Fréttablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 12.02.2015, Blaðsíða 48
12. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING | 32 FIMMTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 12. FEBRÚAR 2015 Tónleikar 20.30 Gummi Jóns og Vestanáttin flytja úrval laga Guðmundar Jónssonar í Salnum, Kópavogi. Miðaverð er 3.900 krónur. 21.00 Jón Páll Bjarnason, Richard Andersson og Matthías Hemstock leika þekkt jazzlög í Mengi í kvöld. Miðaverð 2.000 krónur. 22.00 Hljómsveitin Dorian Gray spilar á Dillon í kvöld. 22.00 Magnús R. Einarsson heldur tón- leika á Ob-La-Dí-Ob-La-Da, Frakkastíg 8. Aðgangur ókeypis. Opnanir 17.00 Sýning á verkum Poul Gernes verður opnuð í gallerí i8. Sýningin stendur til 11. apríl næstkomandi. Félagsvist 20.00 Félagsvist í samvinnu við Skaft- fellinga í Skaftfellingabúð í Reykjavík í kvöld. Hátíðir 18.00 Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík hefst í Hörpu. Sónar Reykjavík 20.00 Uni Stefson í SonarClub Kohib í SonarPub Arnljótur í SonarComplex, 21.00 Balsamic Boys í SonarPub Jón Ólafsson & Futuregrapher í Sonar- Complex 21.10 Sin Fang í SonarClub 21.45 DJ Steindór Jónsson í SonarPub 22.00 Mankan í SonarComplex 22.30 Samaris í SonarClub 22.45 LaFontaine í SonarPub 23.00 M-Band í SonarComplex 23.40 Todd Terje í SonarClub 23.45 DJ Yamaho í SonarPub 00.00 Valgeir Sigurðsson í SonarComp- lex Uppákomur 18.00 Katalónska í Café Lingua í Grófarhúsi. Hægt verður að finna smjörþefinn af katalónsku og bragða á katalónskum kræsingum. 20.00 Opið spilakvöld í Spilavinum. Allir velkomnir og þátttaka ókeypis. Bókmenntir 17.00 Útgáfu bókarinnar Hreint mat- aræði fagnað í Lifandi markaði, Borgar- túni 24. Guðrún Bergmann heldur fyrirlestur og dregið verður úr forsölu- happdrætti. Dansleikir 16.00 Síðdegisdans í Félagi eldri borg- ara, Stangarhyl 4. Matthildur og Anna Norðfjörð sjá um tónlistina. Dansaðir samkvæmisdansar, gömlu dansarnir, línudans og hringdansar. Kaffihlé og spjall. Málþing 15.00 Málþing um íslensk torfhús á Litla torgi Háskóla Íslands. Markmið málþingsins er að tengja saman ólíkar aðferðir og kenningar sem eru efst á baugi í gagnrýnni skoðun á torfhúsum sem menningararfi. Fundarstjóri er Hannes Lárusson myndlistarmaður. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Uppistand 21.30 Best of Uppistand.is á Bar 11 í kvöld. Á uppistandinu koma fram þeir sem þykja hafa skarað fram úr í Til- raunauppistöndum, reyndari grínisar og góðir gestir. Fram koma meðal annars Jón Víðis, Leifur Leifsson, Snjólaug Lúðvíksdóttir og Helgi Jónsson. 1.000 krónur inn. Leiðsögn 12.00 Hádegisleiðsögn með Krist- ínu Gunnlaugsdóttur um sýninguna Nýmálað 1 sem stendur yfir í Hafnar- húsi. Aðgangseyrir er 1.400 krónur. Fræðsla 17.00 Kristín Sigurðardóttir, slysa- og bráðalæknir, Gyða Dröfn Tryggvadóttir, lýðheilsufræðingur, jógakennari og zen hugleiðsluiðkandi, og Margrét Alice Birgisdóttir hjá Á heildina litið bjóða upp á fræðslu um streitu og í kjölfarið verður slökun og hugleiðsla á Hannesarholti í tengslum við Friðsæld í febrúar. Öllum opið og þátttaka er ókeypis. Fyrirlestrar 20.00 Guðrún Hildur Rosenkjær, klæð- skera- og kjólameistari, flytur fyrir- lesturinn Skautbúningur– íslenskur hátískufatnaður um miðja 19. öld í Hönnunarsafni Íslands. