Fréttablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 24
12. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 24TÍMAMÓT Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVERRIR GÍSLASON frá Heydal við Djúp, síðar Hábæ 2a, Þykkvabæ, Rangárvallasýslu, lést sunnudaginn 8. febrúar síðastliðinn. á Borgarspítalanum. Jarðarförin auglýst síðar. Jóna Elísabet Sverrisdóttir Pálmar H. Guðbrandsson Bjarni Rúnar Sverrisson Elín Þóra Sverrisdóttir Einar S. Bjarnason Sverrir Þór Sverrisson Brynja K. Sverrisdóttir Sigríður Helga Sverrisdóttir barnabörn og langafabörn. Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, BIRNA GUÐFINNA ÞORSTEINSDÓTTIR Sólheimum, Breiðdalsvík, lést 8. febrúar á hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafnarfirði. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Magnús Sigurðsson Sigurrós Rut Karlsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, OTTÓ RAFN GUÐLAUGSSON prentari, andaðist á líknardeild Landspítalans 31. janúar. Útförin fór fram í kyrrþey þann 6. febrúar að ósk hins látna. Þökkum sýndan samhug. Sérstakar þakkir fær starfsfólk líknardeildar fyrir góða umönnun og hlýlegt viðmót. Málfríður Gunnarsdóttir Gunnar Kristinn Ottósson Inga Þórey Jóhannsdóttir Sigurbjörn Rafn Ottósson Guðrún Ingibjörg Stefánsdóttir Ragnar Már Ottósson Gunnlaug Ottósdóttir barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, INDRIÐI INDRIÐASON fv. skógarvörður, Tumastöðum, lést 7. febrúar á hjúkrunarheimilinu Skjóli. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 19. febrúar kl. 13.00. Guðrún Indriðadóttir Jón Ágúst Sigurjónsson Sólveig Indriðadóttir Stefán K. Guðnason Indriði Ingi, Bjarki Rafn, Heiður, Vala Sif, Arnþór, Sindri Freyr, Vera Björk og barnabarnabörn. Hjartkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN J. VIGFÚSDÓTTIR vefnaðarkennari og veflistakona, áður til heimilis að Vogatungu 29, Kópavogi og Ísafirði, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánudaginn 9. febrúar. Útför hennar verður gerð frá Digraneskirkju mánudaginn 23. febrúar kl. 13.00. Eyrún Ísfold Gísladóttir Sturla Rafn Guðmundsson Gísli Örn Sturluson Marie Persson Snorri Björn Sturluson Guðrún Jóhanna Sturludóttir Eyrún Linnea, Hanna Ísabella og Lisa Marie Gísladætur Okkar ástkæri JÓN JÓHANNSSON frá Hólmavík, búsettur á Hömrum, Mosfellsbæ, lést sunnudaginn 8. febrúar sl. Hann verður jarðsunginn frá Grafarvogs- kirkju miðvikudaginn 18. febrúar kl. 11.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinsonsamtökin. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Halldóra G. Scales Jóhann Jónsson Snædís Jónsdóttir Fjóla Loftsdóttir Védís Jónsdóttir hönnuður er fimm- tug í dag. Prjónafólk á Íslandi þekkir nafn hennar því hún var aðalhönnuð- ur nýrra prjónauppskrifta fyrir Ístex um árabil en síðustu ár hefur hún búið erlendis, þar sem eiginmaðurinn starf- ar við utanríkisþjónustuna. Þau hjón fluttu í sumarlok til Rómar frá New York og Védís líkir því við að fara aftur í tímann. „Veðrið hér í Róm er einstakt og birtan engu lík,“ segir hún. „Maturinn, gæðin og menningin kring- um hann er líka mjög að mínu skapi. Ég fer reglulega á Esquilino-markað- inn en hann er afar litskrúðugur bæði hvað varðar mat og mannlíf. Það eru mikil lífsgæði að geta keypt nýupptek- ið grænmeti og geta séð hversu ferskur fiskurinn er með því að horfa í augun á honum!