Fréttablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 20
12. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 20 Flestir þeirra ferðamanna sem hing- að koma, segjast koma vegna nátt- úru landsins. Það eitt segir okkur að aðgerða er þörf til að viðhalda þeim ferðamannastöðum sem hafa látið á sjá vegna átroðnings. Ferðaþjón- ustan veltir meiri tekjum en nokkur önnur grein hér á landi í dag. Það segir mér að hún skapar töluverð- ar skatttekjur og að mínu mati á að nota þær til uppbyggingar í þeirri grein. Nákvæmlega eins og þegar skattur er lagður á íbúa bæjar félags og þeir fjármunir nýttir til upp- byggingar, viðhalds og þjónustu fyrir þá sem þar búa. Hvað með þær fréttir að hér á landi séu ferðaþjónustufyrirtæki, sem eru með öllu eða að hluta til undanskilin virðis- aukaskatti? Meira að segja fyrirtæki sem hefur auðveldan aðgang að ferðamönnum og þeim tekjum sem þeir skilja eftir sig! „Þeir greiða sem njóta“, þessari setn- ingu hefur verið fleygt fram sem rökum með náttúrupassanum. Hvernig réttlæta þá ráðamenn þjóðarinnar það að hér á landi séu rekin fyrirtæki í ferðaþjónustunni sem njóta góðs af ferðamönnum en þurfa ekki að greiða neitt til samfélagsins? Eins og hér sé ríki í ríkinu. Ákveðin ferðaþjónustufyrir- tæki eru undanþegin skatti og það virðist vera að ekki sitji allir við sama borð þegar kemur að skattlagningu. Aðgerða er strax þörf eins og okkar ágæti iðnaðar- og viðskiptaráðherra bendir á. Það eru orð að sönnu og engum dylst að úrbóta er þörf hið fyrsta. Því legg ég til að við nýtum þá leið sem við höfum hér sem kallast skattur og hefur verið til svo lengi sem elstu menn muna. Kerfi sem kallar ekki á aukið starfsmannahald eða flækju- stig og er nú þegar til staðar. Hver verður svo hlutur náttúrunnar? Hvernig sjáum við fyrir okkur að þeir fjármunir muni dreifast sem þarna er aflað, það er, þegar búið er að greiða launakostnað forrit- arans, landvarðarins, nokkurra starfsmanna ferðamálastofu eða tengdrar stofnunar, bílakostnað, kynningarkostnað, umsýslugjald þeirra sem gefa út passana, þeirra sem skrá þá, þeirra sem þá prenta, svo ekki sé talað um þann kostnað sem fer í að elta uppi þá sem ekki ætla sér að greiða fyrir aðgang og verða uppvísir að land- spjöllum til að komast fram hjá „kerfinu“? Ég gæti talið upp fleiri atriði en spyr mig þá: Hver verður upphæðin sem eftir verður til uppbyggingar á ferðamannastöðunum? Eða er það ekki annars það sem þetta snýst um? Orðræðan snýst um framkvæmd. Hún snýst um það hvernig hanna á náttúrupass- ann að mati ráðherra og allt þetta er tilkom- ið vegna þess hversu vel hefur gengið að markaðssetja ágæti landsins, fólkið sem hér byggir landið og þá fallegu og viðkvæmu náttúru sem við höfum. Veiða á alla fiskana í sjónum, eða í þessu tilfelli, ná til eins margra ferðamanna og mögulegt er. Hvernig var það á þeim tíma sem fiskveið- ar öfluðu okkur mestu gjaldeyristeknanna, þurfti þá ekki í framhaldi að takmarka veiðar vegna ofveiði og hræðslu við það að verið væri að „hreinsa“ hafið? Ferðaþjón- ustan er ekkert ólík fiskveiði. Hún skapar tekjur og er auðlind okkar allra. En kannski erum við að fiska þar of hratt? Þar ráðast skoðanir þeirra sem byggja hag sinn og afkomu á ferðaþjónustunni, skiljanlega. Hafa þarf landsmenn með í ráðum Það sem ferðaþjónustan þarf er velvild íbúa í garð ferðamanna því það hlýtur að vera hluti af stóru myndinni, ekki síður en þær tekjur sem af þeim skapast. Hér þarf að að ríkja gestrisni sem með afspurn gerir Ísland að áhugaverðum stað til að heim- sækja. Ljóst er að náttúrupassinn mun ekki verða vinsæll. En ástæða þess að verið er að ræða þessi mál er jú mikil fjölgun ferða- manna. Viljum við í alvöru fara á þennan stað, stað sem ýtir undir það sem kallast og notað er oft í fræðum ferðaþjónustunnar „þolmörk“? Þolmörk eru helsta ógn ferða- þjónustu