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is SÓNAR Katalónska húsið á Íslandi, í sam- starfi við Café Lingua, bjóða í kvöld áhugasömum í Grófarhús á viðburð þar sem hægt verður að fræðast um Katalóníu, katalónsku og bragða á tapasréttum og þjóð- legum kræsingum. „Það verður kennsla í hvernig á að gera réttinn Pa amb tomàquet og við munum kynna hvernig við gerum þetta, sem er alveg hundr- að prósent katalónskt. Það verð- ur tilbúið eftir þrjátíu sekúndur,“ segir Xavier Rodriguez, stofnandi Katalónska hússins á Íslandi ,og hlær. Pa amb tomàquet er einfaldur og bragðgóður réttur sem gerður er úr tómötum, brauði, ólífuolíu og salti. Félagið Katalónar á Íslandi, sem stofnað var af Xavier árið 2008, stendur fyrir ýmiss konar dagskrá og segir hann starfið ein- kennast af félagsstarfi en helsta markmið félagsins er að Katalón- ar og aðrir áhugamenn á Íslandi um sjálfsstjórnarhéraðið hittist og njóti menningar og samskipta hverjir við aðra. Í febrúar stendur félagið fyrir árlegum viðburði sem einkennist af katalónskum mat og skemmt- un og Xavier segir að kalla megi það eins konar katalónskt þorra- blót. „Við köllum það bara þorra- blót, það er smá svona brandari á milli okkar,“ segir hann glaður í bragði. En ætla má að matar- menningin í Katalóníu eigi ekki mikið sameiginlegt með íslensk- um þorramat. Á katalónska þorrablótinu verð- ur boðið upp á sérstakan þjóðar- rétt sem búinn er til úr calçot, lauk sem svipar mjög til púrru- lauks, og er í hávegum hafður en hann er ófáanlegur hérlendis og því pantar félagið allt að sjö hundruð stykki að utan. Allir eru boðnir velkomnir á viðburðinn sem haldinn er í sam- starfi við Café Lingua og fer fram í Grófarhúsinu, Tryggvagötu 15, og hefst klukkan sex. Café Lingua er tungumálavett- vangur á vegum Borgarbóka- safnsins sem hefur það að mark- miði að virkja þau tungumál sem hafa ratað til Íslands með fólki hvaðanæva og auðgað mannlíf og menningu ásamt því að vekja forvitni borgarbúa á heiminum í kringum okkur. Café Lingua stendur fyrir reglulegum viðburð- um sem allir eru velkomnir á. gydaloa@frettabladid.is ➜ Pa amb tomàquet er ein- faldur og bragðgóður réttur sem gerður er úr tómötum, brauði, ólífuolíu og salti. Bragðað á mat frá Katalóníu Fræðst verður um katalónska menningu, mat og bragðað á kræsingum í Grófarhúsinu í kvöld. ALLIR VELKOMNIR Xavier Rodriguez er stofnandi Katalónska hússins á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Save the Children á Íslandi Í kvöld koma saman í menningar- húsinu Mengi djassleikarinn Jón Páll Bjarnason ásamt Richard Andersson og Matthíasi Hemstock. Tríóið mun leika og spinna góðkunn djasslög og eru tónleikarnir á morgun þeirra fyrstu formlegu tónleikar þótt þeir hafi áður leikið saman í öðrum verkefnum. „Við höfum spilað saman áður, ég og Richard, og svo Matthías sem ég kann- ast við líka,“ segir Jón Páll glaður í bragði. Hann segir efnisskrána að miklu leyti byggða upp á spuna. „Við ætlum að spinna nýjan vef yfir lög sem eru svokallaðir „standardar“,“ segir hann en Jón Páll hefur bæði leikið undir eigin nafni auk þess að leika með öðrum, til dæmis Útlendingahersveit- inni og Sigurði Flosasyni. Þetta eru fyrstu tónleikar Jóns Páls í Mengi og er hann hrifinn af hús- næðinu. „Þetta er dásamlegur stað- ur,“ segir Jón Páll sem staddur var við æfingar í Mengi. Hann lofar góðri stemningu í kvöld og lofar félaga sína í hástert: „Þetta eru miklir heiðursmenn sem ég er að fara að spila með.“ Tónleikarnir hefjast í Mengi, Óðins- götu 2, klukkan níu í kvöld og er miða- verð 2.000 krónur. - gló Spinna nýjan vef yfi r góðkunn djasslög Jón Páll Bjarnason, Richard Andersson og Matthías Hemstock halda tónleika í Mengi í kvöld. MEÐ GÍTARINN Jón Páll Bjarnason kemur fram í Mengi í kvöld ásamt Richard Andersson og Matthíasi Hemstock. MYND/JÓNPÁLL Hann lofar góðri stemn- ingu í kvöld og lofar félaga sína í hástert: Þetta eru miklir heiðursmenn sem ég er að fara að spila með. 1 1 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 0 F B 0 6 4 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 C 6 -E C 9 0 1 3 C 6 -E B 5 4 1 3 C 6 -E A 1 8 1 3 C 6 -E 8 D C 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.