Fréttablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 22
12. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 22 Hið íslenska fiskveiði- stjórnunarkerfi, sem flestir þekkja sem kvóta- kerfið, var fest í sessi 1991 og fagnar brátt ald- arfjórðungsafmæli. Upp- haflega var kvótakerf- inu komið á til að varna ofveiði. En veiðitakmörk- un fækkaði hins vegar ekki bátum og því var kvótaframsalið lögfest 1991 sem heimilaði mönn- um að kaupa veiðiheim- ildir hver annars. Þetta var gert í hagræðingarskyni. Svona hljómaði og hljómar enn fyrsta grein laga um stjórn fiskveiða: Úthlutun veiðiheimilda sam- kvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt for- ræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum. Og þetta stendur í fjórðu grein: Veiðileyfi skulu gefin út til árs í senn. Þetta er vart hægt að túlka öðruvísi en svo að hugmynd löggjafans með úthlutun veiðiheimilda hafi ekki verið sú að gefa frá sér eignarréttinn og enn fremur að honum skyldi ein- ungis úthlutað til eins árs í senn. Í framhaldi af þessu er fróðlegt að rýna í ummæli fyrrverandi sjávarútvegsráðherra frá þess- um tíma: Halldór Ásgrímsson, í þingræðu 1991: „Útvegsmenn sem fá framselda til sín aflahlutdeild af öðrum fiskiskipum vita að þeir eru ekki að fjárfesta í varanlegum réttindum. Það verð sem þeir eru tilbúnir að greiða fyrir slíkar heimildir hlýtur því að taka mið af þeim raunveruleika að Alþingi getur hvenær sem er breytt lögun- um um stjórn fiskveiða, komist Alþingi að þeirri niðurstöðu að annað fyrirkomulag tryggi betur lífskjör í landinu.“ Gersamlega út úr korti Af þessu má sjá að verðlagning veiðiheimilda í gegnum tíðina hefur ekki verið í neinu samræmi við þann lagaramma sem sett- ur var, heldur miðuð við ævar- andi eign og því gersamlega út úr korti. Og hverjir bjuggu til þenn- an glórulausa verðramma? Jú, útgerðin og bankarnir. Og hverj- ir ættu því að grípa boltann? Jú, auðvitað sömu aðilar, útgerðin og bankarnir. Í öll þessi ár hefur enginn ráð- andi stjórnmálaflokkur megnað að bjóða þessu tvíeyki birginn og þeir fremur gengið á mannrétt- indi almennra borgara. Því fagna ég vitundarvakningu sjávar- útvegsráðherra sem vill í nýju sjávarútvegsfrumvarpi geir- negla eignarrétt þjóðarinnar á veiðiheimildum. Að sama skapi er fróðlegt að heyra í þingmönn- um svokallaðs Sjálfstæðisflokks lofa hagræðingu kvótakerfisins og líkja þjóðareign auðlinda við sovét. Er Noregur þá sovét? Vandinn er sá að svokallaðir sjálfstæðismenn hafa engan áhuga á frjálsri samkeppni í sjávar- útvegi sem samkvæmt þeirra kokkabókum er þó það form sem best tryggir afkomu almennt. Og hvers vegna skyldi það vera? Það hlýtur að vera af sömu ástæðu og yfirleitt í mannkynssögunni, þ.e. þegar hagsmunir skarast of mikið er réttu máli hallað. Vona að framsóknarmenn og allt þingið standi í lappirnar í þessu máli og láti svokallaðan Sjálfstæðisflokk aldrei ná fram- gangi með sovésku andfrelsi sínu. Ég hef fengið það hlut- verk að vera einn af tals- mönnum barna á Alþingi ásamt þingmönnum úr öllum flokkum er sæti eiga á Alþingi. Hlutverk okkar er fyrst og fremst að huga að áhrifum allra mála sem þingið fjallar um á börn og ungmenni. Hópurinn var formlega stofnaður fyrir tilstuðlan UNICEF, Barnaheilla og Umboðsmanns barna, á 25 ára afmælishátíð Barnasátt- mála Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Laugalækjarskóla þann 20. nóvember í fyrra. Fyrsta verk hópsins var að sitja námskeið um Barnasátt- málann og í framhaldi af því var lögð fram þingsályktunartillaga um dag helgaðan fræðslu um mannréttindi barna. Hún er nú til umfjöllunar í allsherjar- og menntamálanefnd og fæst von- andi samþykkt í vor. Nýlega héldu átta ungmenni á aldrinum 14–18 ára úr ungmenna- ráðum ásamt fulltrúum Unicef, Barnaheillum og umboðsmanni barna fund með fulltrúum vel- ferðarnefndar Alþingis. Meðal þess sem þau lögðu áherslu á var þátttaka og réttindi barna og þar ræddu þau meðal annars um 12. grein barnasáttmálans og mikil- vægi þess að fullorðn- ir hlusti á börn og ung- menni. Þau ræddu líka skólakerfið og menntun í víðari skilningi en þar lögðu þau m.a. áherslu á að öll börn fengju skóla- máltíðir óháð fjárhag for- eldra, og velferðarmál þar sem þau lögðu áherslu á geðheilbrigðismál. Loks ræddu þau birt- ingarmyndir ofbeldis gegn börnum og mikil- vægi forvarna tengdra því og einnig hvaða áhrif fátækt hefur á börn, m.a. möguleika þeirra til náms og tómstunda. Fundur- inn, sem sendur var út í beinni útsendingu og finna má á heima- síðu Alþingis, var í alla staði frá- bær og ljóst að ekki þarf að kvíða framtíðinni með svo sköruleg ungmenni. Segja má að allflest mál varði börn og ungmenni með