Fréttablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 28
FÓLK|TÍSKA Söngkonan Madonna verður 57 ára á árinu en hún er greinilega ekki vaxin upp úr því að reyna að hneyksla. Á Grammy-verðlaunahátíð- inni síðastliðinn sunnudag klæddist hún á ögrandi máta, í korseletti og mínípilsi í stíl. Á meðan hún þrammaði eftir rauða dreglinum var hún dugleg við að lyfta pilsinu og sýna þannig hálfberan bossann enda aðeins klædd í g-streng og gegnsæjar blúndu- sokkabuxur undir pilsinu. Þetta er alls ekki í fyrsta skipti sem söngkonan gengur fram af fólki, um það eru mörg dæmi. Á tónleikaferð sinni árið 2012 fannst mörgum hún hafa náð nýjum hæðum í hneykslanlegri framkomu en þá klæddist hún nærfatnaði og netsokkabuxum, sat ofan á píanói og glennti sig framan í píanóleikarann. Eftir það fór hún að káfa á sér á klúran máta og henti yfir sig peningaseðlum. Það var þó ekki allt því hún skipti um föt þannig að hún líktist leðurklæddri ofur- hetju sem sleikti byssu á ögrandi máta og beindi henni svo að höfði sér. Hún var svo bundin með keðjum áður en hún skipti yfir í nýtt dress, klapp- stýrubúning. Sonur hennar, Rocco, sem þarna var tólf ára var með henni á sviðinu en virtist ekki kippa sér upp við aðfarir móðurinnar heldur skemmta sér vel. Árið 2003 hristi hún verulega upp í fólki þegar hún kyssti söngkonuna Britney Spears djúpum kossi þegar þær sungu saman á MTV-tónlistarverð- launahátíðinni. Hún bætti svo um betur með því að kyssa Christinu Aguilera álíka kossi en hún söng einnig með þeim stöllum. Á tónleikaferðalagi sínu árið 1990, Blonde Amb- ition-túrnum, skók það heimsbyggðina þegar Mad- onna klæddist korseletti með keilulaga brjósthaldara utan yfir sokkabuxur. Hún hefur svo oftar en einu sinni berað á sér brjóstin og átt í vafasömum ástar- samböndum sem hafa valdið almennri hneykslan. REYNIR AÐ GANGA FRAM AF FÓLKI HNEYKSLANDI FRAMKOMA Söngkonan Madonna kallar ekki allt ömmu sína þótt hún gæti verið ein slík sjálf. Á nýliðinni Grammy-verðlaunahátíð hneykslaði hún fólk enn á ný, nú með því að hálfbera á sér bossann. STUÐANDI FRAMKOMA Framkoma Madonnu og fylgdarliðs hennar á tónleikaröðinni MDNA árið 2012 þótti frekar klúr og fór hún að margra mati yfir strikið nokkrum sinnum á tónleikunum. GETTY/NORDIC PHOTO UMTALAÐUR KOSS Það var um lítið annað rætt eftir MTV-há- tíðina árið 2003 en koss þeirra Madonnu og Britney Spears. GETTY/NORDIC PHOTO VEIFAÐI BYSSU Madonna gerði sér far um að hneyksla áhorf- endur á tónleikum árið 2012 þegar hún sleikti byssu og beindi henni svo að höfði sér og þóttist gráta. BOSSINN SÝNDUR Einhverjir náðu ekki upp í nef sér þegar hin 56 ára gamla Madonna lét taka af sér myndir með allt upp um sig á dögunum. KEILULAGA BRJÓST Madonna hefur hneykslað fólk í áratugi en á níunda áratugnum kom hún fyrst fram í þessu fræga korseletti sem Jean Paul Gaultier hannaði. Stærðir 38-52 Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 my style4 ÚTSÖLULOK 70% afsláttur af öllum útsöluvörum Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga kl . 11–18 Opið laugardaga k l. 11-16 Vinsamlegast láttu vita í gjaldfrjálst númer 800 1177 eða á dreifing@postdreifing.is Hjálpaðu okkur að bæta þjónustuna. Blaðið á að berast þér fyrir kl. 7:15 virka morgna og 8:15 á laugardögum FÉKKSTU EKKI BLAÐIÐ Í MORGUN? KOM ÞAÐ OF SEINT? 1 1 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 C 7 -1 4 1 0 1 3 C 7 -1 2 D 4 1 3 C 7 -1 1 9 8 1 3 C 7 -1 0 5 C 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.