Fréttablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 50
12. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 34 FRUMSÝNINGAR 7,9/108,2/10 4,0/1081% 100% 61% Bernhard ehf • Vatnagörðum 24 - 26 • Sími 520 1100 Umboðsaðilar: Reykjanesbæ, Bernhard, sími 421 7800 • Akranesi, Bílver, sími 431 1985 Akureyri, Höldur, sími 461 6020 • Vestmannaeyjum, Bragginn, sími 481 1535 PEUGEOT 108 KOSTAR FRÁ KR. 1.959.000 PEUGEOT 108 ACTIVE SJÁLFSKIPTUR - 5 DYRA KR. 2.290.000 HANNAÐUR FYRIR ÞIG PEUGEOT 108 NÚ FÁANL EGUR ME Ð 5 ÁRA ÁBYRGÐ * M yn di n sý ni r P eu ge ot 1 08 í Al lu re ú tfæ rs lu . * Vi ðb ót ar áb yr gð P eu ge ot , S AF E +3 BÍÓFRÉTTIRAFMÆLISBARN DAGSINS 35 ára Christina Ricci leikkona Þekktust fyrir: The Addams Family Kingsman The Secret Service Spennumynd Helstu hlutverk: Colin Firth, Taron Egerton og Samuel L. Jackson. Afh enda Óskara Jennifer Aniston, Kerry Washington, David Oyelowo, Sienna Miller, Chris Pratt og John Travolta hafa bæst í hóp þeirra leikara sem munu afhenda Óskarsverðlaun 22. febrúar í Dolby-leik- húsinu í Hollywood. Á meðal þeirra sem höfðu áður verið tilkynntir eru Matthew McConaug- hey, Cate Blanchett, Jared Leto og Lupita Nyong’o. Athöfnin verður haldin í 87. sinn og kynnir verður leikarinn Neil Patrick Harris. Hrúturinn Hreinn Teiknimynd Raddir: Omid Djalili, Richard Webber og Kate Harbour. Fifty Shades of Grey Rómantík Helstu hlutverk: Dakota Johnson, Jamie Dornan og Aaron Taylor-Johnson. Fyrirtækið Sony Pictures ætlar að láta hinn næsta Pétur Parker eyða meiri tíma í menntaskólanum en hann gerði áður í þeim Spider- Man-myndum sem eru væntanleg- ar næstu árin. Midtown-menntaskólinn hefur áður komið við sögu í myndunum um Köngulóarmanninn en núna stendur til að leggja meira upp úr sambandi hans við aðra nemend- ur, á sama tíma og hann berst við glæpi annars staðar. Menntaskólinn hefur einmitt haft mikið vægi í myndasögunum um Spider-Man. Blaðið Variety greinir frá því að margir leikarar hafi verið nefndir til sögunnar sem arftakar Andrews Garfield í aðalhlutverkinu, en hann tók á sínum tíma við hlutverkinu af Tobey Maguire. Á meðal þeirra eru Dylan O’Brien úr The Maze Runner og Logan Lerman úr mynd- unum um Percy Jackson. Stutt er síðan Lerman lék í stríðsmyndinni Fury á móti Brad Pitt. Einnig er ætlunin að ráða nýjan leikstjóra, en Marc Webb leikstýrði The Amazing Spider-Man og The Amazing Spider-Man 2. Sú síðar- nefnda var verst sótt af þeim fimm Spider-Man-myndum sem Sony hefur framleitt. Þrátt fyrir það halaði hún inn 709 milljónir dala. Vegna hins slaka gengis hefur verið ákveðið að Sony Pictures og Walt Disney muni starfa saman við gerð Spider-Man. Samningurinn kveður á um að ofurhetjan gæti komið við sögu í væntanlegum Avengers-myndum. Líklegt er að hún komi fyrst við sögu í Captain America: Civil War sem kemur út á næsta ári en hún hefur hingað til aðeins verið hluti af Avengers-teiknimyndasögunum. Fyrirtækið Marvel er í eigu Walt Disney. Marvel hefur lengi viljað setja Köngulóarmanninn í mynd- irnar sínar en eftir að Sony eignað- ist réttinn á Spider-Man árið 1999 hefur fyrirtækið ekki mátt snerta á ofurhetjunni. Því hefur það ekki mátt búa til kvikmyndir byggðar á ævintýrum Péturs Parker, fyrr en núna. freyr@frettabladid.is Meira lagt upp úr menntaskólaárum Pétur Parker mun eyða meiri tíma í Midtown-skólanum en hingað til. Sony og Walt Disney ætla að starfa saman við gerð Spider-Man. Nýr leikari væntanlegur. SPIDER-MAN Andrew Garfield hverfur á braut sem Pétur Parker en óvíst er hver tekur við af honum. THE AVENGERS Þór þrumuguð og kapteinn Ameríka í The Avengers. Að því er kom fram hjá Variety hefði samstarf Sony og Disney getað orðið afar kostnaðarsamt en í raun er um skiptisamning að ræða. Marvel borgar Sony ekkert fyrir að fá að nota Spider-Man í ofurhetjumyndum sínum. Á móti fær Marvel engan hluta af miðasölutekjum myndanna þar sem Spider-Man kemur við sögu. Sony mun heldur ekki fá neinar prósentur af þeirri upphæð sem Marvel, eða öllu heldur Disney, græðir á myndum sínum þar sem Spider-Man kemur við sögu. Skiptisamningurinn mun koma sér vel fyrir bæði fyrirtæki. Sony þurfti að blása lífi í Spider-Man-vörumerkið sitt með því að lána ofurhetjuna til Marvel, sem er þekkt fyrir gerð vel heppnaðra ofurhetjumynda. Það býr um leið til ákveðinn velvilja hjá aðdáendum Spider-Man sem hafa lengi viljað sjá persónuna vera hluta af Avengers-ofurhetjuhópnum. Marvel fær núna aðgang að einni af vinsælustu teiknimyndahetjum sínum en nú þegar hefur fyrirtækið réttinn á Spidy hvað varðar sjón- varp, söluvarning og fleira. Undanfarið hefur kvikmyndahlutinn verið hið heilaga gral Marvel. Með þeim er hægt að búa til myndaraðir sem hafa margs konar áhrif á aðra starfsemi fyrirtækisins. ÁHUGAVERÐUR SKIPTISAMNINGUR 1 1 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 C 6 -E 7 A 0 1 3 C 6 -E 6 6 4 1 3 C 6 -E 5 2 8 1 3 C 6 -E 3 E C 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.