alls staðar í heiminum og Ísland er engin undantekning þar á. En þegar þolmörkum er náð þá fara íbúar svæðis- ins að snúast gegn ferðamönnunum og kemur upp ákveðin andúð í garð þeirra. Á hvaða stað verðum við komin þá? Öll eggin komin í sömu körfuna og heilu bæjarfélög- in farin að afla tekna af komu ferðamann- anna. Horfa verður því á þessa aðgerð, sem innleiðing náttúrpassans er, til mun lengri tíma. Horfa á til ferðaþjónustunnar með langtímamarkmið í huga, langhlaup þar sem ryðja á hindrunum úr vegi eins og hægt er svo allir hafi áhuga á og getu til að taka þátt í langhlaupi og uppgangi ferða- þjónustunnar á landinu. Pössum landið en munum að til þess þarf ekki endilega „náttúru“-passa. Þetta mál hefur fengið að velkjast um í kerfinu í þrjú ár og búið er að verja ómældum tíma í að útfæra þessa hugmynd og enn virðast ráðamenn ekki vera vissir um hvað sé best. Getur verið að okkar ágætu ráðamenn séu fastir inni í kassa náttúrupassans og sjái ekki annað en hvernig útfæra eigi passann, í stað þess að stíga út úr kassanum og horfa í kringum sig? Að þeir brjóti odd af oflæti sínu og hlusti á raddir þegna sinna og stuðli að jákvæðri uppbyggingu ferðaþjónustunn- ar á Íslandi með okkur, þegna landsins, með í ferðinni. Það er að mínu mati eina leiðin til að ná settu markmiði í þessu langhlaupi ferðaþjónustunnar, bæði með hag náttúr- unnar og okkar sem byggjum þetta land að leiðarljósi. Segi „pass“ við náttúrupassanum FERÐA- ÞJÓNUSTA Kristín Thoroddsen ferðamálafræðingur ➜ Getur verið að okkar ágætu ráðamenn séu fastir inni í kassa náttúrupassans og sjái ekki annað en hvernig útfæra eigi passann, í stað þess að stíga út úr kassanum og horfa í kringum sig? Skráning er til og með 17. febrúar klukkan 16. Aðgang að skráningu, nánari upplýsingum og dagskrá þingsins má finna á samgongustofa.is/umferdarthing Umferðar- og samgönguþing verða haldin fimmtudaginn 19. febrúar í Hörpu í Reykjavík. Þingin eru skipulögð af innanríkisráðuneytinu, samgönguráði og Samgöngustofu. Umferðarþingið verður haldið milli klukkan 8 og 12 en samgönguþingið stendur frá klukkan 13 til 17. Ólöf Nordal innanríkisráðherra mun ávarpa samgönguþingið í upphafi og síðan flytja sérfræðingar erindi á báðum þingunum og gefinn verður góður tími til umræðna og fyrirspurna. 2015 2015 Meðal efnis á umferðarþingi má nefna erindi Guðbjargar Kristínar Ludvígsdóttur læknis þar sem m.a. er svarað spurningunni hvort fatlaðir vegfarendur búi við sama öryggi í umferðinni og aðrir. Kristín Sigurðar- dóttir læknir og Ágúst Mogensen, rannsóknarstjóri umferðarslysa hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, fjalla m.a. um umferðarslys, áhrif og hvernig orsakir og eðli þeirra hafa breyst. Kynntar verða niðurstöður rannsóknarskýrslu um slys á hjólandi vegfarendum og umferðar- öryggisáætlanir sveitarfélaga. Á samgönguþingi verða kynnt drög að samgönguáætlun 2015-2026. Ólöf Nordal innanríkisráðherra kynnir stefnuna og meginmarkmið hennar og Birna Lárusdóttir, formaður samgönguráðs, fjallar um aðdraganda og samráðsferlið. Farið verður yfir árangur fyrri stefnu, áherslur og stærstu verkefni samgönguáætlunar 2015-2026 og umhverfismat áætlunarinnar. Góðir gestafyrirlesarar, þau Eyjólfur Guðmundsson, rektor HA, Guðmundur Freyr Úlfarsson, prófessor í samgönguverkfræði við HÍ, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skipulagsstjóri, Árni Freyr Stefánsson hjá Mannviti og Friðrik Pálsson hótelhaldari fjalla um áhugaverð viðfangsefni við mótun stefnunnar svo sem framtíðarsýn, fjármögnun og ferðaþjónustu. Í lokin verða pallborðsumræður með þátttöku fulltrúa samgönguráðs, umræðum og fyrirspurnum. 1 1 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 C 7 -0 5 4 0 1 3 C 7 -0 4 0 4 1 3 C 7 -0 2 C 8 1 3 C 7 -0 1 8 C 2 8 0 X 4 0 0 4 B F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.