einhverj- um hætti og því mikilvægt að hafa þau með í ráðum enda búa þau yfir verðmætum upplýsing- um og reynslu. Það er líka hlut- verk okkar fullorðnu að hvetja þau og efla gagnrýna hugsun. Því vil ég hvetja sveitarstjórnir og alþingismenn til að leita álits hjá ungmennaráðum um sem flest mál og víkka þar með sjóndeildar- hring okkar fullorðnu. Skoðanir barna og ungmenna skipta máli Menntamálaráðherra hefur nýverið viðrað hugmyndir um samein- ingu háskóla á Vestur- og Norðurlandi. Tillögurnar eru viðbrögð við umræðu um að háskólar á Íslandi séu of margir og þess vegna sé nauðsynlegt að sameina skóla, m.a. til þess að leysa rekstrar- vanda þeirra. Tillögurn- ar leysa hins vegar ekki þann vanda sem íslenska háskólakerfið stendur frammi fyrir, sem hvorki snýst um fjölda háskóla, rekstur eða rekstrarform einstakra skóla, heldur þá ein- földu staðreynd að háskólakerfið í heild er svelt fjárhagslega. Til þess að byggja upp þjóð- félag, sem staðið getur undir góðum lífskjörum er nauðsyn- legt að hafa góða háskóla. Ekki verður annað sagt en að íslensk- ir háskólar hafi í gegnum árin staðið sig býsna vel í samanburði við erlenda háskóla þrátt fyrir smæð og takmörkuð fjárráð. Með Bologna-ferlinu hafa íslenskir háskólar undir- gengist að bjóða sam- bærilega menntun og völ er á í nágrannalöndunum og reglulega eru gerðar úttektir á skólunum til þess að ganga úr skugga um að þeir standist þess- ar kröfur. Niðurskurður takmarkar ýmislegt Núverandi fjárframlög duga hins vegar engan veginn til þess að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru, og á að gera, til íslenskra háskóla. Framlög á hvern nemanda í íslenskum háskólum eru vel undir meðal- tali OECD-ríkjanna og meira en helmingi lægri en gengur og ger- ist í öðrum löndum Norður-Evr- ópu. Þetta er meginvandamálið sem háskólarnir standa frammi fyrir og skýrir rekstrarvanda þeirra. Til að mæta þessu hafa útgjöld sumra skóla verið skor- in svo mikið niður að þeir eru reknir hallalaust. Sá árangur er hins vegar tálsýn, því endurnýj- un á fasteignum og búnaði hefur setið á hakanum. Niðurskurður- inn hefur enn fremur dregið úr möguleikum háskólanna á því að efla og viðhalda mannauði. Vís- indastarfsemi er alþjóðleg í eðli sínu og þess vegna er nauðsyn- legt að íslenskir vísindamenn hafi tækifæri til þess að tengj- ast þeim rannsóknahópum sem standa fremst á sínu sviði. Því miður hefur niðurskurður undan- farinna ára takmarkað möguleika íslenskra vísindamanna til þess að taka þátt í alþjóðlegu samstarfi. Bent hefur verið á, að samein- ing háskóla gæti bætt rekstrar- stöðu þeirra. Það er hins vegar vafasamt að fækkun um fáeinar stöður í yfirstjórn og skrifstofu- haldi breyti miklu um rekstur þeirra. Samstarfsnet ríkishá- skólanna fjögurra, sem komið var á árið 2010, hefur þegar skil- að stórum hluta af þeim rekstrar- lega ávinningi sem ná má með sameiningu. Eina leiðin til þess að spara frekar í rekstri er að leggja niður skóla eða starfs- stöðvar, en varla eru menn til- búnir til þess. Áður en farið er í að sameina háskóla er mikilvægt að líta á stóru myndina og velta því fyrir sér hvers konar háskólakerfi við viljum hafa á Íslandi og á hvern hátt megi bæta það. Skilvirkasta leiðin til þess að bæta íslenska háskóla felst í því að auka fjár- framlög til skólanna. Rekstrar- vandi háskólanna snýst ekki um rekstrarform þeirra, hvort þeir eru sjálfseignarstofnanir eða ríkisreknir, heldur það að fjár- mögnun er ekki í samræmi við þær gæðakröfur sem við viljum að þeir standist. Vandi háskólanna er undirfjármögnun Sovét Sjálfstæðisfl okksins MENNTAMÁL Helgi Þór Thorarensen prófessor við Háskólann á Hólum ➜ Vísindastarfsemi er al- þjóðleg í eðli sínu og þess vegna er nauðsynlegt að íslenskir vísindamenn hafi tækifæri til þess að tengjast þeim rannsóknahópum sem standa fremst á sínu sviði. Því miður hefur niðurskurður undanfarinna ára takmarkað möguleika íslenskra vísindamanna til þess að taka þátt í alþjóð- legu samstarfi . ➜ Af þessu má sjá að verðlagning veiðiheimilda í gegnum tíðina hefur ekki verið í neinu samræmi við þann lagaramma sem settur var, heldur miðuð við ævar- andi eign og því gersamlega út úr korti. Og hverjir bjuggu til þennan glórulausa verðramma? Jú, útgerðin og bankarnir. Og hverjir ættu því að grípa boltann? Jú, auðvitað sömu aðilar, útgerðin og bankarnir. SJÁVARÚTVEGS- MÁL Lýður Árnason læknir og vakt- stjóri Lýðræðis- vaktarinnar SAMFÉLAG Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingmaður Vinstri grænna 1 1 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 C 7 -1 9 0 0 1 3 C 7 -1 7 C 4 1 3 C 7 -1 6 8 8 1 3 C 7 -1 5 4 C 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.