Fréttablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 8
12. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 SVEITARSTJÓRNARMÁL Sveitarfélögin á atvinnusvæði Grundartanga eru á loka- stigum við stofnun þróunarfélags í tengslum við uppbyggingu á iðnaðarsvæð- inu. Silicor Materials telur að ekkert standi í veginum fyrir því að framkvæmdir við 19.000 tonna sólarkísilverksmiðju fyrirtækisins hefjist í vor, kom fram á kynn ingar fundi fyrirtækisins með sveitarstjórnarmönnum, þingmönnum kjördæmisins og öðrum hagsmunaaðilum í bæjarþingsalnum á Akranesi á föstudag. „Þetta er gríðarstórt mál fyrir öll sveitar félögin í kringum Grundartanga, enda um 450 ný störf að ræða,“ segir Ólafur Adolfsson, formaður bæjarráðs á Akranesi. Undirbúningur þróunarfélags sveitar félaganna og Faxaflóahafna er að hans sögn til að skapa samræðuvettvang, enda ljóst að gefa þarf innviðum sveitar- félaganna á svæðinu gaum – ef af upp- byggingunni verður. Ólafur tekur framboð af íbúðarhúsnæði sem dæmi. „Við verðum að vera í takt með uppbygginguna til að sveitarfélögin verði tilbúin að taka við þessu fólki sem þarna vinnur og fjölskyldum þess – sem gætu orðið tólf til sextán hundruð manns. Þá eru ótalin afleidd störf sem gætu orðið fjölmörg einnig,“ segir Ólafur og bætir við að á Akranesi sé verið að skoða hvaða áhrif þetta gæti haft á skólasamfélagið og hvort þjónustan uppfylli þarfir nýrra íbúa sem óska þess að búa á Akranesi. „Það kæmi mér ekki á óvart að það þyrfti að stíga stór skref í fjárfesting- um í skólamálunum. Ef við fáum 500 til 600 manns hingað á Akranes þá er ljóst að grunnskólarnir eru báðir fullsetnir, að kalla. Fjölbrautaskólinn getur hins vegar tekið við nýjum nemum. Leiguhúsnæði er af skornum skammti en mikið er til af skipulögðum lóðum fyrir einbýli, raðbýli og fjölbýlishús. „Hins vegar vitum við ekki hvort verk- efnið muni raungerast, og því mikilvægt að stíga varlega til jarðar. En við verðum tilbúin ef af þessu verkefni verður. Ég gæti trúað því hins vegar að þegar menn sjá að framkvæmdir á Grundartanga eru hafnar komi holskefla yfir samfélagið í uppbygg- ingu. Það er mikilvægt að stýra því og það verður best gert með því að ákvarðanir í skipulagsmálum séu teknar af yfirvegun,“ segir Ólafur. svavar@frettabladid.is Búa sig undir uppbyggingu Þróunarfélag sveitarfélaga og Faxaflóahafna verður stofnað vegna uppbyggingar á Grundartanga. Huga verður að húsnæðismálum og skólamálum. Framkvæmdir við 450 manna sólarkísilverksmiðju gætu hafist í vor. Davíð Stefánsson, talsmaður Silicor á Íslandi, segir að fjármögnun sólarkísilverksmiðju á Grundartanga eigi að vera lokið í mars eða byrjun apríl. Fram- kvæmdir geti hafist á vormánuðum og að unnt verði að ná fullum afköstum árið 2018. Áætluð ársframleiðsla verksmiðjunnar á Grundartanga er um 19.000 tonn af sólarkísli. Beitt verður nýrri aðferð sem byggist á því að bræða kísilmálm í fljótandi áli. Verksmiðjan er stór á íslenskan mælikvarða, og áætlað að um 450 manns muni starfa í verk- smiðjunni fullbyggðri. Orkuþörf verksmiðjunnar er áætluð um 85 MW. HILLIR UNDIR FRAMKVÆMDIR AKRANES Íbúar bæjarins eru um 6.700 svo mjög munar um fjölgun sem fylgir atvinnu- uppbyggingu á Grundartanga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVAÍTALÍA Francesco Schettino, skip- stjóri skemmtiferðaskipsins Costa Concordia, var í gær sakfelldur fyrir manndráp og dæmdur í sext- án ára fangelsi. Hann sigldi skipi sínu í strand árið 2012 og kostaði það 32 manns lifið. Schettino brast í grát við réttar- höldin í gær og sagðist ekki bera einn alla ábyrgðina á strandinu. Hann viðurkennir að hafa siglt of nálægt eyjunni Giglio til þess að gleðja yfirþjóninn á skipinu, sem er frá þessari eyju. - gb Skipstjórinn sakfelldur: Hlaut sextán ára fangelsi FRANCESCO SCHETTINO Réttarhöld- um lauk með sakfellingu. NORDICPHOTOS/AFP JEMEN Bandaríkin og Bretland hafa lokað sendiráðum sínum í Jemen og hvatt borgara sína til að yfirgefa landið í kjölfar valdatöku Húti-uppreisnarmanna. Hútar, sem berjast fyrir auknum rétt- indum sjía-múslima, hafa farið með stjórn í höfuðborginni Sanaa frá því í september og neyddu Abd Rabbuh Mansur Hadi forseta til að segja af sér í lok janúar. Ríkis- stjórn Hadis hafði hjálpað til í aðgerðum gegn al-Kaída. - ie Loka sendiráðum: Yfirgefa Jemen 1 1 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 6 4 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 C 7 -2 2 E 0 1 3 C 7 -2 1 A 4 1 3 C 7 -2 0 6 8 1 3 C 7 -1 F 2 C 2 8 0 X 4 0 0 7 B F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.