 2 Ástarhreiðrið Q&A 22:00 Bíó Paradís 1 Menningarvíman 22:00 Bíó Paradís 3 Litla fluga, fljúgðu hátt 22:00 Tjarnarbíó Íslenskar stuttmyndir 2 22:30 Háskólabíó 2 Lifi frelsið 22:30 Háskólabíó 3 Monsún MYND JALANAN SÉRVIÐBURÐIR & PALLBORÐSUMRÆÐUR 13:00 Norræna húsið 14 dagbækur úr stríðinu mikla 15:00 Norræna húsið 14 dagbækur úr stríðinu mikla 17:00 Norræna húsið Umræður: 20:00 Molinn Kópavogur Einnar mínútu myndanámskeið í norðri stuttmyndir 1. og 2. hluti 3. og 4 hluti Að markaðssetja stríð. Ókeypis! (16-25 ára) Ókeypis! Við götuna segir ótrúlega sögu Boni, Ho og Titi, þriggja hæfileikaríkra og heillandi götulistamanna í Jakarta á fimm erfiðum árum bæði í eigin lífi sem og heimalandsins Indónesíu. ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK FRÁBÆR TÓNLIST, MÖGNUÐ SAGA BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK FRÁBÆR NÝ ÍSLENSK GAMANMYND VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI Í DAG EIRÍKUR JÓNSSONHJÖRDÍS STEFÁNSDÓTTIR, MORGUNBLAÐIÐ BYGGÐ Á SAMNEFNDRI METSÖLUBÓK MYND SEM ENGIN MÁ MISSA AF! THE EQUALIZER KL. 5 - 8 - 10.45 THE EQUALIZER LÚXUS KL. 8 - 10.45 THE MAZE RUNNER KL. 5.30 - 8 - 10.30 THE NOVEMBER MAN KL. 10.15 PÓSTURINN PÁLL ÍSL. TAL2D KL. 3.30 PARÍS NORÐURSINS KL. 3.30 - 5.45 - 8 LET́S BE COPS KL. 5.45 - 8 - 10.20 AÐ TEMJA DREKANN 2 ÍSL. TAL2D KL. 3.30 THE EQUALIZER KL. 6 - 10.15 PARÍS NORÐURSINS KL. 5.45 - 8 VONARSTRÆTI KL. 9 THE EQUALIZER 8, 10:40 WALK AMONG TOMBSTONES 5:45, 8, 10:20 MAZE RUNNER 5:40, 8, 10:20 PÓSTURINN PÁLL 2D 6 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar HEIMILDAR- MYNDIR ★★★★ ★ Titill: Sounds Queer LEIKSTJÓRI: Dan Bahl Sounds Queer er heimildarmynd um þrjá kvenkyns plötusnúða í höfuðborg teknósins, Berlín. Í myndinni er skyggnst inn í líf og störf þessara kvenna, Tama Sumo, Resom og Ena Lind, og við fáum innsýn í umhverfi þeirra þar sem karlar eru oftast yfirgnæfandi. Í þessu samhengi er þó rétt að minn- ast á óformlega könnun sem Frétta- blaðið gerði í ágúst þar sem fram kom að um 45% plötusnúða sem tróðu upp í Reykjavík í mánuðinum voru kvenkyns. Myndin verður sýnd frítt í kvöld kl. 20.30 á skemmtistaðnum Húrra og að sýningu lokinni verður hald- ið partí með þremur vinsælustu kvenkyns plötusnúðum Íslands, þeim DJ Yamaho, DJ Sunnu Ben og DJ Möggu Maack. Þetta er frábær mynd fyrir alla tónlistaráhuga- menn, sérstaklega raftónlistar- nörda en aðalpersónurnar segja frá því hvernig raftónlistin kom inn í líf þeirra og breytti því. Myndin dregur upp afar áhuga- verða mynd af Berlín og lífi þess- ara þriggja kvenna og vekur skemmtilegar spurningar um ást- ina á tónlist, vinnustétt plötusnúða og femínisma. - þij Plötusnældur í Berlín SOUNDS QUEER Ein plötusnældanna sem myndin fjallar um. Raftónlistargoðsögnin Richard D. James, betur þekktur sem Aphex Twin, var spurður út í skoðan- ir sínar á stjórnmálum í nýlegu viðtali við Q Magazine. „Úff, hvar á maður eiginlega að byrja? Allur heimurinn er gjörsamlega „fokkt“, í stórum dráttum.“ Aphex, sem er reyndar þekktur fyrir mikinn grallaraskap, sagði síðan að hann væri handviss um að árásirnar á Tvíburaturnana hefðu verið skipulagðar af banda- rískum stjórnvöldum og að hann tryði á Illuminati-samsærið. „Dót á netinu um Illuminati, hina nýju heimsmynd og geimverur er ein- faldlega þúsund sinnum betra en hvaða vísindaskáldskapur sem er, jafnvel þótt það sé ekkert satt í því,“ sagði hann. „Ég trúi þessu öllu í stórum dráttum. Þú mátt ekki bara trúa á hluti sem hægt er að sanna. Það er drepleiðinlegt.“ - þij Elskar sam- særiskenningar

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.