“ Hún segir það eins og að gera upp á milli barnanna sinna að bera saman borgirnar New York og Róm. „Mér finnst þær báðar dásamlegar hvor á sinn hátt. Róm er svo falleg þó að hún sé illa hirt og svolítið spillt. Litirnir, byggingarnar, sagan, menningin og hvað fólkið er elskulegt gerir hana einstaka. New York er hins vegar svo mikill töffari, hröð með hágæða list- viðburðum og mannlífskokteil. Ég bjó á Manhattan og fannst gott að vera í hlíðum þessa ljósum prýdda mann- gerða fjallgarðs með sínum djúpu gljúfrum, sem er ekki allra.“ Veturinn í Róm er afar þægilegur, að mati Védísar. „Auðvitað getur orðið kalt og rakinn gerir það að verkum að hér verður napurt en það varir aldrei lengi. Rómverjar segja að það rigni meira nú en áður fyrr og vissulega getur komið úrhelli eða vatnssprengj- ur eins og þeir segja, en fyrir Íslending er það ekkert til að hafa orð á.“ Védís kveðst koma heim á sumr- in til þess að njóta besta tímans hér. En umgengst hún einhverja landa í Róm? „Já, það eru nokkrir Íslending- ar sem búa hér og hægt að ná saman í einn saumaklúbb af góðum íslenskum konum. Ef ég ætti að nefna einhvern þá er það Hrefna Tynes sem hefur búið lengi í Róm og verið minn vernd- ari hér.“ Nú vil ég vita hvernig hún Védís ætlar að halda upp á stórafmælið í dag. „Þar sem ég er fædd á Skaganum ætla ég að skreppa niður á Sorrentó- skagann. Fá mér góðan fisk og gista á litríkum litlum stað sem hangir utan í klettunum með útsýni yfir Napólí- flóa og Vesúvíus enda er ég alin uppi á Melabökkum með útsýni á Faxaflóann og Snæfellsjökul.“ En manstu eftir einhverju afmæli frá bernskuárunum í Melasveit? „Ekki sérstaklega. Í minningunni var yfir- leitt leiðindaveður og þegar ég fædd- ist var stórhríð, ég er viss um að ég fæ betra veður núna! Ég fæddist víst í sitjandi stöðu og við mamma vorum hafðar fyrstu dagana á ellideildinni því það var ekki pláss á fæðingardeildinni, það má því segja að ég hafi byrjað lífið á öfugum enda!“ gun@frettabladid.is Byrjaði á öfugum enda Védís Jónsdóttir hönnuður fæddist á Skaganum og er alin upp á Melabökkum með útsýni yfi r Faxafl óann og Snæfellsjökul. Nú býr hún í Róm og ætlar að halda upp á fi mmtugs- afmælið í dag á Sorrento-skaganum með útsýni yfi r Napólífl óa og Vesúvíus. HÖNNUÐURINN Védís á morgungöngu með Lappa á Viale della Domus Aurea við Colosseo í Róm í gær í 14 stiga hita og sól. MYND/ÚR EINKASAFNI Eins og vænta má er Védís með verkefni á hönnunar- og hannyrðasviði hvar sem hún er. „Ég er svo heppin að vera að byrja að spá í nýja liti fyrir splunkunýtt prjónaband sem ekki er enn komið á markað. Síðan hef ég verið að vinna að útfærslum og endurbótum á gömlum uppskriftum í eigu Ístex sem mér fannst eiga rétt á endur- nýjun lífdaga. Þær munu koma út í bók á þessu ári. En það sem ég get ekki beðið eftir er að halda áfram að vinna í prjónaskúlptúrunum mínum og öðrum verkum sem ég byrjaði á í New York. Ég hef verið að prjóna úr óhefðbundnu efni eins og rafmagnsvír sem er hreint ekki auðveldur í höndum. Mér finnst líka skemmtilegt að vinna með fíngerðan frjálsan útsaum, gjarnan pínulítil verk. Svo hef ég líka verið að prófa að teikna fríhendis með saumavél. Ég hef notað tímann erlendis til að reyna að þroskast sem listamaður en virðist laðast að tímafrekum verkefnum þannig að það gengur hægt!“ Helstu verkefni Védísar núna 1 1 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 C 7 -2 C C 0 1 3 C 7 -2 B 8 4 1 3 C 7 -2 A 4 8 1 3 C 7 -2 9 0 C 2 8 0 X 4 0 0 8 B F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.